24 stundir


24 stundir - 29.02.2008, Qupperneq 13

24 stundir - 29.02.2008, Qupperneq 13
24stundir FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 13 Undarlegt öldurót hefurorðið í kjölfar gagnrýniAndrésar Magnússonar geð- læknis á íslensku útrásina í greininni Útrás – fögur er hlíðin. Hafliði Helgason, fyrrver- andi ritstjóri Markaðarins, við- skiptablaðs Fréttablaðsins, tók til varna sem vísað er til þannig, „...segir að sú niðurstaða í um- fjöllun Andrésar Magnússonar læknis um vaxtamál á Íslandi, að bankaútrásin sé blekking og raunhagnaður bankanna tekinn úr vasa húsnæðiskaupenda, sé svo víðáttuvitlaus að það sé hneisa að fjölmiðlamenn skuli ekki kanna grunn hennar áður en þeir hleypa henni í loftið.“ Á Eyjusíðu Egils Helgason-ar segir um HafliðaHelgason að hann sé út- rásargrúppía: „Fyrrum ritstjóri Markaðarins, við- skiptaútgáfu Frétta- blaðsins, sem flutti hallelújafréttir af ís- lenskum við- skiptasnillingum. Aldrei örlaði á gagnrýnni hugsun í Markaðnum. Þeir sem gagn- rýndu óhóf útrásarvíkinganna fengu þá einkunn að þeir væru hallærislegir og öfundsjúkir. Það var ekki alvarlegt mál þeg- ar gengi fyrirtækja var stanslaust kjaftað upp í Markaðnum – og líka í sérstökum fréttaaukum á Stöð 2 þar sem Hafliði var fremstur í flokki – en síðan þegar kemur fram almennur borgari úti í bæ og gagnrýnir klabbið, þá er það hið mesta alvörumál. Þá eru fjölmiðlar að bregðast samkvæmt Hafliða. Síðar fór Hafliði til starfa hjá REI og í hópi manna sem áttu að fá feita kaupréttarsamninga á síð- ustu augnablikum útrásarinnar.“ Loks bloggarPétur Tyrf-ingsson og gerir tortryggilegt að greinin hafi ekki birst í heild í Mogga og 24 stundum. Hann sakar blaðamenn 24 stunda um að hafa ætlað að nota greinina sjálfum sér til frægðar með því að breyta henni í viðtöl. Andrés Magn- ússon læknir hefur hins vegar svarað því og er fullsáttur við blaðamenn 24 stunda og samstarf við þá. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Það er hvort tveggja fallegt og átakanlegt að fylgjast með angist tvíeykisins, Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins, þegar um- ræða um Evrópusambandsaðild er annars vegar. Í Morgunblaðinu í gær er margtuggin sú skoðun blaðsins að aðild að Evrópusam- bandinu sé alls ekki á næsta leiti og hreint ekki möguleg. Í mið- opnu er umfjöllun eftir ritstjóra 24 stunda um fund „gamalla vina“, þeirra Geirs Haarde for- sætisráðherra og Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, sem voru alls, alls ekki að ræða aðild að Evrópusambandinu heldur bara rifja upp gömul kynni enda gamlir vinir eins og svo kyrfilega er sagt frá í myndfyrirsögn með greininni. Í þeirri „fréttaskýringu“ er jafnframt sagt frá því að ESB vilji gjarnan fá hugmyndir Íslend- inga þegar sjávarútvegsstefna ESB verði endurskoðuð á næstu árum þó það sé alls, alls ekki í samhengi við hugsanlega aðild Íslands að sambandinu í framtíðinni því „það mál var ekki á dagskrá“ eins og Morgunblaðið margítrekar. Svo að það sé alveg á hreinu þá er líka búið, samkvæmt leiðara sama Morgunblaðs, að afgreiða út af borðinu hugmyndina um ein- hliða upptöku evrunnar. Forsætisráðherra boðar pólitísk vandræði sé upptaka evrunnar hugleidd hér á landi með var- anlegum skaða fyrir okkar góða samstarf um EES- og Schengen- samningana. Alls ekki á dagskrá! Þegar Geir H. Haarde var svo spurður hvort aðild að ESB hefði eitthvað komið til umræðu sagði hann svo alls ekki hafa verið „enda væri hún ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar“. Ég verð að segja að mér finnst það ótrú- legt að forsætisráðherra Íslands skuli sitja fund með einum hæstr- áðanda í Evrópusambandinu án þess að aðild að því sé svo mikið sem rædd. Við vitum vel að það ferli tekur fjölda ára. Við vitum líka vel að við höfum ýmislegt með okkur og á móti þegar hæfi Íslands er metið. Það er nútíma- væðing landsins sem er okkur hliðholl á meðan hagstjórnin er í molum. Ótti Valhallar Við hvað eru sjálfstæðismenn hræddir? Hvers vegna má ekki ræða þessi mál? Nóg hefur verið malað í hálfum hljóðum en það er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi að minnast á aðild að ESB í höll sjálfstæðis- manna. Getur verið að þegar farið verður í saumana á stjórnarhátt- um hérlendis óttist þeir að of mörgum pottlokum verði lyft sem sýni svart á hvítu kerfislæga spill- ingu þeirra sjálfra eftir áratuga stjórn yfir landinu? Getur verið að þeir óttist líka áfellisdóm Evr- ópusambandsins yfir hagstjórnar- mistökum þeirra sjálfra undanfar- in ár? Upplýst þjóð er glöð þjóð Kostir og gallar þess að ganga til aðildarviðræðna verða ein- hverntímann að koma upp á yf- irborðið, sér í lagi núna þegar meira en helmingur þjóðarinnar lýsir yfir vilja til aðildarviðræðna. Það er ótrúlegt að annar af stærstu stjórnmálaflokkum lands- ins skuli þráast svona við og neita að viðurkenna þörfina á að taka upp gagnrýna og ábyrga umræðu um kosti og galla aðildar að sam- bandinu. Hvernig stendur á því að ekki er farið í þjóðarkynningu á þessu fyrirbæri sem Evrópusam- bandið er? Hvernig væri að leyfa þjóðinni að taka upplýsta ákvörð- un? Hvort sem sjálfstæðismönn- um líkar betur eða verr þá mun umræðan eiga sér stað. Því fyrr og með þeim mun markvissari hætti, því betra. Leggjum þetta í hend- urnar á þjóðinni. Treystum al- menningi til góðra verka og leyf- um okkur öllum að taka upplýsta ákvörðun í þessu framtíðarmáli. Höfundur er lögfræðinemi Haltu mér... slepptu mér... VIÐHORF aHelga Vala Helgadóttir Ég verð að segja að mér finnst það ótrúlegt að forsætisráð- herra Íslands skuli sitja fund með einum hæst- ráðanda í Evrópusam- bandinu án þess að aðild að því sé svo mikið sem rædd. Námskeið fyrir þig! www.lbhi.is Framleiðsla matarkartaflna Getum við bætt okkur? Í samstarfi við Bændasamtök Íslands og með stuðningi frá Sambandi garðyrkjubænda Námskeiðið er einkum ætlað kartöfluframleiðendum. Hentar vel þeim sem vilja fræðast um mismunandi aðferðir til að bæta gæði ræktunarinnar sem og að auka gæði við geymslu. Í upphafi námskeiðs verður fjallað lítillega um ræktun og afsetning kartaflna í Danmörku. Þá verður fjallað ræktunarskilyrði hér á landi og aðferðir til að tryggja ræktunaröryggi á stuttum vaxtartíma. Fjallað verður m.a. um meðhöndlun á útsæði. Hvað getum við lært af Dönum þegar horft er til jarðvinnslu, áburðargjafar og illgresiseyðingu í tengslum við kartöflurækt. Að lokum verður fjallað um helstu sjúkdóma og varnir við þeim og farið yfir rekstur (kostnað á móti tekjum) í greininni. Kennarar: Ole H. Scharff ráðgjafi hjá Dansk Landbrugsrådgivning og Magnús Ágústsson landsráðunautur BÍ í garðyrkju. Tími: Lau. 8. mars kl 09:00- 12:00 á Reykjum Ölfusi (4 kennslustundir) Verð kr. 6.400. (Hádegismatur er innifalinn). Skráningarfrestur er til 2. mars. Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra kr. 2.000 (óafturkræft) á reikning 1103-26-4237, kt. 411204-3590. Skráningar á endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími, hvaða námskeið) eða í síma 433 5000. Ræktun káls og varnir gegn sjúkdómum og meindýrum í ræktun Í samstarfi við Bændasamtök Íslands og með stuðningi frá Sambandi garðyrkjubænda Námskeiðið er einkum ætlað þeim er stunda ræktun eða hyggjast hefja ræktun á káltegundum og vilja auka fróðleik um ýmsar aðferðir til að bæta gæði ræktunarinnar og geymsluaðferðir Farið verður yfir helstu ræktunarþætti og afsetning káls í Danmörku. Fjallað verður um aðferðir til að auka ræktunaröryggi hér á landi m.t.t. skjóls og jarðvinnslu. Einnig verður fjallað um notkun á áburðar við ræktun, niðurfellingu eða dreifingu. Komið verður inn á helstu meindýr (kálmöl) og sjúkdóma (kálæxli) í ræktuninni með sérstakri áherslu á kálflugu og hvaða ráð eru gegn henni. Að lokum verður fjallað um uppskeru og helstu úrræði við geymslu. Kennarar: Ole H. Scharff ráðgjafi hjá Dansk Landbrugsrådgivning og Magnús Ágústsson landsráðunautur í garðyrkju. Tími: Lau. 8. mars kl 13:00-17:00 á Reykjum, Ölfusi (5,5 kennslustundir) Verð: kr. 8.500. (Hádegisverður kl. 12 og kaffi) Skráningarfrestur er til 2. mars. Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra kr. 2.000. (óafturkræft) á reikning 1103-26-4237, kt. 411204-3590. Skráningar á endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími, hvaða námskeið) eða í síma 433 5000. Notkun varnarefna í landbúnaði og garðyrkju Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til að kaupa og nota efni í X og A hættuflokkum. Farið verður yfir helstu skaðvalda sem við er að eiga í ræktuninni. Hvaða úrræði eru möguleg til að verjast þeim óværum sem við er að eiga. Sagt verður almennt frá samsetningu varnarefna og verkun þeirra og hvernig megi nota þau á sem tryggastan hátt. Kynnt verða lög og reglugerðir er varða notkun á efnum í þessum hættuflokkum. Farið í það hvers konar tæki eru notuð til úðunar, dreifingar og skömmtunar á varnarefnum, ásamt útskýringum á virkni og meðferð tækjanna. Kennarar: Sigurgeir Ólafsson Matvælastofnun, Elín G. Guðmundsdóttir Umhverfisstofnun, Halldór Sverrisson LbhÍ /Skógrækt ríkisins, Guðmundur Halldórsson Landgræðslu ríkisins, Grímur Ólafsson Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs, Jón Guðmundsson LbhÍ, Magnús Ágústsson Bændasamtökum Íslands, Svava Þórðardóttir Háskóla Íslands, Sigríður Jansen Umhverfisstofnun, Jóhannes Helgason Vinnueftirliti ríkisins, Helgi Jóhannesson garðyrkjukandídat og Hjalti Lúðvíksson Frjó. Tími: Fim. 13. mars kl. 08:30-16:00 og fös. 14. mars kl. 09:00-16:00 (18 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti, Reykjavík, í fundarsal á 3. hæð. Verð: kr. 33.500. Hádegisverður og kaffi báða dagana innifalið. Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5.000kr staðfestingargjald (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590. Skráningar á endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími, hvaða námskeið). Hlýnandi veðurfar og fjölgun nýbúa á trjám Hefur þú áhuga á veðurhorfum næstu 50 árin? Langar þig að vita hverjir eru að éta trjáplönturnar þínar? Viltu vita hvaða skaðvaldar á trjágróðri gætu numið hér land á næstu árum? Þetta námskeið er ætlað öllu ræktunaráhugafólki sem vill fræðast um nýjustu skordýrategundir og sjúkdóma á trjágróðri á Íslandi og hvaða nýbúum við getum búist við með hlýnandi veðurfari. Á námskeiðinu verður fjallað um hverjar eru hugsanlegar breytingar á veðurfari næstu ára. Farið verður yfir hvaða áhrif þær breytingar kunna að hafa á plöntusjúkdóma og skordýralíf í trjágróðri á komandi árum. Einnig verður skoðað hvaða áhrif sú hlýnun, sem þegar hefur átt sér stað hér á landi, hefur haft á framboð óboðinna gesta í trjágróðri. Nýjustu gestirnir í trjágróðrinum verða skoðaðir sérstaklega og rætt hvaða varnir eru mögulegar gagnvart þeim. Kennarar: Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafr. LbhÍ og Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur L.r. Tími: Miðvikudaginn. 5. mars kl. 13:00-16:00. Reykjum, Ölfusi (4 kennslustundir). Skráningarfrestur er til 3. mars. Verð kr. 5.100. Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2.000 kr. (óafturkræft) á reikning 1103-26-4237, kt. 411204-3590. Skráningar á endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími, hvaða námskeið) eða í síma 433 5000. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Scan Modul vagnar fyrir sjúkrahús og heilsugæslustöðvar Birgðastýring á hjólum einfaldar vinnuferlið Hreyfanleiki auðveldar aðgengi og sparar tíma, pláss og fjármuni. Einstakt enskunámskeið Fyrir þá sem vilja styrkja enskugrunninn, tala og skilja enska tungu. • Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum • Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist frá Friðriki Karlssyni • Vinnubók með enska og íslenska textanum • Taska undir diskana • Áheyrnarpróf í lok náms Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið Allar uppl‡singar www.tungumal.is eða í símum 540-8400 eða 820-3799

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.