24 stundir - 30.01.2008, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir
Flestar þjóðir leggja mesta
áherslu á að minnast þess gæfurík-
asta í sögu sinni með hátíðahöld-
um, minnismerkjum og menning-
arviðburðum. Hið sama er þó ekki
að segja um Þjóðverja því að af öllu
því sem hægt er að minnast í sögu
þjóðarinnar er ekkert sem fær eins
mikla athygli og hið allra blóðug-
asta, sem er helför nasista í seinni
heimsstyrjöldinni. Eins og frægt
var fyrir nokkrum árum var reistur
víðáttumikill minnisvarði um þá
sem létust í helförinni, en að sögn
Bernds Neumanns, ráðherra
menningarmála í Þýskalandi,
stendur til að reisa að minnsta
kosti tvo nýja minnisvarða í Berlín
til viðbótar, annan í nágrenni við
þinghúsið til minningar um sí-
gauna sem urðu fyrir barðinu á of-
sóknum nasista, og hinn rétt hjá
Brandenborgarhliðinu til minn-
ingar um homma og lesbíur sem
voru myrt í helförinni. Þá eru ófá
söfn starfrækt í landinu um ógn-
arstjórn nasista ásamt því sem fyrr-
um fangabúðir þeirra í landinu eru
opnar gestum. Avi Primor, fyrrver-
andi sendiherra Ísraels í Þýska-
landi, hélt erindi í síðustu viku í
Erfurt á minningarsamkomu um
helförina. Hann spurði: „Hvaða
önnur þjóð í heiminum hefur reist
jafnmarga minnisvarða með það
fyrir augum að gera skömm sína
ódauðlega? Enginn hefur sýnt eins
mikið hugrekki og auðmýkt og
Þjóðverjar.“
Fjölmargir minnisvarðar um helförina í Þýskalandi
Minnast þess slæma í sögunni
Hinna látnu minnst
Þennan gríðarstóra
minnisvarða er að finna í
miðborg Berlínar.
Þeir sem eru með síðu á my-
space-samskiptavefnum ættu að
prófa að kíkja inn á síðu tónlistar-
mannsins Tim Ten Yen á slóðinni
myspace.com/timtenyen. Kappinn
hélt tónleika á skemmtistaðnum
Organ í Reykjavík þann 20. desem-
ber síðastliðinn og með honum í
för var ljósmyndari sem myndaði
ferðalagið í bak og fyrir, og eru
myndirnar inni á myspace-síð-
unni. Meðal annars má sjá tónlist-
armanninn við verslunina 12 Tóna,
Ráðhús Reykjavíkur, Hallgríms-
kirkju, Bæjarins bestu og á fleiri
stöðum.
Þessar myndir eru þó eingöngu
sjáanlegar þeim sem eru skráðir
inn á myspace, en fyrir þá sem eru
það ekki má sjá aðrar myndir frá
tónleikunum sjálfum á Organ á
slóðinni twolittledogs.co.uk/
myndir_tim.html, en það var Arn-
þór Birkisson sem tók þær.
Tim Ten Yen spilaði á Organ í desember
Ferðasaga í myndum
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Um síðustu áramót var aðgangs-
eyrir felldur niður í Listasafni
Reykjavíkur með það að markmiði
að færa safnið nær borgarbúum og
laða að fleiri gesti. En það er ekki
eina safnið þar sem aðgangur er
ókeypis þar sem slíkt hefur verið
upp á teningnum í söfnum á borð
við Listasafn Íslands og Listasafn
ASÍ um þó nokkurt skeið svo ein-
hver dæmi séu tekin.
Að sögn Hrafnhildar Schram
listfræðings er þetta svipuð þróun
og hefur verið á Norðurlöndum
þar sem aðgangur að fjölmörgum
söfnum hefur verið ókeypis um
nokkurra ára skeið. „Sömu sögu er
að segja til dæmis í Washington-
borg í Bandaríkjunum og þar, líkt
og á Norðurlöndum, hefur þetta
skilað sér í mikilli fjölgun gesta,
þannig að ég held að þetta sé líka
framtíðin hér á landi,“ segir hún.
„Þetta er liður í því að gera söfnin
aðgengilegri. Vissulega hefur að-
gangseyrir í þau aldrei verið mjög
hár, enda er 500 króna aðgangs-
eyrir inn á listasafn til að mynda
ekki hár miðað við 800 króna bíó-
miða. En peningarnir eru fljótir að
safnast saman þegar margra manna
fjölskylda ákveður að fara í safn og
setjast svo niður og fá sér hress-
ingu. Ég held líka að aðgangseyrir,
hversu hár eða lágur sem hann er,
geri það að verkum að fólk þarf að
setja sig í stellingar áður en það fer
í söfn og virki þannig sem hindr-
un.“
Góð þróun
Hrafnhildur segist fagna þeirri
þróun sem verið hefur á listasöfn-
um undanfarin ár þar sem þau séu
mörg hver farin að bjóða upp á
fjölbreyttari dagskrá og andrúms-
loftið almennt orðið afslappaðra.
Ókeypis aðgangur eigi eftir að ýta
frekar undir þessa þróun. „Hér áð-
ur fyrr voru listasöfn kannski oft
dálítið upphafin ef svo má segja og
þar máttu ekki vera mikil læti
þannig að það gat verið erfitt að
fara með börn inn í söfnin. Nú ætti
fólk hins vegar að geta dottið inn á
söfnin af rælni þar sem það á leið
hjá og engum ætti að finnast að
hann þyrfti að mæta á sparifötun-
um í listasöfn. Svo er oft verið að
bjóða upp á kvikmyndasýningar,
tónlistaratriði og alls kyns uppá-
komur fyrir börn og fullorðna
þannig að allir ættu að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi.“
Uppeldisfræðilegur ávinningur
Hrafnhildur segist telja að
ókeypis aðgangur í listasöfnum eigi
eftir að hafa mikil áhrif á komandi
kynslóðir. „Þá geta þau vanist því
alveg frá barnæsku að það að fara
inn á listasafn er sjálfsagður hlutur
og krefst ekki neins sérstaks und-
irbúnings. Þegar aðgangseyrir er
rukkaður eru kannski minni líkur á
að foreldrar fari í söfnin með börn-
in sín nema þeir hafi þeim mun
meiri myndlistaráhuga. En það á
auðvitað ekki að þurfa til,“ segir
hún að lokum.
Hrafnhildi Schram listfræðingi líst vel á frían aðgang á listasöfn
Listasöfn verða
aðgengilegri
Þegar aðgangur að lista-
söfnum er frír ættu þau
að verða aðgengilegri og
laða að fleiri gesti. Hrafn-
hildur Schram listfræð-
ingur telur að ókeypis að-
gangur sé framtíðin.
Hrafnhildur Schram
Listasöfn eru fyrir alla.
➤ Var forstöðumaður ListasafnsÁsgríms Jónssonar 1984 til
1988, deildarstjóri við Lista-
safn Íslands 1988 til 1991 og
forstöðumaður Listasafns
Einars Jónssonar 1991 til
2000 og er í dag sjálfstætt
starfandi fræðimaður.
HRAFNHILDUR
Tvö af þeim erlendu samtíma-
leikritum sem sýnd eru á Smíða-
verkstæði Þjóðleikhússins verða
sýnd á sérstakri maraþondagskrá
næstkomandi laugardag. Dagskrá-
in hefst klukkan 16 með sýningu á
verkinu Vígaguðinn í leikstjórn
Melkorku Teklu Ólafsdóttur og að
lokinni sýningu verður gert hlé til
að gestir geti fengið sér hressingu,
en í nágrenni Þjóðleikhússins er að
finna fjölda góðra veitingastaða
sem sumir bjóða upp á sérstakan
leikhúsmatseðil. Klukkan 19.30
verður svo kynning á leikritinu Sá
ljóti eftir Marius von Mayenburg í
anddyri Smíðaverkstæðisins, en
það verður frumsýnt í apríl. Seinni
sýning kvöldsins hefst svo klukkan
20 þar sem leikritið Konan áður
eftir þýska leikskáldið Roland
Schimmelpfennig í leikstjórn Haf-
liða Arngrímssonar verður sýnt. Í
tengslum við sýningarnar á Smíða-
verkstæðinu er boðið upp á kynn-
ingar, fræðsluerindi og umræður í
bland við annað og býðst gestum
sérstakt tilboð á allar sýningarnar.
Erlend samtímaleikrit á Smíðaverkstæðinu
Dramatískt maraþon
„Óþelló, Desdemóna og Jagó“ er
samvinnuverkefni Draumasmiðj-
unnar, Leikfélags Reykjavíkur og
Íslenska dansflokksins og verður
frumsýnt í Borgarleikhúsinu
klukkan 20 í kvöld. Sýningin er
nýstárleg leikgerð Gunnars
Gunnsteinssonar og byggir á
Óþelló eftir Shakespeare, en
Gunnar er jafnframt leikstjóri
verksins. Í sýningunni eru aðeins
þrjú hlutverk og hefur hvert hlut-
verkanna sitt eigið tjáning-
arform, það er að segja dans,
táknmál og talað mál. Þessum
ólíku tjáningarformum er stefnt
saman og standa þau annars veg-
ar sjálfstæð eða tvinnast saman í
dramatíska framvindu örlaga
þriggja höfuðpersónanna í einu
þekktasta leikverki Shakespeares.
Þrjú tjáningarform
Leikritið Hetjur
eftir Gerald Si-
bleyras verður
frumsýnt á Nýja
sviðinu í Borg-
arleikhúsinu
næstkomandi
föstudag, þann 1.
febrúar.
Verkið er grát-
broslegt og fjallar um vinskap
þriggja fyrrverandi hermanna úr
fyrri heimsstyrjöldinni sem
dvelja saman á elliheimili. Með
hlutverk félaganna þriggja fara
þeir Guðmundur Ólafsson, Sig-
urður Skúlason og Theódór Júl-
íusson og leikstjóri er Hafliði
Arngrímsson.
Félagar úr fyrri
heimsstyrjöld
Mikil aðsókn hefur verið á leik-
ritið Fool for Love sem leikfélagið
Silfurtunglið sýnir í Austurbæ og
hefur verið uppselt á allar sýn-
ingar verksins. Því hefur verið
ákveðið að framlengja sýning-
artímann fram í lok febrúar, en
upphaflega var einungis áætlað
að sýna tíu sýningar. Þá eru einn-
ig hafnar sýningar klukkan 22 á
föstudögum og laugardögum.
Fool for Love
sýnt áfram
MENNING
menning@24stundir.is a
Nú ætti fólk hins vegar að geta dottið inn á
söfnin af rælni þar sem það á leið hjá og eng-
um ætti að finnast að hann þyrfti að mæta á spari-
fötunum í listasöfn.