24 stundir - 29.02.2008, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir
„Gróft klám í Fréttablaðinu.
Við mér blasti fyrirsögnin „Dana
reið kalkúnanum“ í innrammaðri
frétt merktri Eurovision. Kalkúni
þessi er leikari með kalkún-
agrímu og hann er fulltrúi Íra í
keppninni. En svona óheflað
orðalag hentar ekki dagblaði sem
börn geta komist í.“
Jens Kr. Guðmundsson
jensgud.blog.is
„Sé nafnið eitthvað að flækjast
fyrir Barack Hussein Obama þá
ætti hann að skoða nöfn fram-
bjóðenda í Meghalaya-héraði á
Indlandi. Þar eru m.a. í framboði
Frankenstein Momin, Billy Kid
Sangma og Adolf Lu Hitler Ma-
rak. Aðrir heita t.d. Lenin R. Ma-
rak og Stalin L. Nagmin.“
Eggert Sólberg
truflun.net/eggert
„Ef múslimi er gómaður fullur á
almannafæri á hann yfir höfði sér
nokkra mánuði í steininum, sam-
kvæmt lögum í Pakistan. Það ku
samt sjaldan enda þannig. Flestir
múta bara löggunni. Það er eins
með þetta og öll önnur for-
sjárhyggjubönn; þeir sem virki-
lega vilja drekka gera það.“
Egill Bjarnason
austurlandaegill.blog.is
BLOGGARINN
Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur
halldora@24stundir.is
„Hr. Lordi ákvað fyrir mörgum ár-
um að fara í kvikmyndaskóla,
stofna hljómsveit og búa til bíó-
mynd. Þetta er búið að vera ára-
tuga plan og Eurovision var bara
grín á leið hans að því að verða
heimsfrægur,“ segir Júlíus Kemp
hjá Kvikmyndafélagi Íslands, en
hann er einn af meðframleiðend-
um kvikmyndarinnar Dark Floors,
The Lordi Motion Picture, sem
frumsýnd er í Sambíóunum í
kvöld.
Eins og frægt er orðið leikur for-
sprakki hljómsveitarinnar Lordi,
sem fór með sigur af hólmi í Euro-
vision fyrir tveimur árum, hlutverk
í kvikmyndinni, en um er að ræða
spennuhrollvekju sem hefur verið
hugarfóstur hr. Lordi til margra
ára. Í hrollvekjunni kennir ýmissa
grasa en þar ber væntanlega hæst
skrímslin sem stálu senunni svo
eftirminnilega í Eurovision hér um
árið.
Alsæll með íslenska hvalinn
Hr. Lordi lenti á Íslandi í fyrra-
dag í þeim tilgangi að verða við-
staddur frumsýningu mynd-
arinnar hér á landi. Heimildir
24 stunda herma að kappinn
dveljist á Hótel Fourth Floor,
en þar er hann í svítunni
ásamt konu sinni. Að
sögn Júlíusar var
Lordi hinn hress-
asti við komuna
til landsins, en
með fyrstu
áfangastöðum
var að sjálf-
sögðu Bláa
Lónið.
„Hann var
með óskir
um að fara
í Bláa Lónið og konan hans vill
skoða íslenska fatahönnun. Svo
stendur til að fara í Laxnes á hest-
bak og gera eitthvað skemmtilegt,“
segir Júlíus og bætir við að kapp-
inn hafi heillast af landi og þjóð.
„Hann er voða-ánægður með
þetta allt saman. Fyrsta kvöldið var
farið á Þrjá frakka þar sem þau
borðuðu hval og voru veru-
lega hrifin.“
Aðspurður um frum-
sýninguna kveðst Júlíus
vita fyrir víst að Lordi
muni láta sjá sig í búningi
skrímslisins og láta öllum
illum látum.
„Hann mætir að sjálf-
sögðu í búningnum á
sýninguna. Hann er
reyndar fjóra tíma
að klæða sig í hann,
en það hefst fyrir
rest. Það verður að
sjálfsögðu að vera
eitt skrímsli í saln-
um á svona sýn-
ingu.“
Forsprakki skrímslahljómsveitarinnar Lordi er komin til landsins
Eurovision var grín
Forsprakki Eurovision-
faranna Lordi mætir á
frumsýningu hrollvekj-
unnar Dark Floors, The
Lordi Motion Picture í
kvöld
Flott skrímsli Það tekur
Hr. Lordi hvorki meira né
minna en fjóra tíma að
klæða sig í búninginn.
Meðframleiðandi Júlíus Kemp
er ásamt Ingvari Þórðarsyni með-
framleiðanda myndarinnar.
HEYRST HEFUR …
Fréttablaðið birti í gær frétt af hrakförum frétta-
mannsins Þóris Guðmundssonar, en hann brotn-
aði í skíðaferð á Madonna di Campiglio-skíðasvæð-
inu. Þórir er ekki eini fréttamaðurinn sem hefur
skíðað í brekkum Madonnu undanfarið því að
Sigmundur Ernir Rúnarsson var þar einnig fyrir
skömmu. Sigmundur kom reyndar heill heim þótt
hann hafi kvartað örlítið undan sólbruna. afb
Aðalrokkararnir í bænum létu sig ekki vanta á Org-
an á miðvikudagskvöld þegar hljómsveitin Deep
Jimi and the Zep Creams hélt upp á að 15 ár voru
liðin frá útgáfu plötu þeirra Funky Dinasaur í
Bandaríkjunum. Þar voru meðal annars Addi
söngvari og félagar hans í rokksveitinni Sólstöfum,
Jenni og félagar í Brain Police og Halli Valli og
Sveinn úr hljómsveitinni Ælu. re
Heiðar Austmann, útvarpsmaður á FM 957, svo
gott sem eyðir harðri ímynd Þorkels Mána, út-
varpsmanns á X-inu, í nýjasta tölublaði Séð og
heyrt. Í stuttu viðtali segir Heiðar að Máni sé mikið
ljúfmenni og afar mjúkur og skemmtilegur í garð
strákanna á FM 957, sem hann skýtur oft hörðum
skotum á í fjölmiðlum. Þá segir Heiðar að hann fari
stundum með Mána í IKEA að versla. afb
„Ef ég kemst áfram og vinn
þessa milljón dollara mun ég fjár-
festa skynsamlega og gefa 10% af
upphæðinni til góðgerðarmála. Þá
hugsa ég helst til Styrktarsjóðs
langveikra barna og málefna eins
og brjóstakrabbameins. Ég vil alla-
vega láta eitthvað gott af mér leiða
ef ég vinn,“ segir fyrirsætan og at-
hafnakonan Ásdís Rán Gunn-
arsdóttir, en hún er nú skammt frá
sigri í fyrirsætukeppninni Hot for
the money sem fram fer á heima-
síðunni www.isshehot.com.
„Þetta er hjá fyrirtækinu savvy-
.com, sem er vinsæl afþreying-
arsíða fyrir karlmenn. Þarna fer
fram val á T́he million dollar
womań og er leitað að réttu stelp-
unni sem er bæði falleg og gáfuð. Í
hverjum mánuði ársins er ein kona
kosin og í lokin komast sigurveg-
arar hvers mánaðar í raunveru-
leikaþætti þar sem vinnings-
upphæðin er 67 milljónir íslenskra
króna.“
Ánægð með velgengnina
Ásdís sendi inn myndir eftir
áskorun sænsks ljósmyndara, en
hún trónir nú í öðru sæti keppn-
innar og einvörðungu 0,02 stigum
frá stúlkunni sem nú er efst.
„Ég er rosalega stolt af því að
vera svona ofarlega, enda tugir
flottra stúlkna í keppninni. Nú
þarf ég bara að treysta á að allir fari
og kjósi áður en lokað verður á
kosningu á morgun. Ef svona 50
manns kjósa mig næ ég örugglega
að vinna,“ segir Ásdís að lokum.
Hægt er að gefa Ásdísi atkvæði sitt
á vefsíðunni www.isshehot.com.
halldora@24stundir.is
Ásdís Rán gæti unnið tugi milljóna
Mun gefa 10%
til góðgerðarmála
Stutt frá sigri Ásdís Rán er hársbreidd
frá því að vinna fyrirsætukeppni á netinu.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
7 5 2 8 9 3 4 1 6
8 3 1 4 6 5 7 2 9
4 6 9 1 2 7 8 3 5
5 1 3 6 7 2 9 4 8
2 4 6 3 8 9 1 5 7
9 7 8 5 4 1 2 6 3
1 8 4 7 5 6 3 9 2
3 2 5 9 1 8 6 7 4
6 9 7 2 3 4 5 8 1
Við vorum fráskilin um tíma,
en hún fann mig.
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Mótmæli eru mikilvæg lýðræðinu,
en glæran um Molotov-kokteilana
er kaldhæðið grín, enda höfum við
húmor fyrir sjálfum okkur.
Er Molotov-kokteila kennsla ekki full langt gengið?
Þórhildur Halla Jónsdóttir heldur fyrirlestur um fundi og
mótmæli á vegum Stjórnmálaskóla ungra vinstri-grænna
á Akureyri á laugardaginn. Ein glæran mun fjalla um
Molotov-kokteila.
Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is
250.000,- kr.AFSLÁTTUR
Fullt verð kr. 1.100.000,-
Tilboð kr. 850.000,-
Árgerð: 2006
Aukahlutir: Grjótgrind, tvöföld
gaskútafesting, 2 rafgeymar
og svefntjöld
STÓRLÆKKAÐ VERÐ ÁNOTUÐUM FERÐAVÖGNUM
Colt fellihýsi