24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir SIMPLY CLEVER Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Í dag halda Davíð Bjarnason og Erla Hlín Hjálmarsdóttir ásamt strákunum sínum þremur til Windhoek í Namibíu þar sem fjöl- skyldan ætlar að búa í tvö ár. Dav- íð, sem nýlega lauk doktorsprófi í mannfræði, verður verkefnisstjóri félagslegra verkefna Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands á svæðinu sem er honum reyndar ekki alveg ókunnugt. ,,Ég dvaldi í Namibíu þegar ég skrifaði meistaranámsritgerðina mína um þátttöku heimamanna í auðlindastjórnun á villtu dýralífi,“ greinir hann frá. Mögulega betri dagvistun Erla Hlín, sem er stjórnsýslu- endurskoðandi hjá Ríkisendur- skoðun, gerir ráð fyrir að vera heimavinnandi í fyrstu. ,,Yngsti sonur okkar, Stefán Orri, er eins og hálfs árs. Mér skilst að það sé erfitt vistun þriðja hvern dag en nú er reyndar búið að fullmanna í leik- skólanum.“ Haraldur Bjarni, sem er 8 ára, fer beint í skóla þegar þau koma til Windhoek. Opinn hugur lykilatriðið Davíð og Erla Hlín eru viss um að dvölin í Namibíu verði góð reynsla fyrir alla fjölskylduna. ,,Það verða auðvitað viss viðbrigði að flytja inn í nýtt samfélag og það verður örugglega margt sem kemur á óvart. Lykilatriðið er að fara með opnum huga og laga sig að aðstæð- um,“ segir Davíð og Erla Hlín bendir á að fjölmargir Íslendingar hafi búið í Namibíu í gegnum tíð- ina. ,,Þar hefur verið umfangsmikil þróunarsamvinna og nokkur ís- lensk fyrirtæki hafa verið með starfsemi í landinu.“ Davíð mun halda áfram með þau verkefni Þróunarsamvinnu- stofnunarinnar sem eru í gangi í Namibíu en þau eru á fjölmörgum sviðum. Á leið til nýs samfélags  Doktor í mannfræði nýr verkefnisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar í Namibíu  Góð reynsla fyrir fjölskylduna Á framandi slóðir Davíð og Erla Hlín með synina þrjá. ➤ Í Namibíu er meðal annarsunnið að bættum mennta- skilyrðum heyrnarlausra barna, vatns- og beitistjórn- unarverkefni meðal Himba- þjóðflokksins og stuðningur veittur við uppbyggingu leik- skóla fyrir San-þjóðflokkinn. ÞRÓUNARSAMVINNA að fá leikskólapláss fyrir bleiubörn í Namibíu og það gæti þá tekið ein- hvern tíma að finna pláss. Konur vinna víst ekki mikið úti á meðan börnin nota bleiur,“ segir Erla Hlín sem bætir því að leikskólar í Nami- bíu séu einkareknir. ,,Við hlógum nú reyndar að því á tímabili að mögulega gætum við fengið betri úrlausn dagvistunar- mála í þróunarlandi, heldur en á Íslandi. Hér heima fengum við hálfsdagspláss hjá dagmömmu fyr- ir yngsta soninn. Í leikskóla Óskars Víkings, sem er að verða þriggja ára, var á tímabili ekki boðið upp á Lesbíur víða að úr Afríku hafa skorað á ríkisstjórnir í álfunni að hætta að koma fram við samkyn- hneigða eins og glæpamenn. Sam- band afrískra lesbía fundar um þessar mundir í Mósambík. Samkynheigð er refsiverð í 38 ríkjum álfunnar. Refsing er misjöfn á milli landa, en getur numið allt að dauðadómi. Sambönd fólks af sama kyni eru litin hornauga í mörgum íhalds- samari samfélögum Afríku. Tals- menn samtaka samkynhneigðra segja að víða njóti mismunun og ofsóknir stuðnings stjórnvalda. Hefur Robert Mugabe, forseti Sim- babve, til dæmis sagt samkyn- hneigð vera flutta inn frá Vestur- löndum. Suður-Afríka er eina Afríkuríkið þar sem bannað er með lögum að mismuna fólki vegna kynhneigðar. Lesbíur funda í Mabútó Samkynhneigðir krefjast úrbóta Kínversk stjórnvöld íhuga að af- leggja reglu um að hver fjölskylda megi aðeins eiga eitt barn. Er þessu ætlað að bregðast við því að þjóðin verður sí- fellt eldri. „Við viljum inn- leiða þessa breyt- ingu í skrefum,“ segir Zhao Baige, aðstoðarráðherra fólksfjöldamála og fjölskyldu- áætlana. Segir hún meðalveg þurfa að finnast á milli þess að hafa nægjanlegar auðlindir til að framfleyta þjóðinni, en jafnframt nógu mikið af ungu fólki til að sjá um þá sem eldri eru. Mun af- skiptum ríkis af fjölskyldumálum því ekki ljúka í bráð. aij Fleiri börn á fjölskyldu Kína slakar á fjölskyldustefnu Þegar sex ár eru liðin síðan talíb- anar voru reknir frá völdum í Afganistan áætlar bandarískur sérfræðingur að þeir hafi náð 10% landsins aftur á sitt vald. Segir Mike McConnell að stjórn- völd í Kabúl ráði aðeins 30% landsins. Það sem uppá vantar er í höndum ýmissa ættbálka. Kenn- ir McConnell stuðningi al-Kaída að hluta um árangur talíbana. aij Afganistan Þriðjungur í talíbanahöndum Kvenréttindahópar hafa gagnrýnt Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástr- alíu, fyrir að útnefna aðeins eina konu í tíu manna stýrinefnd ráð- stefnu sem haldin verður í apríl. Ráðstefnan, sem nefnist Ástralía 2020, á að velta upp hugmyndum um framtíðarþróun landsins. Rudd vísar gagnrýni þess efnis að ráðstefnan verði karlahátíð á bug. „Ja, þú ert miðaldra karlmaður í jakkafötum og ég líka,“ sagði Rudd þegar hann var spurður út í málið af fréttamanni útvarpsstöðvarinnar ABC. „Við höfum líka eitthvað til málanna að leggja.“ aij Konur skortir á kvennaráðstefnu

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.