24 stundir - 30.01.2008, Page 17
24stundir MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 17
Eftir viðburðaríka viku íborgarpólitíkinni skundaðiminnihlut-
inn, fyrrverandi
meirihluti, í kyrrð
og ró Borgarfjarðar
um helgina þar sem
hann dvaldi í veiði-
húsinu við Grímsá.
Menn ræddu málin á alvarlegum
nótum en einnig var brugðið á
leik og mun Svandís Svav-
arsdóttir hafa tekið upp gítarinn
og sungið hástöfum svo undir tók
í sýslunni. Ekki fylgdi sögunni
hvort hún söng REI-lagið sem
ómaði frá Orkuveitunni fyrir jólin
en hver veit. Hins vegar mun
Guðmundur Steingrímsson
(Hermannssonar) hafa tekið upp
nikkuna og flutt frumsamið lag
sem fjallaði helst um óheppni
hans í lífinu, inn og út um
gluggann. Guðmundur hafði
nefnilega nýlega fengið starf að-
stoðarmanns Dags B. Eggerts-
sonar þegar skipt
var skyndilega um
borgarstjóra og fékk
hann því ekki tæki-
færi til að vaxa í því
starfi. Flestir muna
einnig eftir að Guð-
mundur datt ýmist inn eða út af
þingi í síðustu alþingiskosningum.
Reynir Traustason, ritstjóriDV, eða karlinn með hatt-inn, eins og hann er jafnan
kallaður, slengdi því framan í Siv
Friðleifsdóttur í Silfri Egils um
helgina að búið væri að gefa út
skotveiðileyfi á hana. Sagði Reynir
að hún yrði næsta peð til að falla
út af framsóknarskákborðinu. Það
vakti athygli þeirra sem á þáttinn
horfðu að Reynir komst upp með
að skýra ekki orð sín nánar sem
þótti einkennilegt. En í DV í gær
er sagt frá því að Guðjón Ólafur
sé hér enn á ferð og
nú ásamt bróður
sínum, Einari
Kristjáni Jónssyni,
og ætli þeir að bola
Siv úr flokknum til
að rýma fyrir Páli
Magnússyni, bróður Árna Magn-
ússonar, fyrrverandi ráðherra.
Guðjón Ólafur, sem sagði í Silfr-
inu fyrir stuttu að hann væri
margstunginn maður, telur sig
greinilega vera þess verðan að reka
fólk og ráða í Framsókn, þótt
flokksforystan, Guðni og félagar,
séu á öndverðum meiði. Það
hljóta þó að vera kjósendur
flokksins sem eiga lokaorðin í
þessum slag.
elin@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Sama dag og tilkynnt var um
nýjan borgarstjórnarmeirihluta
sagði Mörður Árnason í þingræðu
að vegna atburða í borgarmálum
hefði orðið meira fall á gengi
stjórnmálamanna en á gengi hluta-
bréfa. Gengi hlutabréfa féll meira
þann dag en nokkru sinni fyrr.
Sennilega er þetta rétt hjá Merði.
Fólk sættir sig ekki við óheilindi og
undirmál í borgarstjórn Reykjavík-
ur. Með aðgerðum sínum við að
sprengja upp meirihlutasamstarf í
Reykjavík tók Sjálfstæðisflokkur-
inn skammtímahagsmuni fram yfir
langtímahagsmuni. Þegar meiri-
hluti sjálfstæðismanna og fram-
sóknarmanna féll, þá var það vegna
ágreinings innan borgarstjórnar-
flokks Sjálfstæðisflokksins og borg-
arfulltrúa Framsóknarflokksins.
Því meirihlutasamstarfi var slitið í
beinni útsendingu frá Iðnó. Ég
gagnrýndi þá hvernig staðið var að
málum af hálfu vinstri flokkanna
og Ólafs F. Magnússonar sem lagði
á ráðin um stjórn með vinstri
flokkunum. Ekki hvarflaði það að
mér á þeim tíma að sjálfstæðis-
menn mundu nokkru síðar leika
enn leiðinlegri leik í borgarmálun-
um og standa að því með yfirboð-
um að sprengja upp starfandi
meirihluta. Þau vinnubrögð eru
hvorki Sjálfstæðisflokknum né
þeim sem gjörva hönd lögðu á
þann plóg til sóma og hætt er við
að það traust sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur haft í íslenskum
stjórnmálum hafi beðið mikinn
hnekki. Borgarstjóraembættið er
gert að pólitískri skiptimynt og
samþykkt útgjöld strax upp á 600
milljónir sem borgarbúar greiða,
allt til að ná völdum í 2 ár.
Meirihluti hverra hefur tekið við
völdum í Reykjavík? Í fjölmiðlum
er talað um Frjálslynda og Sjálf-
stæðisflokkinn. Það er rangt.
Frjálslyndi flokkurinn bauð fram í
síðustu borgarstjórnarkosningum
og vann góðan sigur en þeir sem
skipuðu 5 efstu sæti listans hafa yf-
irgefið flokkinn. Frjálslyndi flokk-
urinn ber ekki pólitíska ábyrgð á
þeim eins og Guðjón Arnar Krist-
jánsson, formaður Frjálslynda
flokksins, benti á varðandi annan
liðhlaupa, Gunnar Örlygsson. Óm-
ar Ragnarsson, formaður Íslands-
hreyfingarinnar, hlakkar yfir því að
efstu menn á F-lista séu í Íslands-
hreyfingunni. En þeir voru ekki
kjörnir á hennar vegum og kenna
sig ekki við hana í opinberri um-
ræðu, en það er rétt hjá Ómari að
þeir eru í Íslandshreyfingunni. Mér
er spurn, er Ómar Ragnarsson svo
gjörspilltur stjórnmálamaður að
honum þyki sæmd að því hvernig
þetta fólk hefur komið fram við
flokkinn sem kom þeim í trúnaðar-
stöður, fólk sem virðir ekki trúnað
og hefur rofið öll grið gagnvart
Frjálslynda flokknum.
Með aðgerðum sínum og það að
taka skammtímahagsmuni fram
yfir langtímahagsmuni hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn í fyrsta lagi kom-
ið á nýju R-listasamstarfi í Reykja-
vík. Í öðru lagi ýtt undir vonir
ýmissa innan þings sem utan að
mynduð verði ný vinstri stjórn í
stað þeirrar sem nú situr. Í þriðja
lagi þá kemur Sjálfstæðisflokkur-
inn fram með slíkum óheilindum
að fer í bága við langa sögu flokks-
ins um að viðhafa lágmarks kurt-
eisi og mannasiði í samskiptum við
samstarfsflokka og pólitíska and-
stæðinga.
Starfsemi Reykjavíkur lýtur að-
allega að þjónustu við borgarana
þannig að mestu skiptir að traustur
framkvæmdastjóri hafi yfirsýn og
stjórn mála. Það sýndi sig m.a. þeg-
ar menn eins og Gunnar Thorodd-
sen og Geir Hallgrímsson voru
borgarstjórar í Reykjavík. Á þeim
tíma hefði aldrei hvarflað að
nokkrum sjálfstæðismanni að
borgarstjórastóllinn í Reykjavík
gæti verið pólitísk skiptimynt.
Svo illa er komið þar sem stefna
flokkanna í borgarmálum er ill-
sundurgreinanleg og svo keimlík
að allir geta starfað með öllum á
grundvelli málefna. Þá skiptir enn
meira máli en áður, þegar flokk-
arnir höfðu skýrari stefnu og meiri
munur var á milli þeirra, að stjórn-
málamenn virði trúnað og komi
fram með þeim hætti að þeir
ávinni sér traust með réttu. Þannig
er því ekki farið í dag. Það þarf sið-
væðingu í stjórnmálalífið í land-
inu.
Höfundur er alþingismaður
Siðvæðing stjórnmálanna
VIÐHORF aJón Magnússon
Í þriðja lagi
þá kemur
Sjálfstæð-
isflokkurinn
fram með
slíkum óheil-
indum að fer
í bága við langa sögu
flokksins um að viðhafa
lágmarks kurteisi og
mannasiði í samskiptum
við samstarfsflokka og
pólitíska andstæðinga.
í dag
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
Sveppi leikur diskó-
gæjann Danna.
LEIKHÚS»
Miðvikudagur 30. janúar 2008
Viðskiptafræðing-
urinn ákvað að ger-
ast kvikmyndaleik-
ari í Hollywood.
FÓLK»
Ágúst
Bjarnason
Olíuvæn setlög við Ísland – þú átt leik, Össur
Hvers vegna kristilegt siðgæði?
Pólitík í staðinn fyrir „plottitík“
Vinaleiðin fær góða dóma
» Meira í Morgunblaðinu
Það er meira
í Mogganum
Á nýársdag hélt Áslaug Björgvinsdóttir ásamt
fimm öðrum Íslendingum til Úkraínu til að fylgja eftir
verkefninu „Jól í skókassa“. Verkefnið, sem unnið
er af ungu fólki fyrir hönd KFUM og KFUK á Íslandi,
gekk út á að fá börn og fullorðna til að safna gjöfum
í skókassa fyrir munaðarlaus börn í Úkraínu.
»Meira í Morgunblaðinu
5.000 jólagjafir í skókössum
reykjavíkreykjavík
Þóra Helgadóttir gefur ekki kost á sér.
Tvær landsliðsstúlkur í bann vegna agabrots.
Sigurður Ragnar velur landsliðshóp kvenna.
NBA: Níu sigrar í röð hjá New Orleans.
Kaka útnefndur bestur á Ítalíu.
» Meira í Morgunblaðinu
Íþróttir
Ávöxtun séreignasparnaðar landsmanna minnk-
aði í dýfunni á hlutafjármörkuðum í fyrra. Bankarnir
bjóða margvíslegar leiðir í lífeyrissparnaði. Sumar
ávöxtunarleiðir skiluðu jákvæðri raunávöxtun en nei-
kvæð ávöxtun varð af öðrum og áhættumeiri leiðum.
Dæmi eru um allt að 5% neikvæða raunávöxtun.
»Meira í Morgunblaðinu
Séreignalífeyrissparnaður
UMRÆÐAN»
ATVINNUBLAÐIÐ
atvinna@24stundir.is
alltaf á laugardö
gum
Pantið gott pláss t
ímanlega