24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 36

24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir í dag Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700  Það hefði ekki verið hægt að troða miklu fleiri unglingum inn í kennslustofuna þar sem fyrsta Viltu getta? keppni Hagaskóla var haldin. Berg- þóru Njálu Guðmundsdóttur tókst að klemma sér inn milli spenntra áhorfenda. » Meira í Morgunblaðinu Spurningaflóð í Hagaskóla Föstudagur 29. febrúar 2008 Það er meira í Mogganum  Matgæðingurinn Petrína Rós Karlsdóttir er áhugakona um gómsæta suðræna Miðjarðarhafs- rétti. Hún gaf Jóhönnu Ingvarsdóttur hugmynd að veislu nú þegar landinn liggur yfir sumarleyfisbækl- ingum og lætur sig dreyma um sól, sjó og slökun eftir alla ótíðina. » Meira í Morgunblaðinu Ferskleikinn í fyrirrúmi reykjavíkreykjavík  Lagið „The One“ kom fyrir í hinum geysivinsælu bandarísku spennuþáttum. » Meira í Morgunblaðinu Trabant í CSI: Miami Daglegt líf LOGI GEIRSSON » Meira í Morgunblaðinu Aðalsmaður vikunnar ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Mikið var gert úr verkefninu á sínum tíma enda hönnuður vallarins hinn heimsfrægi kylfingur Nick Faldo. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Metnaðarfullar áætlanir um upp- byggingu heimsklassa golfvallar- svæðis á söndunum við Þorláks- höfn sem fyrst voru kynntar árið 2005 hafa tafist von úr viti en þær áætlanir gerðu ráð fyrir að slíkur völlur yrði tilbúinn haustið 2008. Þrátt fyrir að engar framkvæmdir hafi enn átt sér stað er verkefnið á nokkrum rekspeli. Hönnun vallar- ins og umhverfis hans er lokið en hún þykir það umfangsmikil að setja þarf verkefnið í umhverfis- mat. Mikið var gert úr stórhuga hug- myndunum á sínum tíma en hönnuður vallarins, kylfingurinn heimsfrægi Nick Faldo, sem hann- ar, völlinn taldi víst að hann gæti á skömmum tíma orðið einn þekkt- asti golfvöllur heims. Átti hann þar við þá svörtu fjörusanda sem völl- urinn á að rísa við sem þykja ein- stakir á heimsvísu. Hefur verkefnið þegar fengið afar jákvæðar um- sagnir í erlendum tímaritum. Fjárfestingarfélagið Nýsir hefur með verkefnið að gera en það tók við því af félaginu Golf ehf. sem annaðist það í upphafi. Það snýst ekki aðeins um heimsklassa golf- völl heldur ennfremur hótel og íbúðir á svæðinu í sama klassa og völlurinn skal vera í. Er slíkur völl- ur talinn grundvallarforsenda þess að hingað sé hægt að fá fleiri er- lenda golfáhugamenn Tafir Heimsklassa golfvöllur átti að vera risinn við Þorlákshöfn næsta haust en framkvæmdir eru ekki hafnar. Faldo-æv- intýrið tefst  Verulegar tafir á uppbyggingu heims- klassa golfvallar í Þorlákshöfn Nick Faldo Í fararbroddi verk- efnisins á sínum tíma. ➤ Heilinn á bak við framtakið ásínum tíma var Margeir Vil- hjálmsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri GR og GKG. ➤ Fjárfestingarfélagið Nýsir tókfljótlega við verkefninu. UPPÁTÆKIÐ Ljós er að renna upp fyrir mörg- um þátttakendum á næstu Ólymp- íuleikum í sumar að markmið kín- verskra stjórnvalda að lágmarka loft- og sjónmengum fyrir leikana næst ekki og íþróttafólkið er farið að búa sig undir slæmt ástand. Allnokkrar þátttökuþjóðir hafa til að mynda tekið þá ákvörðun að senda íþróttafólk sitt eins seint til leikanna og hægt er enda þykir sýnt að helsti andstæðingur íþrótta- manna allra verði mengun en ekki aðrir keppinautar. Æfingar fari þannig fram annars staðar og talið er jákvætt að borða appelsínur og stöku íþróttamenn æfa nú þegar með andslitsgrímur til að venja sig við komi til þess að loftmengun verði vandamál. Þó var ekki laust við mengun á leikunum í Seúl og Los Angeles en þar tókst að hemja mengun meðan þeir leikar stóðu yfir að nokkru leyti. Mörg þúsund verksmiðjum í Peking verður lokað áður en ágúst gengur í garð og fyrr kemur ekki í ljós hvort mengun verður stórt vandamál eða lítið. Undarlegar aðfarir fyrir Ólympíuleikana Appelsínur og seinkun Þrátt fyrir að Alþjóða aksturs- íþróttasambandið hafi form- lega lokið sinni rannsókn á njósnamáli því innan Form- úlu 1 er komst í hámæli í fyrra eru forsvarsmenn McLaren ekki alveg komnir út úr skóg- inum ennþá. Ítölsk yfirvöld rannsaka nú sama hlut og breytir niðurstaða FIA þá engu en McLaren hefur þegar verið gert að greiða háar fjár- sektir og þær gætu hækkað enn meira. Undir smásjá Athyglisverðar umræður eiga sér stað í bandaríska þinghús- inu en þar ræða þingmenn við helstu framámenn íþrótta- hreyfinga þess lands um hvort þörf sé á afskiptum ríkisins í íþróttastarfi. Umræðan er sprottin af tíðum fregnum af lyfjamisferli í flestum íþrótta- greinum sem keppt er í og mörgum finnst nóg um enda líður vart dagur án þess að einhverjar stjörnur landsins fái dóma fyrir slíkt. Deilt um inngrip ríkis Stigamaskínan LeBron James hjá Cleveland varð yngsti maðurinn til að skora tíu þús- und stig í NBA-deildinni í gærnótt heilu ári yngri en Kobe Bryant sem var sá síðasti sem slíkt met setti. Hins vegar er James aðeins í níunda sæti yfir þá sem fljótast hafa náð slíkum stigafjölda. Yngstur, ekki fljótastur Hin 35 ára gamla Maria Mu- tola telur sig eiga eftir að vinna eins og einn titil enn í safn sitt. Framundan er heimsmeistarakeppnin í frjálsum innanhúss í Valenciu á Spáni en Mutola sem hlotið hefur fleiri verðlaun á þessum mótum en nokkur annar íþróttamaður segir hækkandi aldur ekki enn hafa neitt að segja um sigurmöguleika sína. Þar ráði sigurvilji enn mestu. Nóg eftir enn

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.