24 stundir - 29.02.2008, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
„Ég fermdist árið 1987,“ segir
Geir Ólafsson. „Þetta var stór-
kostlegur dagur og ég er þakk-
látur foreldrum mínum fyrir að
hafa gefið mér svona góðan dag.
Ég hélt fermingarveisluna mína í
Þórskaffi og var með lifandi tón-
list. Grettir Björnsson heitinn lék
tónlist í veislunni og var það eft-
irminnilegt. Ég fékk utanlands-
ferð til Winnipeg í Kanada að
heimsækja ættingja mína í gjöf
frá foreldrum mínum, svo fékk ég
73.000 í peningum og ég man að
ég gat keypt mér hljómflutnings-
græjur af fínustu sort. Ég um-
gekkst peningana af miklu kæru-
leysi, hef aldrei verið
peningahyggjumaður og var
þakklátur fyrir að geta keypt mér
góðar græjur.“
Nota ennþá ermahnappana
„Ég er fermdur 11. október ár-
ið 1971,“ segir Bergþór Pálsson
söngvari og minnist dagsins. „Ég
man eftir þessum degi sem einum
bjartasta degi úr minni æsku, at-
höfnin var í Dómkirkjunni, veður
var fallegt og ég var í einhverri
ótrúlegri sæluvímu allan daginn.
Ég man eftir því að mér fannst
sálmurinn „Leið oss ljúfi faðir“
hljóma eins og englarnir væru að
syngja! Það var matarveisla
heima, 30-40 manns og maturinn
var keyptur að. Ég hugsa að þetta
hafi verið lítil veisla en ég á
ennþá eitthvað af þeim gjöfum
sem mér voru gefnar. Bækur og
ermahnappa sem ég set stundum
upp þegar ég er að syngja, ég fékk
skrifborð frá foreldrum mínum.
Jakkafötin þóttu mér fín.“
Mætti næstum of seint
„Ég fermdist á hvítasunnu ár-
ið1995 og mér fannst dagurinn
afskaplega fallegur og skemmti-
legur,“ segir Erna Hrönn Ólafs-
dóttir, söngkona í hljómsveitinni
Bermúda. „Ég mætti þó næstum
of seint í kirkjuna þar sem bróðir
minn sótti mig á vitlausa hár-
greiðslustofu inn á Akureyri, en
kirkjan var ca. 20 km inn af Ak-
ureyri.
Veislan var haldin í húsinu
okkar í Eyjafjarðarsveit. Ég á
stóra fjölskyldu og ég gæti trúað
að í veisluna hafi komið um 80
manns. Við buðum gestunum
upp á hlaðborð frá Bautanum en
í eftirrétt var keypt heljarinnar
fermingarkaka og mamma og
Jónína frænka bökuðu kransa-
köku. Ég fékk mjög margar gjafir,
meðal annars rúm, hljómflutn-
ingsgræjur og míkrófónstand og
helling af hálsfestum. Ég á þær
allar ennþá, hálsfestar voru
greinilega trendið í þá daga!“
Fermingardagurinn rifjaður upp
Minnisstæður dagur
Erna Hrönn Ólafsdóttir,
fermd 1995, Bergþór
Pálsson, fermdur 1971,
og Geir Ólafsson, fermd-
ur 1987, eiga það öll sam-
eiginlegt að hafa upp-
lifað fermingardaginn
hátíðlega. „Ég man eftir
að mér fannst sálmurinn
„Leið oss ljúfi faðir“
hljóma eins og englarnir
væru að syngja!“ segir
Bergþór til dæmis.
Hárprúður ungur maður
Bergþór í fermingarveislunni
á heimili sínu árið 1971.
Veislan í Þórskaffi
Þjónar gengu um beina
og lifandi tónlist var leikin
í veislu Geirs.
Fjölmenni í Eyjafjarðarsveit
Sveitaveislurnar verða oft fjöl-
mennar og fjörugar.
Í fermingarfræðslunni segjast
leiðbeinendur verða varir við
sárindi fermingarbarna sinna
vegna þeirrar ímyndar er þau
skynja af sér í ýmsum umfjöll-
unum fjölmiðla. Nefna þau þá
helst að þau séu kennd við
grunnhyggna græðgi og tóm-
hyggju.
Pálmi Matthíasson prestur segir
fermingarbörn hafa orðið sér-
staklega sár yfir kaldhæðnislega
orðuðum pistli skrifuðum um
komandi gjafavertíð í blaði einu
nýlega.
Fermingarbörn eru mörg sár út
af því hvernig fjallað er um ferm-
ingu. „Þeim fannst pistill í blaði
um daginn gera lítið úr ferming-
unni, þar var sagt að ferming-
arbörn gætu haldið sig í her-
bergjum sínum og þyrftu aldrei
að fara fram með hjálp allra
fermingargjafanna. Unglingarnir
spurðu sig hvers vegna einhver
úti í bæ þættist vita allt um þau,
því ekki var talað við nein ferm-
ingarbörn um málið.“
Fermingarbörn ekki sátt við að
vera sögð gráðug og grunnhyggin
„Við gagnrýnum ferminguna af
ýmsum ástæðum,“ segir Matthías
Ásgeirsson, formaður Vantrúar.
„Það er verið að ferma börn of
snemma. Krakkar á þessum aldri
eru of ung til þess að taka þessa
ákvörðun, enda sýna kannanir
sem kirkjan hefur gert á trúar-
viðhorfum unglinga að fljótlega
eftir ferminguna missa þau trúna.
Á þessum aldri eru þau leiðitöm
og trúgjörn og því á versta aldri til
að taka ákvörðun um að fermast.
Flest þeirra fylgja hópnum.
Unglingum finnst mjög erfitt að
gera eitthvað annað en það sem
allir hinir gera og þess vegna láta
þau flest ferma sig.
Borgaraleg ferming er svo ann-
ar valkostur. Það eru margir sem
setja sig upp á móti henni og telja
að kirkjan eigi ferminguna. Ég tel
hins vegar fræðsluna sem börnin
fá þar mjög góða fyrir krakka á
þessum aldri. Þar eru þau til
dæmis að læra að mynda sér sjálf-
stæðar skoðanir, þau fræðast um
fordóma og svo framvegis. Það
getur vel verið að það sé eitthvað
slíkt í gangi í fermingarfræðslunni
en þar eru þau einna helst í krist-
infræðum þar sem þau eru að
læra eitthvað sem guðfræðingar í
dag vita að stenst ekki fræðilegar
kröfur. Þau eru að læra bibl-
íusögur en læra ekkert um það
nýjasta í biblíurannsóknum og ég
tel fermingarfræðsluna því afar
einhliða.
Gömul lög en standa enn
Við höfum líka gagnrýnt ferm-
ingarfræðsluna á þeim forsendum
að verið sé að brjóta lög. Í lögum
stendur að barn þurfi að vera orð-
ið fullra 14 ára til að fermast en
það teljast úrelt lög þegar við
bendum á það. Þetta eru gömul
lög en þau standa enn. En auðvit-
að gagnrýnum við ekki krakkana
fyrir að fermast, enda eru ýmsir
fletir á þessu.“ hilda@24stundir.is
Formaður Vantrúar segir fermingar-
fræðsluna einhliða
Eru of ung til þess
að taka ákvörðun
Árvakur/Jón Sigurðsson
Ferming Formaður Vantrúar tel-
ur unglinga ekki tilbúna til þess
að taka ákvörðun um að fermast.
Nethyl 2, sími 587 0600, www.tomstundahusid.is
HPI Savage 3,5
fjarstýrður bensín
torfærutrukkur
Verð 43.400.
Íslenskt handverk
Tákn heilagrar þrenningar
til styrktar blindum