24 stundir - 29.02.2008, Síða 2

24 stundir - 29.02.2008, Síða 2
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Hrein erlend staða íslenska þjóð- arbúsins var neikvæð um sem nemur 113 prósentum af vergri landsframleiðslu við lok þriðja árs- fjórðungs 2007. Í lok árs 2003 var hún neikvæð um 63 prósent. Hún hefur því næstum tvöfaldast á fjór- um árum. Samkvæmt hagtölum Seðla- bankans voru erlendar skuldir Ís- lendinga alls 7.255 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi 2007 en erlendu eignirnar 5.878 milljarða króna virði. Íslenska þjóðarbúið skuldar því 1.377 milljörðum króna meira erlendis en það á. Með því mesta í heimi Daníel Svavarsson og Pétur Örn Sigurðsson, hagfræðingar hjá Seðlabanka Íslands, rituðu grein um þetta í Peningamál síðastliðið sumar undir heitinu „Erlend staða þjóðarbúsins og þáttartekjur“. Þar segja þeir meðal annars að hreinar skuldir íslenska þjóðarbúsins séu með því mesta sem þekkist í heim- inum og að staða þess sé orðin afar neikvæð í hlutfalli við landsfram- leiðslu. Þá séu erlendu skuldirnar að aukast hraðar en eignirnar. Daníel segir Ísland vera meðal þeirra landa heims sem eigi einna mestar eignir erlendis í hlutfalli við landsframleiðslu en sé að sama skapi einnig í hópi þeirra landa sem skuldi hvað mest. „Ísland er frekar ungt opið markaðshagkerfi í gríðarlegum vexti. Það að tiltölu- lega stutt er síðan hömlum á fjár- magnsflutningum var aflétt og rík- isbankarnir einkavæddir skýrir að miklu leyti gríðarlega öra aukningu á beinni fjárfestingu okkar erlend- is. Það tekur hins vegar tíma að byggja upp fyrirtækjarekstur er- lendis og að skila hagnaði og því líklegt að þessar eignir okkar séu ekki enn farnar að skila okkur full- um arði.“ Útrásin fjármögnuð með lánsfé Hann segir tölurnar þó sýna að hin svokallaða útrás íslenskra fyr- irtækja hafi að verulegu leyti verið fjármögnuð með erlendu lánsfé. „Íslendingar eru ekki að spara og því er útrásin fjármögnuð með lán- um sem tekin eru í útlöndum. Mikill viðskiptahalli hér á landi er þó fyrst og fremst afleiðing mikilla fjárfestinga í raforku og álfram- leiðslu síðustu ár, en stóran hluta hallans má einnig rekja beint til óseðjandi neyslugleði landans. Það eru því ekki einungis bankarnir sem fjármagna sig erlendis. Bank- arnir taka erlend lán til að end- urlána m.a. á Íslandi bæði til fjár- festinga og neyslu. Við í Seðlabankanum höfum verið að vekja athygli á og vara við miklum viðskiptahalla og mikilli erlendri skuldasöfnun. En hingað til virðist það ekki hafa vakið mikla athygli.“ Útrás að láni  Erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins með þeim mestu í heimi Seðlabankinn Íslenska útrásin er fjármögnuð með erlendum lánum. ➤ Hrein erlend staða íslenskaþjóðarbúsins var 113 prósent af vergri þjóðarframleiðslu í lok þriðja ársfjórðungs 2007. ➤ Erlendar skuldir voru þá7.255 milljarðar króna á með- an að erlendar eignir voru 5.878 milljarðar króna. HREIN ERLEND STAÐA 2 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 17 Amsterdam 10 Alicante 16 Barcelona 13 Berlín 9 Las Palmas 21 Dublin 9 Frankfurt 10 Glasgow 8 Brussel 10 Hamborg 10 Helsinki 0 Kaupmannahöfn 8 London 11 Madrid 15 Mílanó 11 Montreal -18 Lúxemborg 8 New York -7 Nuuk -8 Orlando 3 Osló 7 Genf 10 París 10 Mallorca 17 Stokkhólmur 5 Þórshöfn 1 Norðaustan 8-13 m/s og snjókoma eða él, en hvassari norðvestantil síðdegis. Frost yfirleitt 2 til 8 stig. VEÐRIÐ Í DAG 0 -2 -9 -4 -6 Snjókoma eða él Norðan og norðaustan 8-15 m/s, hvassast á annesjum fyrir norðan og él eða snjókoma, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Frost víða 2 til 8 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN -3 -7 -10 -4 -4 Snjókoma fyrir norðan Affallsvatn frá Nesjavallavirkjun kemur upp í Þor- steinsvík í Þingvallavatni, og veldur því að hiti er þar töluvert meiri en annars væri. „Það eru volgar uppsprettur í Þorsteinsvík sem eru náttúrulegt afrennsli frá jarðhitasvæðinu. Saman við þann grunnvatnsstraum blandast vatn frá Nesjavalla- virkjun, sem hefur valdið því að hitastig vatnsins þar hefur hækkað,“ segir Gestur Gíslason, jarðfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann segir hitastig í víkinni hafa hækkað allt til árs- ins 2004, þegar farið var að beina affallsvatninu niður fyrir grunnvatnið. Nú þegar sé affallsvatninu beint í tvær holur, en frá og með næsta hausti verði þriðja holan tekin í notkun, og muni þá ekkert affallsvatn fara lengur út í Þorsteinsvík. Gestur segir kvikasilfursmagn ekki mælast meira í Þorsteinvík en annars staðar í vatninu, en eins og sagt hefur verið frá í 24 stundum er magn kvikasilfurs í stórurriða í Þingvallavatni yfir heilsuverndarmörkum. Þá segir hann kvikasilfursmagn í jarðhitagufu frá Nesjavallavirkjun almennt vera mjög lítið og minna en mælist frá jarðhitavirkjunum annars staðar í veröld- inni. hlynur@24stundir.is Affall frá Nesjavallavirkjun kemur upp í Þorsteinsvík Affalli beint í Þingvallavatn Náttúruparadís Miðnæturveiði í Þingvallavatni. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri ýtti í gær úr vör verkefninu 1,2 og Reykjavík. Verkefnið felur í sér víðtækt samráð við íbúa í hverf- um borgarinnar um viðhalds- verkefni og smærri nýfram- kvæmdir. Stýrihópar munu leita leiða til að virkja íbúana til að koma með hugmyndir og hægt verður að senda ábendingar á heimasíðu Reykjavíkur. mbl.is Aukið samráð við borgarbúa Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Í nýrri skýrslu OECD um efnahagsmál á Íslandi er lagt til að í framtíðinni sé fjárfest- ingum ríkisstjórnar ekki stýrt eftir hagsveiflu heldur eftir langtímamarkmiðum. „Sú tillaga er mjög athygl- isverð. Það er mjög erfitt að spá fyrir um hagvöxt auk þess sem að ef spáin er röng hafa aðgerðirnar þveröfug áhrif á við það sem ætlað var,“ segir Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra. þkþ Langtíma- hugsun OECD um efnahaginn Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra ræddi í gærmorgun í Brussel við dómsmálaráð- herra Litháens, Petras Baguska, um flutning Litháa, sem íslenskir dómstólar hafa dæmt til fangavistar, til af- plánunar í ættlandi sínu, að því er segir á vef dómsmálaráðuneyt- isins. Baguska samþykkti að þessi tilhögun yrði höfð vegna þeirra fanga sem falla undir ákvæði samnings Evrópuráðsins um flutning dæmdra manna. Und- irbúningur er hafinn að flutningi tveggja Litháa sem eru í afplánun á Litla-Hrauni. ibs Litháar afpláni í ættlandi sínu Kristján L. Möller samgönguráðherra segir það áhyggjuefni að fram- kvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar hafi stöðvast. „Auðvitað er þetta mikið áhyggjuefni, og ég tala nú ekki um á þessum árstíma,“ seg- ir Kristján í samtali við mbl.is. Kristján segir að Vegagerðin vinni hörðum höndum að því að útbúa ný útboðsgögn. „Það var auðvitað svekkelsi að þess þyrfti, vegna þess að það tefur verkið.“ Slys hafa orðið á Reykjanesbraut síðustu daga og í fyrradag þurfti að loka veginum alveg um tíma, meðan bílar voru dregnir burt eftir árekstur. mbl.is Ástandið á Reykjanesbraut Heilsufar aldraðra er almennt gott og hvað best meðal þeirra sem eru giftir eða í sambúð. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könn- unar á högum og viðhorfum eldri borgara (80 ára og eldri) sem Reykjavíkurborg hefur látið gera. Alls búa 75 prósent í eigin hús- næði og af þeim fjórðungur í hús- næði fyrir eldri borgara. Af 1000 manna úrtaki svöruðu 58,8 %. ibs Heilsufarið best í hjónabandi Alþjóðlega matsfyrirtækið Moo- dy’s hefur lækkað lánshæfismat ís- lensku viðskiptabankanna þriggja. Er langtímaeinkunn Kaupþings lækkuð um einn flokk, úr Aa3 í A1, en einkunn Glitnis og Landsbank- ans um 2 flokka, í A2. Þá hefur einkunn Kaupþings fyrir fjárhagslegan styrk verið lækkuð úr C í C-2. Einkunn danska bankans FIH, sem er í eigu Kaup- þings er óbreytt, A1/C. Moody’s segir, að lausafjárstaða Kaupþings sé sterk, m.a. vegna þess að bankinn hætti við kaup á hol- lenska bankanum NIBC og boð- aðrar eignasölu hjá Singer & Friedlander í Bretlandi. Einkunn Landsbanka fyrir fjár- hagslegan styrk er einnig lækkuð úr C í C-. Moody’s segir, að lækkun á mati bankans endurspegli áhyggjur af gæðum eigna bankans og mögu- leikum á hagnaði. mbl Moodys telur matið ekki hækka á næstunni Bankarnir lækka Er mikið álag í vinnunni? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Oft koma fyrstu einkenni streitu fram sem stöðug þreyta og óþægindi í maganum og ónæmiskerfið starfar af minni krafti en áður. Rannsóknir sýna að LGG+ vinnur gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.