24 stundir - 29.02.2008, Qupperneq 11
24stundir FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 11
Ármúli 26 • Sími 522 3000 • www.hataekni.is • Opnunartími: virka daga 9-18 | laugardaga 12-17
FERMINGARVEISLAN
ER HAFIN Frábær fermingartilboð í Hátækni
Nokia 5310
XpressMusic
Þráðlaus heyrnartól fylgja.
Fullt verð 47.990
Fermingartilboð
kr. 39.995
Palladine EPT3250M
HD Ready 32” LCD sjónvarp.
Fermingartilboð kr. 69.995
Creative PlayDock i500
iPod tónlistarstöð.
Fermingartilboð kr. 19.995
KEF Picoforte
iPod tónlistarstöð.
Fermingartilboð kr. 49.995
Nokia 5610
XpressMusic
Þráðlaus heyrnartól fylgja.
Fullt verð 52.990
Fermingartilboð
kr. 44.995
P
IP
A
R
• S
ÍA
• 8
0
3
0
7
Mannréttindasamtökin Am-
nesty International hvetja
stjórnvöld í Íran til að tryggja
að ekki sé brotið gegn kven-
réttindakonum í landinu.
Segja samtökin að konur sem
hófu jafnréttisátak fyrir
tveimur árum þurfi að þola
linnulausa áreitni og ógnanir,
auk þess sem fjöldi þeirra hafi
verið handtekinn.
„Í staðinn fyrir að hræða og
fangelsa kvenréttindakonur
ætti Íran að reyna að virkja
orku kvennanna sinna,“ segir
Tim Hancock frá Amnesty.
Mahmoud Ahmedinejad for-
seti segir að óvíða sé staða
kvenna betri en í Íran. aij
Mwai Kibaki, forseti Kenýa,
og stjórnarandstöðuleiðtog-
inn Raila Odinga undirrituðu
í gær samkomulag sem vonast
er til að bindi enda á ofbeldið
sem geisað hefur í landinu
undanfarna mánuði.
Kofi Annan, fyrrum aðalritari
SÞ, stýrði samningavið-
ræðum. Felst málamiðlun
deiluaðila helst í því að stofn-
að verður embætti forsætis-
ráðherra, sem talið er að Od-
inga muni gegna.
Áætlað er að 1.500 manns hafi
látist og 600.000 orðið að flýja
heimili sín síðan forsetakosn-
ingar fóru fram í desember. aij
Yfirvöld í Puntlandi, sjálf-
stjórnarhéraði í norðanverðri
Sómalíu, hafa skorið upp her-
ör gegn mönnum sem bjóðast
til að smygla fólki yfir til Ar-
abíuskagans. Þúsundir manna
leggja á sig ferðalagið á flótta
undan fátækt og ofbeldi.
Áætla SÞ að um 1.400 manns
hafi farist undanfarið ár. Oft
er þeim kastað fyrir borð af
þeim sem buðust til að smygla
þeim úr landi.
Mohammed Muse Hersi, for-
seti Puntlands, segir að héðan
í frá verði dauðarefsingu beitt
gegn smyglurunum. aij
Amnesty átelur Íran
Réttindabar-
áttu hamlað
Deila leysist
Samið um
völd í Kenýa
Puntland í Sómalíu
Barist gegn
smygli á fólki
Sænska lögreglan handtók í gærmorgun þrjá
menn í Stokkhólmi sem hún segist gruna um að
fjármagna og skipuleggja hryðjuverk. Á svip-
uðum tíma greip norska lögreglan þrjá menn í
Ósló, grunaða um að fjármagna starfsemi
hryðjuverkamanna. Handtökurnar voru hluti af
sameiginlegri rannsókn lögregluembættanna
tveggja.
Talið er að mennirnir hafi fjármagnað starf-
semi sómalskra hryðjuverkamanna. Einnig seg-
ist sænska lögreglan hafa fundið teikningar af
heimili skopmyndateiknarans Lars Vilks, sem
teiknað hefur myndir af spámanninum Mú-
hameð. Jakob Larsson, talsmaður sænsku ör-
yggislögreglunnar, segir þó ekkert benda til þess
að til hafi staðið að fremja glæpi á sænskri
grund.
Í framhaldi aðgerða morgunsins gerði norska
lögreglan húsleit á netkaffihúsum í miðborg
Óslóar. Þar var fjöldi tölva gerður upptækur.
„Það eru einstaklingar í Noregi sem styðja
hryðjuverk í útlöndum. Þeir nota Noreg sem
bækistöð,“ segir Jörn Holme, yfirmaður norsku
öryggislögreglunnar. Hann lagði áherslu á að
um væri að ræða fáa menn en hættulega.
Segir Holme lögreglu hafa frétt af eldri ísl-
ömskum öfgamönnum í Noregi, sem reyni að
hafa áhrif á þá sem yngri eru og ráða þá til liðs
við málstað sinn. Telur hann aðgerðir gærdags-
ins sýna svo ekki verður um villst að innan Nor-
egs starfi menn sem hafi beina tengingu við er-
lenda hryðjuverkahópa.
Holme varar við að aðgerðir gærdagsins verði
til þess að auka fordóma gegn múslímum og
bendir á að aðgerðirnar hafi byggt á náinni sam-
vinnu við fólk í samfélagi múslíma. aij
Samræmdar handtökur lögreglunnar í Svíþjóð og Noregi
Grunaðir um að fjármagna hryðjuverk