24 stundir - 30.01.2008, Side 32
„Þetta er svona nútíma barber-
shop-keppni. Við coverum lög
þegar við erum þrír saman, við
tökum mikið af danslögum en svo
höfum við verið að taka íslensk
dægurlög. Það fer bara eftir áhorf-
endum hverju sinni.“
Undanfarið hefur verið nóg að
gera hjá tríóinu en þeir hafa meðal
annars komið fram í brúðkaupum
og árshátíðum. Á meðal vænt-
anlegra verkefna taktkjaftanna er
árshátíð hjá virtu stórfyrirtæki,
sem Sigurður vill ekki nefna. „Við
erum búnir að vera að spila á
plebbalegustu árshátíðunum niður
í yngstu afmælin. Mestu plebbarn-
ir eru alveg að elska okkur. Við er-
um að taka svona djasslög og shit
sem fólk er að fíla.“ vij
„Við erum að fara á tónleika fyr-
ir fjölmiðla úti í heimi til að kynna
heimsmeistarakeppnina sem verð-
ur í sumar,“ segir taktkjafturinn
Sigurður Ágúst Magnússon, sem
gengur einnig undir nafninu Siggi
BPM, um ferðalag tríósins Haltu
taktkjafti til Berlínar. Tríóið skipa
auk Sigurðar, Bjartur Guðjónsson,
einnig þekktur sem Beatur, og
Kristinn Ágústsson sem ansar
einnig nafninu Bangzi.
Taktkjaftur er íslenskun á orð-
inu beatbox en þá nota menn
munninn til að herma eftir hinum
ýmsu hljóðfærum. Beatbox þekkist
einna helst í rapptónlistinni en það
var einmitt þar sem Sigurður og
félagar komust í kynni við þessa
sérstöku tónlistargrein.
„Við erum allir tengdir rapp-
heiminum hérna á Íslandi en þetta
byrjar náttúrlega þegar maður er
lítill og fer að gera hljóðin sem ac-
tion-kallarnir eru að gera. Síðan
fer maður að reykja úti í sjoppu og
þá vantar einhvern bít fyrir rappið
sitt. Þá fer maður að berja rusla-
tunnur og gera það með munn-
inum. Þeir sem eru góðir í þessu
halda áfram.“
Nútíma rakarastofutónlist
Í sumar fer fram heimsmeist-
arakeppnin í beatboxi og Sigurður,
Bjartur og Kristinn munu keppa
þar fyrir Íslands hönd. Bjartur
keppir í einstaklingskeppninni en
svo munu allir þrír sameina krafta
sína í liðakeppni.
Íslenskir taktkjaftar kynna sig í Berlín
Árvakur/Golli
Útrás hjá taktkjöftum Sigurður og Bjartur eru klárir fyrir Berlín. Kristinn sá sér ekki
fært að mæta í myndatöku en sendi staðgengil sinn.
Mestu plebbar landsins elska okkur
32 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir
Fyrirsætan sem á vel mótaða aft-
urendann á fyrstu plötu Strokes,
Is This It, hefur sagt frá tilurð
myndarinnar. Í nýju myndbandi
sem birtist á vinsælli bloggsíðu
segir hún að myndatakan hafi
verið hálfgert slys þegar hún var
að koma úr sturtu hjá þáverandi
kærastanum sínum, ljósmynd-
aranum Colin Lane. „Ég kom úr
sturtunni og var að striplast um
húsið og þá bað hann mig að láta
á mig þennan hanska og, búmm,
myndin var komin.“ Ljósmynd-
arinn sagði í viðtali við NME að
hann hafi tekið um 10 myndir í
heildina og ekki ætlað sér annað
en að ná kynþokka hennar. „Þeg-
ar myndin fór á Strokes-plötuna
varð vinkona mín ofsaglöð, enda
er hún rokkari og stolt af því að
rassinn sé á rokkplötu.“ re
Rassinn hálfgert slys
Hljómsveitirnar Modest Mouse
og The National munu hita upp
fyrir sveitina REM á væntanlegri
Ameríkuferð þeirra.
REM sóttist sérstaklega eftir því
að fá þessar tvær hljómsveitir til
liðs við sig í tónleikaferðina, en
söngvari REM, Michael Stipe, er
yfirlýstur aðdáandi New York-
bandsins The National. REM
mun kynna næstu plötu sína, Ac-
celerate, sem kemur út um mán-
aðamótin mars/apríl. re
Modest Mouse
spilar með REM
Blindi blúsarinn frá Kanada, Jeff
Healey, hefur samið við Ruf Re-
cords og í mars kemur út hans
fyrsta plata í 8 ár. Platan er tekin
upp síðla síðasta árs, og með
honum eru tónlistarmennirnir
sem spila reglulega á Jeff Healey’s
Roadhouse í Toronto. Hljóm-
sveitin Jeff Healey Blues Band var
stofnuð til að mæta alþjóðlegri
eftirspurn eftir kraftmiklum og
óvenjulegum gítarleik hans. Jeff
segir hljómsveitina vera besta
búllubandið í landinu. re
Fyrsta plata Jeff
Healey í átta ár
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@24stundir.is
„Dómnefndin var ein af ástæð-
unum fyrir að við sóttum um. Ef
við náum svo langt að þetta lið
hlustar á okkur væri það alveg
nægur vinningur fyrir okkur,“ seg-
ir Áskell Harðarson, bassaleikari
hljómsveitarinnar Soundspell.
Lagið Pound með Soundspell er
komið í undanúrslit alþjóðlegu
lagakeppninnar ISC. Meðal dóm-
ara í keppninni eru Tom Waits,
kanadíska söngkonan Nelly Fur-
tado, frumkvöðullinn Jerry Lee
Lewis, Frank Black, forsprakki
Pixies, og Robert Smith úr hljóm-
sveitinni The Cure. Þá sitja for-
stjórar útgáfufyrirtækja á borð við
Universal og Epic Records einnig í
dómnefnd.
Fundu keppnina á Netinu
„Við erum með aðgang með
heimasíðu sem heitir Sonic Bids.
Þar eru upplýsingar um tónleika,
hátíðir og keppnir,“ segir Áskell
spurður um tildrög þess að þeir
tóku þátt í keppninni. „Við
fengum sendar upplýsingar um
keppnina í nóvember og
ákváðum að slá til og vera
með. Við sendum þeim disk-
inn okkar og fengum svar í
nótt um að við værum
komnir í undanúrslit.“
Lagið Pound er á fyrstu
breiðskífu Soundspell sem
kom út í byrjun september í
fyrra. Fyrir fyrstu verðlaun í
keppninni fást tæpar tvær millj-
ónir króna í verðlaunafé ásamt
ýmsum öðrum vinningum. Ekki
hefur verið gefið upp hversu marg-
ar hljómsveitir eru komnar í und-
anúrslit, en 4. febrúar verður
tilkynnt hvaða hljóm-
sveitir komast í úrslit og
hefst þá netkosning.
„Við vonumst til þess
að keppnin gefi eitthvað
af sér,“ segir Áskell
að lokum. „Það eru
svo margir útgef-
endur og skipu-
leggjendur sem eru
í dómnefnd í
keppninni. Vonin
er að komast eitt-
hvað út.“
Soundspell Komin áfram í
alþjóðlegri lagakeppni.
Stórstjörnur skera úr um hvort hin íslenska Soundspell kemst í úrslit
Robert Smith og
Tom Waits dæma
Soundspell er komin í
undanúrslit í alþjóðlegri
lagakeppni. Stórstjörnur
úr heimi tónlistarinnar
sitja í dómnefnd, en hún
var ein af ástæðum þess
að sveitin tók þátt í
keppninni.
➤ Meðlimir Soundspell eru áaldrinum 17 til 18 ára og gáfu
út sína fyrstu breiðskífu, An
Ode to the Umbrella, í fyrra.
➤ Lagið sem Soundspell á íkeppninni má hlusta á á mys-
pace.com/spellthesound.
SOUNDSPELL
Nelly Furtado Situr í
dómnefnd keppninnar.
Alex James, bassaleikari bresku
hljómsveitarinnar Blur, hefur verið
að tjá sig að undanförnu um hugs-
anlega endurkomu hljómsveitar
sinnar, og þá ættu aðdáendur þess-
ara konunga Brit-poppsins að
gleðjast, því einnig er rætt um nýja
Blur-plötu. James segir að staða
þeirra sé öll mjög pólitísk sem
stendur.
„Við höfum verið að skiptast á
um að vilja ekki gera þetta. Ég held
að í augnablikinu sé það Damon
sem vilji ekki fara aftur af stað með
Blur. Það lítur þá út fyrir að næst
sé áreiðanlega komið að mér. Já,
frá og með mars næstkomandi get
ég alls ekki gert nýja plötu því ég er
í fýlu,“ segir Alex James í gríni.
Honum finnst þó allavega mjög já-
kvætt að hljómsveitin sé að ræða
útgáfumál og annað. „Við tölum
um þetta og það er gott, því það
væri hreinlega hræðilegt að hugsa
til þess að það kæmi aldrei aftur út
Blur-plata.“
Hljómsveitin hefur ekkert tekið
upp saman síðan Graham Coxon
gítarleikari gekk út úr upptökum
fyrir plötuna Think Tank í Marra-
kesh árið 2002.
heida@24stundir.is
Von á nýrri Blur-plötu?Sheryl Crow skammast við blaða-
menn fyrir að hnýsast í sín prí-
vatmál á versta tíma lífs síns.
Hún greindist með brjóstakrabba
í febrúar árið 2006, nokkrum
dögum eftir að hún sleit sam-
vistum við hjólakappann Lance
Armstrong, sem vann bug á sínu
krabbameini. Sheryl telur að við
þetta hafi holskefla papparassa-
ljósmyndara skollið á sér og það
hjálpi sér alls ekki við að ná bata.
„Það að hafa 100 ljósmyndara
fyrir utan húsið mitt öllum
stundum sagði mér ýmislegt um
hvernig mannskepnan er orðin,“
sagði Sheryl. „Ef slíkar fréttir fá
fólk til að kaupa tímarit, fréttir af
fólki á sínum verstu stundum, þá
eru það mjög sorgleg skilaboð.
Mér fannst þetta allt afar erfitt.“
re
Sheryl reið við pressuna
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
[...]Við tökum mikið af danslögum en svo
höfum við verið að taka íslensk dægurlög.
Það fer bara eftir áhorfendum hverju sinni.