24 stundir


24 stundir - 29.02.2008, Qupperneq 42

24 stundir - 29.02.2008, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir Hlíðasmára 14 • 201 Kópavogur Opið mán-lau kl. 11-17 Sendum frítt um land allt NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN ULL OG SILKI Nærfatnaður fyrir útivistina Skíði, golf, vélsleða, veiði o.m.fl. Tankini toppur í D,DD,E,F skálum á kr. 6.850,- buxur í stíl í S,M,L,XL kr. 3.690,- Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Mjög fallegur bikini toppur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 5.550,- Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 97 76 40 FLOTTAR GALLABUXUR Str. 36-56 Í tilkynningu frá Gay Pride á Ís- landi eru samkynhneigðir, tvíkyn- hneigðir og transgenderfólk var- aðir við að fara til Belgrad í Serbíu, þar sem Eurovisi- on-keppnin fer fram í maí. Eru mannréttindi ofantalinna ekki virt í landinu og standa öfga- hópar ítrekað fyrir árásum á hinsegin fólk, segir í til- kynningunni. Mikil öryggisgæsla Að sögn Þórhalls Gunnarssonar, dag- skrárstjóra RÚV, munu engar sérstakar ráðstafanir verða gerðar fyrir Euro- bandið, en annar söngvari þess, Friðrik Ómar Hjörleifsson, er sam- kynhneigður. „Það er mjög ströng öryggisgæsla fyrir keppendur þarna úti og við göngum að því vísu að öryggi keppenda sé tryggt. Við gerum ekki neinar sérstakar ráðstafanir, nema keppendur okkar óski þess sér- staklega, þá verður það skoð- að bara.“ Höfundur framlags Ís- lands, Örlygur Smári, segist ekki hafa miklar áhyggjur. „Án þess að gera lítið úr ástandinu, þá er oft minna tilefni til ótta en fjölmiðlar vilja vera láta. Við munum alltént ekki hætta við förina, fáum kannski lífverðina hennar Silvíu Nætur, nú eða bara Gillzenegger og félaga til að gæta okkar!“ Haft var samband við Friðrik Ómar, en hann kaus að tjá sig ekki um málið. traustis@24stundir.is Samkynhneigðir illa séðir í Serbíu Eurobandið hræðist ekki neitt Óhrædd Örlygur Smári segir Eurobandið ekki óttast hommahatarana í Belgrad. Aðhefst ekkert Þórhall- ur treystir gæslunni ytra. Breiðskífa Mínuss, The Great Northern Whale Kill, fær frábæra dóma í erlendum fjölmiðlum. Skífan kom út á Íslandi í fyrra en kemur út í Bretlandi og á meg- inlandi Evrópu eftir helgi. Breska rokktímaritið Kerrang! gefur Mínus fjögur K af fimm mögulegum. Blaðamaður tímarits- ins líkir hljómsveitinni við Queens of the Stone-Age og kallar skífuna „skítugt riffaþon“. Þá gefur tímaritið Rock Sound The Great Northern Whale Kill átta af tíu í einkunn, eins og fram kom í 24 stundum í gær, og vef- miðillinn Penny Black Music segir skífuna koma til greina sem plata ársins þrátt fyrir að aðeins tveir mánuðir séu liðnir af nýju ári. atli@24stundir.is Mínus gerir það gott Hvaladrápið fær prýðisdóma erlendis Thom Yorke, söngvari Radio- head, segir hljómsveit sína ekki spila á Glastonbury-hátíðinni í sumar vegna stefnu þeirra í um- hverfismálum. Hann sagði Ra- diohead bara spila þar sem sam- göngur væru umhverfisvænar. „Við reynum að spila eingöngu á þeim stöðum sem hafa gert sam- göngukerfi sín eins umhverf- isvæn og mögulegt er,“ sagði Yorke og bætti við: „Radiohead vill skaða umhverfið sem minnst. Því höfum við keypt tvennt af öll- um græjum og geymum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá þurfum við aldrei að fljúga dótinu okkar um heiminn.“ re Glastonbury óumhverfisvæn Þetta árið munu hinir sívinsælu Strumpar birtast aftur á Nóa Sí- ríus-páskaeggjunum eftir nokk- urra ára hlé. Í fjarveru Strumpanna hafa hinir umdeildu púkar prýtt páskaegg Nóa Síríuss en nú með endurkomu hinna bláu Strumpa hafa púkarnir verið settir á hilluna, kirkjunnar mönnum til ómældrar ánægju sem voru ósáttir við að púkar skyldu tengjast páskahátíð- inni. „Strumparnir eru fimmtugir nú í ár þannig að mér finnst þeir eiga að koma aftur í ljós og láta í sér heyra,“ segir Þórhallur Sigurðsson sem hefur tengst Strumpunum hvað mestum tryggðarböndum enda léði hann Strumpunum rödd sína á árum áður. Laddi hefur nú nýlokið við að lesa inn á auglýsingar fyrir Strumpaeggin en hann reiknar með að hann muni gæða sér á Strumpaeggi þessa páskana. „Það er alveg pottþétt að ég kaupi mér Strumpaegg.“ vij Páskarnir verða bláir í ár Betri en púkarnir? Strumparnir komnir aftur á kreik. Eftir Ragnheiði Eiríksdóttur heida@24stundir.is „Við rákumst á þessa hugmynd í erlendum bæklingum og fannst að þetta vantar algjörlega á íslenskan markað,“ sagði verslunarstjórinn Arnaldur Haukur Ólafsson sem í dag opnar verslunina HobbyRoom í Garðabæ. Þar verður meðal ann- ars hægt að fá billjardborð fyrir snóker og pool, þythokkí, rúllettu- borð, pókerborð, stór fótboltaspil, spilakassa með yfir 150 kunn- uglegum leikjum, píluspjöld, glym- skratta, borðtennisborð, míníbari, æfingatæki og hlaupabretti. Vörurnar fjölskylduvænar Arnaldur segir að oft sé einblínt of mikið á að hlutir eins og billj- ardborð eða pókerplötur séu bara fyrir stráka. En þrátt fyrir öll mannalætin í kringum slíka hluti sé staðreyndin sú að tækin séu fjöl- skylduvæn fjárfesting. „Billjardborð, fótboltaspil eða aðrar svona græjur eru líklega ein fjölskylduvænsta fjárfesting sem dellufólk getur ráðist í. Í stað þess að kaupa vélsleða, mótorhjól eða rándýra stangveiði þar sem þú ferð út af heimilinu til að sinna áhuga- málinu ertu að þjappa fjölskyld- unni saman og gera eitthvað með henni.“ Þarf ekki að vera dýrt „Við erum með ýmsar skemmti- legar vörur. Við seljum meðal ann- ars sams konar æfingalóð og Beck- ham er að nota. Svo erum við með gamaldags spilakassa með sam- ansafni af öllum gömlu skemmti- legu leikjunum, meira að segja Pacman. Spilakassinn kostar tæpar 250 þúsund. Billjardborðin okkar kosta svo frá nokkrum tugum þús- unda til tæplega hálfrar milljónar, allt eftir gæðum.“ Verslunin HobbyRoom er opin frá klukkan 11 til 19 alla daga vik- unnar. Vefur verslunarinnar opnar bráðlega á vefslóðinni www.hob- byroom.is. Ný búð í Garðabæ sem sérhæfir sig í hobbýherbergjum Hobbý eru ekki bara fyrir stráka Arnaldur Hefur sjálfur mörg áhugamál og spilar bæði golf og pool. ➤ Fullbúið hobbýherbergi kost-ar 1,8 milljónir og innifalin er heimsókn sérfræðinga sem koma með tillögur að upp- setningu og sjá um hana. ➤ HobbyRoom er í Miðhrauni íGarðabæ, í sama húsi og Just4Kids. HOBBÝHERBERGI Í dag opnar verslunin HobbyRoom í Garðabæ, sem sérhæfir sig í vörum fyrir hobbýherbergi heima við. Þar má meðal annars finna glymskratta og billjardborð. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Við munum alltént ekki hætta við förina, fáum kannski lífverðina hennar Silvíu Nætur, nú eða bara Gillzenegger og félaga til að gæta okkar!

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.