24 stundir - 29.02.2008, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir
Eftir Ástrúnu Friðbjörnsdóttur
Pétur kemur frá trúuðu heimili,
en þegar hann valdi að fara í
guðfræði var það ekki endilega
af því að hann er trúaður, held-
ur vegna áhuga á efninu. „Það er
gott að vera trúaður en það er
síður en svo nauðsynlegt ef
maður kýs að lesa guðfræði við
Háskólann. Ég get ekki bent á
eitthvað sérstakt sem hefur
styrkt trúna, ég er ungur ennþá
og margt á eftir að gerast. Það
má frekar segja að trúin þroskist
og eftir því sem tíminn líður
komist maður nær einhverjum
kjarna sem trúin stendur fyrir.“
Þó segir Pétur að hann efist oft á
dag og það sé hluti af trúarstríði
hvers og eins. „Það er hollt að
efast og í raun þarf hver og einn
einstaklingur að taka sína Jak-
obsglímu við Guð daglega.“
Fermingin er ekki heilög
„Hver og einn ætti að láta sig
trúna eitthvað varða, það er ekki
bara fyrir fermingarbörn og ég
tek hattinn ofan fyrir hverjum
þeim sem vill gera Jesú að leið-
toga lífs síns og þannig takast á
við spurninguna um lífið og til-
veruna.“
Pétur telur að það eigi að tak-
ast á um ferminguna, hún sé
ekkert heilög og öll umræða
ágæt til síns brúks. „Í við-
sjárverðri veröld sem oftast virð-
ist nær heljarþröm en ekki, er
fermingin eitt af þeim menning-
arlegu fyrirbærum sem síst mega
tapast. Fermingin er staðfesting
á því að þú viljir lifa í kærleiks-
sambandi við náungann og láta
þannig gott af þér leiða.
Ef þú vilt gera Jesú að leiðtoga
lífs þíns jafngildir það því að
gera Jesú að fyrirmynd þinni.“
Pétur leggur áherslu á að með
því að spyrja sig þessara spurn-
inga komumst við að því hvaða
manneskju við viljum bera inn í
framtíðina.
Árvakur/Frikki
Hvernig manneskja viltu vera?
Viltu gera Jesú að
fyrirmynd þinni?
➤ Pétur starfar sem æskulýðs-fulltrúi í Árbæjarkirkju og
hefur umsjón með ferming-
arfræðslu.
➤ Hann er að skrifa BA-ritgerðina í guðfræði við Há-
skóla Íslands. Hann spilar fót-
bolta með úrvalsdeildarliði
Fjölnis.
➤ Pétur er formaður fjármála-nefndar Stúdentaráðs fyrir
hönd Röskvu.
NÁM OG STARF
Pétur Georg Markan er
að klára guðfræði við Há-
skóla Íslands og starfar
sem æskulýðsfulltrúi í Ár-
bæjarkirkju. „Það er gott
að geta haft atvinnu af
því að láta gott af sér
leiða og að gera sam-
félagið ögn betra.“
Pétur Georg Markan:
„Fermingin er staðfest-
ing á því að þú viljir lifa í
kærleikssambandi við
náungann.“
Í gjafaverslun Hjálparstarfs
kirkjunnar má finna gjafir til
handa fermingarbarninu sem
gleðja bæði móttakandann hér
heima og þann sem fær andvirði
hennar úti í heimi. Um er að ræða
sérstök gjafabréf þar sem hægt er
að styrkja verkefni á vegum kirkj-
unnar og lesa má frekar um flokk-
ana á www.gjofsemgefur.is. Einn
flokkur innan gjafabréfanna er til-
valinn sem gjöf fyrir ferming-
arbarn en innan hans má finna
gjafir er stuðla að betri framtíð
ungmenna er búa við kröpp kjör.
Oft fá nemendur gjöf við
útskrift, eigið atvinnutæki s.s.
saumavél, verkfærakassa eða
reiðhjól og veita þessar gjafir
þeim ungmennum sem taka við
þeim góð tækifæri til betra lífs og
möguleika á að sjá fyrir sér með
sæmd. Fermingarbörnin geta þá
um leið leitt hugann að því við
hvaða lífskjör jafnaldrar þeirra
víða um heim búa.
Í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkj-
unnar söfnuðust 9,6 milljónir í
gegnum gjafabréfin.
dista@24stundir.is
Fermingarbörnin annast jafnaldra sína
Gefum gjöf sem gefur
Gjafabréfin nýtast vel
Hjálparstarf kirkjunnar hefur
meðal annars unnið að
vatnsverkefni í Mósambík.
Hátt í þrjú hundruð börn ferm-
ast alls í Hafnarfirði í ár og Þór-
hallur Heimisson, prestur í Hafn-
arfjarðarkirkju, segir að af því séu
um 170 börn sem fermast í Hafn-
arfjarðarkirkju. „Það hefur lengi
verið þannig að meirihluti barna,
um 90 prósent, fermist og það er
bara spurning hvar. Þeim hefur
fjölgað sem kjósa að fermast borg-
aralega en hins vegar er það svip-
aður fjöldi ár frá ári sem kýs að
fermast ekki.“
Á hverju ári eru einhverjir sem
láta skíra sig áður en þeir eru
fermdir og Þórhallur segir að þeim
hafi fjölgað. „Það er sennilega
vegna þess að hjá þeirri kynslóð
sem nú eru foreldrar var algengara
að skíra ekki börn sín. Það eru
náttúrlega ýmsar ástæður fyrir því
en börnin þurfa að skírast fyrir
ferminguna. Við höfum boðið
þeim börnum upp á ákveðið val;
þau geta bæði komið í guðsþjón-
ustu á venjulegum sunnudegi til að
láta skíra sig og svo erum við með
litla fjölskylduathöfn þar sem skírt
er í kapellu. Þetta er allt unnið út
frá þeirra eigin forsendum og þau
ráða hvernig þau hafa þetta. Per-
sónulega finnst mér mjög
skemmtilegt ef þau vilja láta skíra
sig í guðsþjónustunni og þá fæ ég
þau til að lesa textana og svo fram-
vegis. En mörgum finnst þetta erf-
itt eða eru feimin og vilja frekar
vera með fjölskyldunni,“ segir Þór-
hallur og bætir við að ferming-
arfræðsla hafi breyst töluvert í ár-
anna rás. „Þetta er orðið miklu
meiri fræðsla en var áður og verið
er að vekja athygli barnanna á því
góða og slæma í samfélaginu. Það
er fræðsla um hjálparstarf, fíkni-
efni, fjölskylduna, lífið, tilveruna,
fordóma og fleira. Ég held að
börnin líti meira á ferminguna sem
tímamót, að þau séu komin á full-
orðinsaldur og þetta sé því ákvörð-
un sem tengist öllu þeirra lífi.“
svanhvit@24stundir.is
Um 170 börn fermast í Hafnarfjarðarkirkju í ár
Fermingin er
ákveðin tímamót
Þórhallur Heimisson: „Ferming-
arfræðsla hefur breyst töluvert í ár-
anna rás.“
fermingargjöf
Flott hugmynd að
Fermingartilboð
9.990 kr.
Verð áður 12.990 kr.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
41
32
7
02
/0
8
High Peak Sherpa
55+10
Góður göngupoki, stillanlegt
bak og stækkanlegt aðalhólf.
Einnig til 65+10
Fermingartilboð 10.990 kr.
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Mikið úrval
af hárskrauti og fylgihlutum
Skart á mynd 1500 kr.
Fermingarhanskar
og krossar