24 stundir - 30.01.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Málefnasamningur F-lista og Sjálf-
stæðisflokks felur í sér 70 prósent
af stefnumálum F-listans, en 30
prósent af stefnumálum Sjálfstæð-
isflokks.
Þetta kemur fram við skoðun 24
stunda á málefnasamningi hins
nýja meirihluta, stefnuskrá Sjálf-
stæðisflokksins og málefnahand-
bók F-listans fyrir síðustu borgar-
stjórnarkosningar.
Fjórðungur atkvæða
Í síðustu borgarstjórnarkosning-
um fékk F-listinn 10,1 prósent at-
kvæða, eða 6.527 talsins. Ólafur F.
Magnússon var eini frambjóðandi
listans sem komst inn í borgar-
stjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk hins
vegar 42,9 prósent atkvæða, eða
27.823 alls, og sjö kjörna borgar-
fulltrúa. F-listinn fékk því tæpan
fjórðung þeirra atkvæða sem Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk.
Ber keim af stefnu F-lista
„Ég vil leggja á það áherslu, að
þessi stefnumörkun ber mjög keim
af þeim áherslum sem F-listinn
lagði fram í sinni kosningabaráttu
og ég er stoltur af því að hafa kom-
ið okkar málum svona rækilega á
dagskrá,“ sagði Ólafur eftir að
hann hafði kynnt málefnasamning
nýs meirihluta sjálfstæðismanna og
F-lista í borgarstjórn Reykjavíkur
þann 21. janúar síðastliðinn.
Margt sameiginlegt
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
oddviti sjálfstæðismanna, sagði við
sama tilefni að sitt fólk væri mjög
ánægt með málefnasamninginn.
„Ég ítreka það að þessi meirihluti
byggir á mjög skýrri málefnastöðu.
Það er svo margt sem er sameig-
inlegt í áherslum okkar sjálfstæð-
ismanna og frjálslyndra.“
Daginn eftir lét Ólafur ítrekað
hafa eftir sér í fjölmiðlum að mál-
efnasamningurinn væri „70 pró-
sent F-listastefnuplagg“.
Traust var ekki fyrir hendi
Núverandi valdhafar í Reykjavík
ræddu saman um myndun meiri-
hluta strax eftir borgarstjórnar-
kosningarnar 2006 en sjálfstæðis-
menn slitu þeim og gengu til
samstarfs við Framsóknarflokkinn.
Ólafur lét hafa eftir sér í viðtali við
Morgunblaðið þann 30. maí 2006
vegna þessa að hann teldi að „við-
ræðurnar við Sjálfstæðisflokkinn
hafi verið sviðsettar [af þeirra
hálfu] til að tryggja að aðrar við-
ræður færu ekki fram á meðan
milli flokkanna fjögurra“. Flokk-
arnir fjórir sem hann átti við eru
þeir hinir sömu og mynduðu 100-
daga meirihlutann svokallaða.
Vilhjálmur sagði hins vegar við
sama tilefni að ástæður viðræðu-
slitanna væru þær að ekki hefði
verið mikill áhugi hjá sínu fólki að
mynda meirihluta með frjálslynd-
um. „Það er mjög mikilvægt, þegar
verið er að mynda nýjan meiri-
hluta, að þar ríki fullt og gagn-
kvæmt traust og áhugi til að ráðast
í framkvæmdir og vinna vel sam-
an.“
Engar sértækar lausnir
Þrátt fyrir þessa fortíð náðu
framboðin tvö saman fyrir rúmri
viku um myndun nýs meirihluta.
Málefnasamningurinn sem lagður
var til grundvallar valdaskiptunum
er í alls sautján atriðum. Hann er í
flestum tilfellum almennt orðaður
og ekki mikið um að sértækar
lausnir eða leiðir til að ná mark-
miðunum séu kynntar. Þó er ljóst
að hann tekur mun meira úr því
stefnuplaggi sem F-listi Ólafs lagði
fram í aðdraganda síðustu kosn-
inga en nokkurn tímann stefnu-
skrá Sjálfstæðisflokksins.
Málefni
F-listans
Samanburður á stefnuskrám nýs meiri-
hluta í Reykjavík sýnir að áherslur F-lista
eru í aðalhlutverki í málefnasamningi hans.
➤ F-listinn fékk 6.527 atkvæði ísíðustu borgarstjórnarkosn-
ingum, eða 10,1 prósent allra
atkvæða.
➤ Ólafur F. Magnússon var einimaðurinn á lista sem náði
kjöri til borgarstjórnar.
➤ Sjálfstæðisflokkurinn fékk27.823 atkvæði, eða 42,9 pró-
sent.
➤ Hann fékk því sjö kjörna full-trúa í borgarstjórn.
KOSNINGAR 2006
Nýr meirihluti Oddvitarnir
kynna málefnasamning
sinn á Kjarvalsstöðum.
Árvakur/Kristinn
1. Reykjavíkurflugvöllur
Málefnasamningur F-lista og D-lista:
Reykjavíkurflugvöllur verður sýndur óbreyttur
á aðalskipulagi á meðan önnur flugvallarstæði
eru könnuð. Ekki verður tekin ákvörðun um
flutning hans á kjörtímabilinu.
Stefnuskrá D-lista: Flugvellinum verði
fundinn annar staður á höfuðborgarsvæðinu.
Innanlandsflug verði ekki flutt til Keflavíkur. Í
samræmi við heildarskipulag af svæðinu verði
fyrstu lóðum úthlutað utan helgunarsvæðis
flugvallar í byrjun árs 2008. Íbúafjöldi getur
orðið 8 til 10 þúsund.
Málefnahandbók F-lista: Flugvöllurinn
áfram í Vatnsmýrinni. Hólmsheiðin er ekki
hentugur staður fyrir nýjan flugvöll og flugvöllur
á Lönguskerjum væri bæði of dýr framkvæmd
og myndi valda gífurlegum náttúruspjöllum.
Fyrirætlanir um fjölmenna byggð í Vatnsmýrinni
ekki raunhæfar.
Í málefnasamningi D og B 2006: Ákvörðun
um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar
tekin á kjörtímabilinu. Byggð verði skipulögð í
Vatnsmýrinni. Þegar meirilhuti B og D kynnti
áætlun um uppbyggingu í Reykjavík í apríl
2007 var Vatnsmýrin nefnd sem „lykilsvæði.“
Niðurstaða:
2. Laugavegur
Málefnasamningur F-lista og D-lista:
Leitað verður leiða til að varðveita 19. aldar
götumynd Laugavegarins og miðborgarinnar
eins og kostur er.
Stefnuskrá D-lista: Miðborgin og
nærliggjandi svæðum eru nefnd sem
„önnur uppbyggingarsvæði.“ Ekki er minnst
sérstaklega á verndun eða varðveislu
götumynda.
Málefnahandbók F-lista:19. aldar götumynd
Laugavegarins varðveitt. Tekið er fram að
„sérstaka athygli vekur að allar tillögur F-
listans um verndun húsa við Laugaveg hafa
verið felldar með öllum atkvæðum annarra
borgarstjórnarflokka.“
Í málefnasamningi D og B 2006: Ekkert
minnst á verndun eða varðveislu götumynda.
Niðurstaða:
3. Mislæg gatnamót
við Kringlumýrarbraut
Málefnasamningur F-lista og D-lista:
Framkvæmdir hefjist sem fyrst við gatnamót
Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
Stefnuskrá D-lista: Byggja á mislæg
gatnamót á mótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar. Þá á að leggja Miklubraut
í stokk að hluta þar sem byggðin er næst.
Málefnahandbók F-lista: Lögð áhersla á
að sem flest gatnamót Miklubrautar verði
mislæg, sérstaklega gatnamót Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar. Einnig verði athugað að
setja Miklubraut í stokk á gatnamótunum við
Lönguhlíð.
Í málefnasamningi D og B 2006:
Framkvæmdum vegna milsægra gatnamóta við
Miklubraut og Kringlumýrarbraut verði lokið á
kjörtímabilinu.
Niðurstaða:
4. Sundabraut
Málefnasamningur F-lista og D-lista:
Staðarvali og undirbúningsvinnu vegna
lagningar Sundabrautar verði lokið sem fyrst.
Stefnuskrá D-lista: Sundabraut alla leið upp
á Kjalanes í einum áfanga.
Málefnahandbók F-lista: Að Sundabraut taki
mið af þróun framtíðar og verði lögð í sátt við
íbúa borgarinnar. Fyrsti áfangi Sundabrautar
verði í göngum undir Elliðavog með uppkomu
við Gufunes. Þá taki við brú yfir í Geldinganes,
síðan aftur í göng undir Leiruvog með uppkomu
í Víðinesi og loks brú yfir Kollafjörð.
Í málefnasamningi D og B 2006: Ákvörðun
um legu Sundabrautar tekin á þessu ári,
hönnun og framkvæmdir hefjist í kjölfarið.
Niðurstaða:
5. Gangandi og
hjólandi vegfarenda
Málefnasamningur F-lista og D-lista:
Áhersla verður lögð á að tryggja öryggi
gangandi og hjólandi vegfarenda.
Stefnuskrá D-lista: Öll hverfi borgarinnar
verði tengd með vel útbúnum göngu- og
hjólreiðastígum.
Málefnahandbók F-lista: tryggja börnum
og öðrum gangandi vegfarendum öryggi í
hverfum borgarinnar. Göngu- og hjólreiðastígar
með góðri lýsingu og merkingum ásamt góðu
aðgengi að útivistarsvæðum. Reiðhjól verði
raunhæfur samgöngumáti.
Í málefnasamningi D og B 2006: Ekki neitt.
Niðurstaða:
6. Almenningssamgöngur
Málefnasamningur F-lista og D-lista:
Almenningssamgöngur verði efldar. Tilraun um
frían aðgang í strætisvagna fyrir ákveðna hópa
verður haldið áfram. Fargjöld verða felld niður
hjá börnum og unglingum að 18 ára aldri sem
og öldruðum og öryrkjum. Unnið verður að því
að bæta leiðakerfið og þjónustu við farþega.
Stefnuskrá D-lista: Samgönguúrbætur
taki mið af þörfum borgarbúa og því að allir
komist leiðar sinnar með skjótum og öruggum
hætti, hvort sem þeir velja einkabíl eða
almenningssamgöngur.
Málefnahandbók F-lista: Brýnt er að
efla almenningssamgöngur til að draga úr
yfirþyrmandi einkabílanotkun, sliti á götum
og mengun í borginni. Til að auka nýtingu
almenningssamgangna ber að fella niður
fargjöld í strætisvagna fyrir unglinga að 18 ára
aldri ásamt öldruðum og öryrkjum. Brýnt er að
bæta leiðakerfið og þjónustuna.
Í málefnasamningi D og B 2006: Gerð
verður tilraun til að efla almenningssamgöngur
með ókeypis strætó fyrir tiltekna hópa.
Niðurstaða:
7-8. Aldraðir
Málefnasamningur F-lista og D-lista:
Fjölgun hjúkrunarrýma og þjónustuíbúða fyrir
aldraða. Efling og samþætting heimaþjónustu
og heimahjúkrunar.
Stefnuskrá D-lista: Að fjölbreytt sameiginlegt
búsetuform í hjúkrunar-, þjónustu- og
leiguíbúðum auk almennra íbúða verði tryggt
til þess að vinna gegn félagslegri einangrun
eldri borgara.
Málefnahandbók F-lista: Að fjölga þurfi
hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu fyrir
aldraða. Jafnframt þarf að efla heimaþjónustu
og heimahlynningu.
Í málefnasamningi D og B 2006:
Undirbúningur að byggingu 300 nýrra
leigu- og þjónustuíbúða á kjörtímabilinu.
Undirbúningur að umtalsverðri fjölgun
hjúkrunarrýma á kjörtímabilinu. Áætlun um
bætta heimaþjónustu.
Niðurstaða:
9. Elli- og örorkulífeyrir
Málefnasamningur F-lista og D-
lista: Tekjumörk vegna niðurfellingar
fasteignarskatta fyrir elli- og örorkulífeyrisþega
verða hækkuð verulega.
Stefnuskrá D-lista: Ekki neitt.
Málefnahandbók F-lista: Að hækka eigi
tekjumörk vegna niðurfellingar
fasteignaskatta.
Í málefnasamningi D og B 2006: Ekki neitt.
Niðurstaða:
10. Fasteignarskattar
Málefnasamningur F-lista og D-lista:
Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verða
lækkaðir á árinu.
Stefnuskrá D-lista: Að lækka eigi
fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði.
Málefnahandbók F-lista: Ekki neitt.
Í málefnasamningi D og B 2006: Ekki neitt.
Niðurstaða:
11. Félagslegar leigíbúðir
Málefnasamningur F-lista og D-lista:
Félagslegum leiguíbúðum verður fjölgað um
100 á ári.
Stefnuskrá D-lista: Ekki neitt.
Málefnahandbók F-lista: Ekki neitt.
Í málefnasamningi D og B 2006: Ekki neitt.
Niðurstaðan:
12. Framboð lóða
Málefnasamningur F-lista og D-lista:
Framboð lóða fyrir fjölskyldur og atvinnurekstur
verði tryggt.
Stefnuskrá D-lista: Brýnustu verkefnin í
skipulagsmálum eru meðal annars að stórauka
framboð lóða. Ný byggingasvæði verði í
Geldinganesi, Vatnsmýri og í Örfirisey.
Málefnahandbók F-lista: F-listinn vill að
framboð verði aukið á lóðum. Þegar bætt er við
nýju byggingarlandi í úthverfum Reykjavíkur
eiga lóðir að vera á hóflegu verði þannig að
öllum sem vilja byggja sé gert það kleift. F-
listinn hafnar alfarið byggð í Vatnsmýrinni og
Örfirisey.
Í málefnasamningi D og B 2006: Aukið
framboð fjölbreyttra lóða, sérstaklega
sérbýlishúsalóða. Eftirfarandi hverfi verða
skipulögð: Geldinganes, Úlfarsfell, Örfirisey og
Vatnsmýri.
Niðurstaða:
13. Þjónusta leikskóla
og grunnskóla
Málefnasamningur F-lista og D-lista:
Þjónusta leikskóla og grunnskóla verði aukin
og faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra
styrkt.
Stefnuskrá D-lista: Þjónusta leikskólanna
bætt enn frekar með sveigjanleika og vali
fyrir foreldra, í samráði við leikskólastjóra
og starfsfólk. Raunverulegt val um skóla þar
sem öll börn njóta sama stuðnings, óháð
rekstrarformi eða staðsetningu þess skóla sem
foreldrar og börn velja.
Málefnahandbók F-lista: Virkja ber
sjálfstæði skóla og frumkvæði kennara og
skólastjórnenda og samvinnu þeirra og
foreldra.
Í málefnasamningi D og B 2006: Lækkun
gjalda á fyrsta skólastigi, gengið verði til
samninga við dagforeldra um stuðning til
að tryggja framboð þjónustu, frístundakort
til allra barna í framhaldi af viðræðum við
íþróttafélög og félagasamtök um tilhögun og
framkvæmdaáætlun um samræmingu skóla-
og tómstundastarfs.
Niðurstaða:
14. Öryggi
Málefnasamningur F-lista og D-lista:
Öryggi í miðborg Reykjavíkur verði aukið.
Stefnuskrá D-lista: Hverfalöggæsla verði
efld í samvinnu við lögregluyfirvöld, bæði í
miðborginni og öðrum hverfum borgarinnar.
Málefnahandbók F-lista: Lögreglan verði
sýnilegri í umferðinni og á götum borgarinnar.
Ofbeldi hefur aukist mjög í borginni og F-listinn
vill taka hart á slíkum brotum.
Í málefnasamningi D og B 2006: Viðræður
við lögregluyfirvöld um aukið öryggi í borginni
hefjist í sumar. Útideild taki aftur til starfa og
áhersla á forvarnir verði aukin.
Niðurstaða:
15. Menningararfur
Málefnasamningur F-lista og D-lista: Átak
í merkingu og varðveislu sögufrægra staða.
Stefnuskrá D-lista: Merkir staðir í
borgarlandinu verða merktir sérstaklega með
aðgengilegum upplýsingum og fróðleik.
Málefnahandbók F-lista: F-listinn
leggur nú sem áður áherslu á verndun
menningarsögulegra minja.
Í málefnasamningi D og B 2006: Ekki neitt.
Niðurstaða:
16. Náttúruvernd
Málefnasamningur F-lista og D-lista: Lögð
áhersla á verndun óspilltrar náttúru og dregið
úr mengun.
Stefnuskrá D-lista: Ekki neitt.
Málefnahandbók F-lista: F-listinn leggur
áherslu á að dregið verði úr mengun í borginni
og á verndun óspilltrar náttúru.
Í málefnasamningi D og B 2006: Ráðist
verði í hreinsunar- og fegrunarátak í borginni.
Niðurstaða:
17. Orkuveita Reykjavíkur
Málefnasamningur F-lista og D-lista:
Orkuveita Reykjavíkur og orkulindir hennar
verða áfram í eigu almennings.
Stefnuskrá D-lista: Ekki neitt.
Málefnahandbók F-lista: F-listinn leggst
alfarið gegn einkavæðingu Orkuveitu
Reykjavíkur og Landsvirkjunar og varar við því
að fleiri auðlindir almennings komist í hendur
fárra.
Í málefnasamningi D og B 2006: Ekki neitt.
Niðurstaða:
MÁLEFNASAMNINGUR F-LISTA OG D-LISTA
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
0 25 50 75 1000255075100
D
Samtals:
70% 30%