24 stundir


24 stundir - 30.01.2008, Qupperneq 40

24 stundir - 30.01.2008, Qupperneq 40
24stundir Allt fyrir skrifstofuna undir 1 þaki Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Öflug fyrirtækjaþjónusta • S:550-4111 • pontun@office1.is Fréttir af voveiflegu and- láti Heaths Ledgers skóku heimsbyggðina. Því miður er hann ekki eina dæmið um ungar stjörnur sem hafa þurft að kveðja sviðið langt um aldur fram. 24 stundir tóku saman lista yfir nokkra unga leikara sem létust á þessum ára- tug og þeim síðasta. Fallnar stjörnur «30 Íslenska beatbox-tríóið Haltu taktkjafti er far- ið til Þýskalands til að kynna og undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót taktkjafta sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Taktkjaftar í Berlín «32 Ragna Ingólfsdóttir badmintonhetja hræðist ekki för sína til Írans á fimtudag, en hún keppir á móti í Teheran um helgina. Hún fær líklega að keppa í stuttbuxum og bol, en þær innfæddu eru í hyljandi alklæðnaði. Hræðist ekki Íran «38  Megum við búast við óvæntum endi á Pressu næsta sunnudags- kvöld? „Já, ég get lofað því að það er allt að fara í háaloft,“ svarar Óskar Jónasson kvikmynda- gerðarmaður dulur. Verður end- irinn blóðugur? „Já, fyrir suma,“ svarar hann enn dularfyllri. Er end- irinn rómantískur? „Já, fyrir aðra en eins og þú heyrir gef ég ekki meira upp.“ Fáum við framhalds- seríu? „Það er verið að ræða það. Við erum að kanna viðbrögðin. Það verður ákveðið með hækk- andi sól.“ Allir leikararnir sem ég hef spjallað við segja að þú sért sérstaklega ljúfur leikstjóri? „Ætli ég sé ekki frekar nákvæmur og dálítill vinnupískari en það fylgir því hvernig við gerum þættina. Við gerum þá á hagkvæman hátt.“ Dálítill vinnupískari  Ég vil geta boðið íslenskum dönsurum upp á það besta sem í boði er hverju sinni og er óhætt að segja að Dan og Shane standi undir þeim kröfum,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri DancCenter Reykjavík, en hún hefur haft veg og vanda af komu fjölda heimsfrægra dans- höfunda til landsins. „Shane úr þáttunum So You Think You Can Dance? þurfti t.d. að gera sér- stakar ráðstafanir til að komast en hann verður að vinna við MTW Music Awards á sama tíma og Dansfestivalið hjá okkur.“ Flytur inn dansara  Ég er að leggja lokahönd á sjö- unda Rokklandsdiskinn sem kemur út eftir 2-3 vikur vonandi,“ svarar Ólafur Páll Gunnarsson, flottasti útvarpsmaður landsins. „Svo er mikið stuð á Rásinni (Rás 2) en hún verður 25 ára í desem- ber. Ég hef verið með annan fót- inn þar í 17 ár. Hjálmar Hjálm- arsson leikari byrjar um næstu helgi með vikulegan þátt á sunnudögum klukkan þrjú þar sem hann spjallar við fólk sem hefur komið að Rásinni á einn eða annan hátt öll þessi ár. Hann ætlar að blanda saman gömlum brotum úr safninu, spila gamlar auglýsingar, tónleikaupptökur og gamla pistla. Við erum líka að lýsa eftir nýjum pönk- lögum í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Rás 2 á stórafmæli í ár Umsjón: Ellý Ármanns elly@svidsljos.is Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.