24 stundir - 30.01.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 30.01.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir Námskeið fyrir þig um allt milli himins og jarðar MÍMIR símenntun Skeifunni 8 • Innritun í síma 580 1808 • www.mimir.is E in n t v e ir o g þ r ír 4 .2 28 Óhef›bundi› bókband, byrjendur 4 st. Gu›n‡ Arna Eggertsdóttir Mán. kl. 18:45-22 (1 skipti, 4. feb.) Ver›: 5.800 kr. Teiknimyndager› 12 st. - Fyrir unglinga Jean Antoine Posocco Mán. kl. 18:30-20:20 (5 vikur frá 11. feb.) Ver›: 16.300 kr. Evrópa á breytingaskei›i 10 st. - Félagslegar og pólitískar breytingar í Evrópu á 20. öld fiorleifur Fri›riksson Mi›. kl. 20-21:55 (4 vikur frá 13. feb.) Ver›: 12.900 kr. Nuddnámskei› 16 st. Ragnar Sigur›sson Helgina 15. til 17. feb. Ver›: 21.100 kr. Leiklistarnámskei› 24 st. Pétur Einarsson firi. kl. 19:45-22 og lau. kl. 10-12:15 (4 vikur frá 19. feb.) Ver›: 26.300 kr. Hip hop textager› 5 st. - Fyrir unglinga Egill Valdimarsson firi. kl. 16:40-18:30 (2 skipti, 19. og 26. feb.) Ver›: 6.100 kr. Meistari fiórbergur 7,5 st. - Ævi og störf fiórbergs fiór›arsonar Pétur Gunnarsson Fim. kl. 20-21:55 (3 vikur frá 21. feb.) Ver›: 10.100 kr. Arabíska II mán. og mi›. kl. 20-22:15 (6 skipti frá 25. feb.) Ver›: 25.400 kr. Spænska II mán. og mi›. kl. 17:15-18:45 (9 skipti frá 25. feb.) Ver›: 25.400 kr. Vorönn 2008 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Fyrirtaka verður í Hæstarétti í dag í tveimur málum Reykjavík- urborgar og Strætó gegn olíufé- lögunum Skeljungi hf., Olíu- verslun Íslands hf. og Keri hf. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði í desember 2006 dæmt þau til greiðslu samtals 78 milljóna króna skaðabóta vegna ólöglegs verðsamráðs. aak Olíusamráðið Fyrir Hæstarétt 365 miðlar hafa áfrýjað til Hæsta- réttar dómi Héraðsdóms Reykja- víkur frá 20. desember síðast- liðnum. Þá var fyrirtækið dæmt til að greiða Magnúsi Ragn- arssyni 1.500.000 krónur auk máls- kostnaðar og til að standa straum af kostnaði við birtingu dómsins í dagblöðum, en Magnús höfðaði meiðyrðamál á hendur fyrirtæk- inu vegna niðrandi ummæla í sinn garð. Voru þau dæmd dauð og ómerk. Ekki hefur verið ákveðið hvenær málið verður tek- ið fyrir. aak Meiðyrðamál 365 áfrýja dómi Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir áliti frá heilbrigð- isráðuneytinu um með hvaða hætti borgin geti beitt þvingunarúræð- um vegna reykingaherbergis á veit- inga- og skemmtistaðnum Barnum við Laugaveg. „Heilbrigðisráðuneytið hefur verið þeirrar skoðunar að við get- um beitt þvingunarúrræðum sam- kvæmt hollustuháttalögum, en ég hef efasemdir um að það sé lög- mætt,“ segir Örn Sigurðsson, lög- maður og settur sviðsstjóri hjá um- hverfissviði Reykjavíkur. Lagabreytinga þörf „Í löggjöfinni segir eingöngu að við eigum að hafa eftirlit með því að ekki sé reykt þar sem það er bannað. Ráðuneytið vill meina að í eftirliti felist ákveðin úrræði, en ég segi að þar sem um verulega íþyngjandi ákvarðanir er að ræða verði að vera bein lagaheimild til þess að beita þeim,“ segir Örn. „Að mínu mati þyrfti helst að koma til breyting á löggjöfinni. Heilbrigð- isráðuneytið ætlast til þess að við sinnum eftirliti og framfylgjum lögunum. Þá vil ég hafa til þess al- mennileg tæki en ekki einhverjar hálfkveðnar vísur.“ Jafnræðis ekki gætt Örn segist hafa vakið athygli á því, þegar verið var að setja reyk- ingalögin, að úrræðin væru ekki nógu skýr. „Ég tel að lögin séu meingölluð og það hefði mátt gera margt miklu betur til að gera þau skýrari. Ég hef líka efasemdir um að í þeim sé gætt fyllsta jafnræðis þar sem sums staðar er leyfilegt að hafa reykingaherbergi en annars staðar ekki. Löggjafinn hefur fram að þessu komist að þeirri niður- stöðu að það megi mismuna með þessum hætti, sé það í þágu al- mannaheilla. Ég á hins vegar mjög erfitt með að kyngja því að það sé í þágu almannaheilla að leyfa að reykja einhvers staðar ef það ríkir almennt bann.“ Reykingaherbergi Barsins verður því ekki lokað á næstunni. Borgin ráðalaus vegna reykklefa  Lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg segir skorta úrræði til að framfylgja reykbanni  „Meingölluð lög,“ segir Örn Sigurðsson ➤ Reykingaherbergið var tekiðí notkun í nóvember. ➤ Eigendur Barsins hafa ítrek-að neitað að loka því. ➤ Borgin boðaði á dögunum aðherbergið yrði innsiglað. ➤ Lögmaður Barsins andmæltiþví með ítarlegu bréfi. REYKKLEFINN UMDEILDI Reykingaklefinn Borgin hefur óskað eftir að heilbrigðisráðuneytið útskýri hvaða úr- ræði hún hefur til að loka klefanum. Árvakur/Árni Sæberg „Miðbæjarnefndin hafði öll tækifæri til þess að veita umsögn ef einhver hefði haft hug á því, en það kom engin ósk eða beiðni um slíkt af hálfu nefndarmanna.“ Þetta seg- ir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Þóroddur Skaptason, fulltrúi sjálfstæðismanna í miðbæjarnefnd Hafnarfjarðar, gagnrýndi harðlega vinnubrögð bæjaryfirvalda í 24 stundum í gær. Hann sakaði bæj- aryfirvöld um að ganga framhjá nefndinni með því að leita ekki umsagnar hjá henni vegna fyrir- hugaðra framkvæmda við Strand- götu 26-30. Þetta hafi verið gert til að komast hjá neikvæðri umsögn nefndarinnar, en Lúðvík vísar þess- um ásökunum á bug. „Miðbæjarnefndin hafði veitt umsögn um tillöguna að deili- skipulaginu eins og íbúar og aðrir hagsmunaaðilar á svæðinu. Nýja tillagan tók mið af þessum um- sögnum og ef miðbæjarnefndin hefði viljað veita umsögn um nýju tillöguna hafði hún tækifæri til þess eftir kynningarfundinn.“ Fundurinn sem Lúðvík vísar til var haldinn til að kynna miðbæj- arnefndinni tillöguna eftir breyt- ingar, en að honum loknum vísaði skipulags- og byggingarráð bæjar- ins tillögunni til samþykkis hjá bæjarstjórn. „Eftir fundinn þakkaði nefndin fyrir kynninguna og þá kom engin ósk fram í þeirra röðum um að bregðast við kynningunni með því að veita umsögn um hana eða gera athugasemdir. Þau höfðu líka gott tækifæri til þess að koma sínum at- hugasemdum á framfæri því málið var ekki afgreitt í bæjarstjórn fyrr en þriðjudaginn eftir fundinn,“ segir Lúðvík. „Mér finnst svolítið seint í rass- inn gripið að gera athugasemdir við það núna að menn hafi ekki fengið að koma á framfæri athuga- semdum. Miðbæjarnefndin hafði bæði tíma og tækifæri til að gera slíkt en gerði ekki.“ aegir@24stundir.is Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar gagnrýni vegna Strandgötureits á bug Miðbæjarnefndin gat tjáð sig Íbúasamtök 3. hverfis í Reykja- vík, það er Hlíða, Holta og Norð- urmýrar, telja að mislægu gatna- mótin sem Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri Reykjavíkur, boðar við Kringlumýrarbraut og Miklubraut auki mengun í hverfinu í stað þess að draga úr henni, að sögn Hilmars Sigurðssonar, formanns samtak- anna. „Á fyrstu 11 dögum jan- úarmánaðar mældist mengunin á gatnamótum Stakkahlíðar og Miklubrautar 40 prósentum hærri en við Grensásveg þar sem mæla á mestu mengunina í Reykjavík. Þetta sýnir okkur að það er meiri mengun í hverfinu okkar en við töldum,“ segir Hilmar. Hann segir niðurstöður mæling- anna hafa verið kynntar fyrir hverf- isráðinu. „Við ætlum að skora á hverfisráðið að halda opinn borg- arafund með þátttöku borgaryfir- valda um hugmyndir borgarstjóra um mislægu gatnamótin og meng- unina. Við viljum fá skýr svör við því hvað yfirvöld ætli að gera, sér- staklega í ljósi niðurstöðu mæling- anna nú í janúar. Hingað til höfum við fengið mjög misvísandi skila- boð. Síðast í nóvember sagði þá- verandi meirihluti að stokkalausn væri forgangsverkefni,“ segir Hilmar. Frá 7. desember til 16. janúar fór svifryksmengun við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar fimm sinnum yfir sólarhrings- verndarmörk en tvisvar sinnum við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar. ibs Íbúasamtök 3. hverfisins segja mislæg gatnamót auka mengun Vilja skýr svör frá yfirvöldum

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.