24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Hildu H. Cortez hilda@24stundir.is „Því miður er það stundum þannig að það verður heilmikið vesen að halda sameiginlega fermingarveislu og sumir kjósa að hafa þetta alveg aðskilið,“ segir Valgerður Halldórs- dóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna. „Ég man til dæmis eftir einu máli þar sem barnið fékk ekki einu sinni að fara með fermingarfötin á milli staða. En flestir ráða nú ágætlega við þetta, satt best að segja.“ Dagur barnsins „Foreldrar mega ekki gleyma því að þetta er fermingardagur barns- ins og þurfa að spyrja sig hvort ekki sé hægt að leggja deilur til hliðar á þessum degi. Fólk á það til að vera svolítið sjálfhverft í ferm- ingarundirbúningnum. Báðir for- eldrar hafa kannski ákveðnar hug- myndir um hvernig hlutirnir eiga að vera og komast ekki að sameig- inlegri niðurstöðu. Þeir sem eiga í erfiðleikum með þetta og treysta sér ekki til að halda sameiginlega fermingarveislu ættu að leita sér faglegrar ráðgjafar. Fráskildir foreldrar eða foreldrar sem hafa aldrei búið saman en geta haldið sameiginlega veislu og jafn- vel gefið barninu gjöf saman eru að senda börnunum sínum mjög mikilvæg skilaboð um að þau skipti þau máli og að þau séu tilbúin til að leggja þetta á sig og koma saman sem foreldrar. Enda er enginn að biðja fólk um að koma sem hjón en ef einstaklingar geta ekki verið á sama stað á sama tíma, sérstaklega á þessum degi, þá er varla hægt að tala um skilnað nema á pappírunum því þessum tilfinningalega skilnaði er þá greinilega ekki lokið. Fólk þarf að gæta þess að vera ekki eigingjarnt. Líðan barnsins skiptir mestu máli og maður verð- ur að geta sett sjálfan sig til hliðar þennan dag og leyft barninu að eiga hann.“ Deilur valda kvíða „Svona deilur eru því miður ekkert óalgengar en þær geta valdið miklum kvíða hjá barninu sem fer að kvíða fermingunni. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk manni sig upp og tali saman um það hvernig hægt sé að gera þetta þennan eina dag og láti barnið vita að þetta verði allt í lagi. Afar og ömmur geta líka gegnt mjög mikilvægu hlutverki sem sáttasemjarar í svona málum. Flestir reyna nú að finna einhvern flöt á þessu sem allir geta sætt sig við. Í staðinn fyrir að halda þetta heima hjá öðru hvoru foreldrinu þá er veislan til dæmis haldin sameiginlega úti í bæ og ákveðið í sameiningu hvað skuli bjóða upp á. Þannig að það er hægt að fara ýmsar leiðir. Þetta er hægt ef vilj- inn er fyrir hendi.“ Ekki vera eigingjarn Að sögn Valgerðar bitna deilur og ósætti alltaf á börnunum „Með því að halda sína veisluna hvort og neita að vinna saman þá er verið að láta deilurnar bitna á börnunum og þá er ekki hægt að segja að hagur barnsins gangi fyrir. Fólk verður að leggja eitthvað á sig til þess að leysa málin. Báðir aðilar þurfa að gefa eftir og vera sveigjanlegir. Í kring- um svona stór tilefni vakna líka alltaf spurningar um hlutverk stjúpforeldra en kjarni málsins er að fermingin snýst fyrst og fremst um það að barnið fái að vera með foreldrum sínum þennan dag og fái að njóta þess. Ef stjúpforeldrarnir geta hjálpað til við undirbúninginn og sam- komulag milli allra er gott þá er frábært að hafa þarna fullt af full- orðnu fólki sem hjálpast að og ger- ir daginn ánægjulegan.“ Árvakur/Sverrir Báðir aðilar þurfa að gefa eftir og vera sveigjanlegir Leggið deilurnar til hliðar fyrir fermingarbarnið Fyrirkomulag ferming- arveislunnar getur orðið snúið séu fráskildir for- eldrar ósáttir og komast ekki að samkomulagi. „Það má ekki gleyma því að þetta er dagur barns- ins,“ segir Valgerður Hall- dórsdóttir félagsráðgjafi. Valgerður Halldórsdóttir Segir mikilvægt að foreldrar vinni saman fyrir ferminguna. Flest ungmenni á Íslandi fermast en litið hefur verið á ferminguna sem eins konar ungmennavígslu. Ungmennavígslur hafa verið hluti af mannlegu samfélagi um aldir og tákna að sá sem í gegnum vígsluna gengur sé ekki barn lengur heldur kominn í tölu fullorðinna en í flestum menningarsamfélögum fer vígslan fram í kringum kyn- þroskaaldurinn og öðlast viðkom- andi nýtt hlutverk við vígsluna. Algeng ung- mennavígsla Í upphafi var fermingin ekki að- greind frá skírninni en nú er litið á ferminguna sem staðfestingu á skírninni og sem vígslu inn í söfnuð Krists. Þegar barn er skírt er því gef- ið nafn og fjölskylda og samfélag tekur á móti barninu. Á 12. öld var fyrst farið að aðgreina fermingu og skírn. Siðbótarmenn vildu afnema ferminguna á 16. öld en vildu jafn- framt efla trúrækni, því var ferm- ingin tengd trúarlegri uppfræðslu. Trúarleg uppfræðsla ? Fyrsta flokks gæði og frábær verð Laugavegi 87 • símar 551 8740 & 511 2004 Fermingartilboð Gefðu hlýju

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.