24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 6
EVRA EÐA KRÓNA Niðurstöðurnar af fundamara- þoni Geirs H. Haarde með forystu- mönnum Evrópusambandsins í Brussel í fyrradag eru aðallega tvær. Annars vegar voru umræður um einhliða upptöku evrunnar endan- lega slegnar kaldar. Hins vegar fór ekki á milli mála að forsætisráð- herranum var mikið í mun að gefa ekki með neinum hætti til kynna að Ísland væri neitt að þoka sér nær ESB-aðild. Það hefur út af fyrir sig legið fyr- ir lengi að Evrópusambandið væri andsnúið því að nágrannaríki þess tækju einhliða upp evruna. Ýmsir talsmenn sambandsins hafa lýst þessum skoðunum og varað við þeim vandamálum og hættum, sem kynnu að fylgja einhliða upp- töku. Hafi einhver enn velkzt í vafa tóku ummæli José Manuels Bar- roso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, endanlega af skarið. Geir Haarde bætti um betur þegar hann útskýrði að Evrópusambandið kynni að draga lappirnar í EES- og Schengen-samstarfinu ef Íslend- ingum dytti í hug að taka einhliða upp evru. Ekki á dagskrá, ekki spurt Þá liggur það alveg ljóst fyrir að evra kemur ekki nema með aðild að Evrópusambandinu. Geir H. Haarde notaði engin af þeim tæki- færum sem hann fékk á fundunum með æðstu mönnum ESB til að grennslast fyrir um möguleika eða skilmála slíkrar aðildar. Hann sagði skýrt að málið væri ekki á dagskrá. Forsætisráðherra sagði á við- skiptaþingi á dögunum að hann vildi ræða gjaldmiðilsmálið í ein- drægni en það mætti ekki vera neitt trúaratriði. Með endurteknum yf- irlýsingum sínum um að ESB-aðild sé ekki á dagskrá er hann hins veg- ar í raun búinn að útiloka fyrirfram eina hugsanlega niðurstöðu þeirrar umræðu; að það þjóni hagsmun- um Íslands að sækja um aðild að ESB, meðal annars til að fá evruna. Geir ítrekaði líka þá afstöðu sína að upptaka evru með aðild að ESB væri engin lausn á skammtíma- vanda íslenzka fjármálageirans. Talsmenn upptöku evru í fjármála- geiranum segja hins vegar sem svo: Upptaka evru er að sjálfsögðu ekki lausn á núverandi vanda en evran gæti hins vegar dregið úr slíkum kreppum í framtíðinni. Evran myndi auka traust á viðskiptalíf- inu. Jafnvel umsókn um aðild að ESB sem slík myndi auka traust ís- lenzks efnahagslífs á alþjóðlegum vettvangi. Geir sagði eftir fund sinn með Barroso að mat hans á kostum og göllum aðildar að ESB væri óbreytt; gallarnir vægju þyngra. En ef hugsanleg aðild Íslands var ekki til umræðu á fundunum í Brussel var heldur engra þeirra spurninga spurt, sem hefðu getað leitt í ljós breytta stöðu í þeim efnum, til dæmis hvað varðar undanþágur eða sérlausnir fyrir Ísland í sjáv- arútvegsmálum. Óvænt útspil José Manuel Barroso kom hins vegar með dálítið óvænt útspil, þegar hann óskaði að fyrra bragði eftir hugmyndum frá Íslendingum um endurskoðun sjávarútvegs- stefnu ESB. Hann virðist þannig gefa í skyn að Ísland geti haft áhrif á sjávarútvegsstefnuna, jafnvel utan sambandsins. Og hefði verið spurt hefði kannski fengizt það svar að sem aðildarríki gæti Ísland haft veruleg áhrif á stefnuna. Líklegt verður að teljast að ofur- varkárni Geirs í Brussel-ferðinni, sem gaf ekkert tilefni til að ætla að hann væri byrjaður að halla sér að Evrópusambandinu, ráðist ekki sízt af mati hans á stöðu mála inn- an Sjálfstæðisflokksins. Geir lítur sennilega svo á að stuðningsmenn evru og ESB-aðildar innan flokks- ins séu enn of fáir til að hættandi sé á nokkra stefnubreytingu í Evr- ópumálunum. Flokkurinn hafi nóg viðfangsefni þótt deilur um Evr- ópumál bætist ekki við. Hvernig skiptast evrusinnar? Það skiptir máli fyrir framhaldið hvernig sá allstóri hópur innan við- skiptalífsins, sem hefur stutt ein- hliða upptöku evru, mun skiptast, nú þegar sá kostur hefur endanlega verið strikaður út. Hverjir munu vilja lifa með krónunni og hverjir telja það þess virði að ganga í ESB fyrir evruna? Það skiptir ekki sízt máli fyrir stöðuna innan Sjálfstæð- isflokksins. ESB eða lifað með krónunni ➤ Í könnun Viðskiptaráðs, semgerð var fyrir viðskiptaþingið, kom fram að 63% fyrirtækja í ráðinu vildu skipta um gjald- miðil. Flest hölluðust að evru. ➤ Hins vegar var yfir helmingurandvígur inngöngu í Evrópu- sambandið. FRÉTTASKÝRING Ekki á leiðinni inn Geir H. Haarde opnar ekki neina smugu fyrir ESB-aðild.  Einhliða evruvæðing útilokuð eftir Brusselferð forsætisráðherra  Mun viðskiptalífið velja ESB eða þrauka með krónunni? Ekki rætt Geir Haarde og Olli Rehn ræddu stækkun ESB, þó ekki til Íslands. Árvakur/Ólafur Þ. Stephensen Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is 6 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir Sex ungir menn hlutu þunga dóma í Hæstarétti í gær vegna fjölda brota sem þeir hafa framið á undanförnum árum. Mennirnir eru allir hluti af hinu svokallaða Árnesgengi sem fór mikinn í af- brotum hérlendis á árunum 2006 til 2007. Þyngstan dóm hlaut Stef- án Blackburn, eða fjögurra ára fangelsi. Hæstiréttur þyngdi dóm hans úr héraði um eitt og hálft ár. Stefán er fæddur árið 1991 og er því sextán ára gamall. Hann var meðal annars dæmdur fyrir þrjú rán, eina ránstilraun og þrjár lík- amsárásir auk fjölda annarra smærri brota. Davíð Þór Gunnars- son, 19 ára, fékk þriggja og hálfs árs dóm og Ívar Aron Hill Ævarsson, 21 árs, þrjú ár á bak við lás og slá. þsj Árnesgengið dæmt í Hæstarétti Sextán ára í fjög- urra ára fangelsi Hæstiréttur hefur hafnað kröfu dánarbús listmál- arans Jóhannesar Kjarvals um að viðurkenndur yrði eignarréttur þess að mun- um, sem fluttir voru úr vinnustofu listmálarans síðla árs 1968. Var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfestur. Um er að ræða fjölda listaverka og annarra muna sem geymdir voru í húsnæði sem Kjarval hafði umráð yfir að Sigtúni 7 í Reykjavík. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að gögn málsins bendi eindregið til þess að ákvörðun Kjarvals um að afhenda Reykjavíkurborg þá muni, sem um ræði, hefði átt aðdraganda og mótast á nokkrum tíma. Taldist því sannað að Kjarval hefði gefið Reykjavíkurborg þá muni sem málið snerist um með munnlegri yfirlýsingu. mbl.is Borgin á Kjarvalsverkin Íslenskir sjúkraþjálfarar blása til mikillar dagskrár í dag, hlaup- ársdag, á Grand Hóteli. Nefna þeir daginn viðburðadag. Aðalfundur Félags íslenskra sjúkraþjálfara verður haldinn í dag og auk hans munu fara fram fjölmargar mál- stofur. Þetta er í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn. Búist er við að hátt í 300 sjúkraþjálfarar taki þátt í dagskránni. fr Viðburðadagur sjúkraþjálfara Kjartan Magnússon, stjórn- arformaður Orkuveitu Reykja- víkur (OR), var í gær einnig kos- inn stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest (REI) á hluthafa- fundi félagsins. Auk hans var Ásta Þorleifsdóttir, af F-lista, kjörin í stjórn REI. Minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur stendur til boða að tilnefna full- trúa í stjórnina. Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri OR, skipar stjórnarsætið þar til tilnefning liggur fyrir. Reykjavík Energy In- vest hefur ekki haft starfhæfa stjórn síðan í desember þegar Bjarni Ármannsson hætti. þsj Nýr formaður REI og OR Laugardaginn 1. mars munu Háskólinn í Reykjavík og Tæknifræðingafélag Íslands standa fyrir Tæknidegi í Háskólanum í Reykjavík, Höfðabakka 9. www.hr.is » TÆKNIDAGUR HR & TFÍ LAUGARDAGINN 1. MARS KL. 13 – 16 Allir velkomnir – ókeypis aðgangur » Fyrirtæki úr atvinnulífinu sækja skólann heim og kynna starfsemi sína. » Fulltrúar úr atvinnulífinu flytja fyrirlestra. » Nemendur í tæknifræði við HR kynna verkefni sín.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.