24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 48
24stundir
Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550. Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322
OPIÐ
VIRKA DAGA 10 – 18
LAUGARD. 11 – 16
NÝJAR VÖRURDÖMU OG HERRA VOR 08
-50% TILBOÐ
TILBOÐSHORNIÐ
eldri vörur verðhrun
- 60-80%
? Nú skulum við tala um dýrmætarmanneskjur. Fólk sem auðgar tilveruokkar hinna. Fólk sem leggur á sig erfiði íannarra þágu. Fólk sem fórnar tíma ogkröftum til að láta hlutina gerast. Guð-fríður Lilja Grétarsdóttir er slík afreks-kona. Hún er vinkona mín, svo ég veitum hvað ég er að tala þegar ég segi að
hún sé andríkasta snilldarpersóna sem ég
hef kynnst á þeim 42 árum sem ég hef
verið á vappi um plánetuna Jörð.
Lilja hefur í fjögur ár verið forseti
Skáksambands Íslands, og lagt af mörk-
um þúsundir vinnustunda. Ég endurtek:
Þúsundir vinnustunda. Það tekur mann
brot úr sekúndu að lesa þessi tvö orð – en
það tekur mann þúsundir vinnustunda
að skilja hvað þau þýða. Nú fer í hönd
síðasta veislan sem Lilja heldur sem for-
seti Skáksambandsins. Um helgina verð-
ur Íslandsmót skákfélaga haldið í Rima-
skóla (einum mesta skákskóla í heimi) og
í næstu viku verður alþjóðlega Reykjavík-
urskákmótið, þar sem andi Fischers mun
svífa yfir borðum. Spassky er á leiðinni,
söngfuglinn Lajos Portisch og Hort
gamli, sem fyrir einum mannsaldri setti
heimsmet á Seltjarnarnesi þegar hann
tefldi við 600 skák-óða Íslendinga á einu
bretti. Það er dásamlegt að fá þessar
kempur. Í forsetatíð Lilju hafa þúsundir
krakka byrjað að tefla. Salaskóli er heims-
meistari grunnskóla, Rimaskóli og
Laugalækjarskóli hafa sópað til sín Norð-
urlandatitlum. Íslensk börn hafa upp-
götvað einföld sannindi: Skák er
skemmtileg. Það er bjart framundan í ís-
lensku skáklífi. Takk, Lilja.
Lilja heldur veislu
Hrafn Jökulsson
skrifar um fólk sem
lætur gott af sér leiða.
YFIR STRIKIÐ
Hvernig
gerast góðir
hlutir?
24 LÍFIÐ
Hulk Hogan átti í ástarsambandi
við vinkonu dóttur sinnar áður en
skilnaður við eiginkon-
una gekk í gegn.
Tekinn í bólinu með
vinkonu dótturinnar
»40
Forsprakki Eurovisionskrímslanna
í Lordi er kominn til landsins
ásamt eiginkonu sinni,
sem ku vera mennsk.
Skrímslið Lordi er
komið til landsins
»46
Gay Pride á Íslandi varar Euro-
bandið við að fara til Belgrad þar
sem Evróvisjón-keppnin
verður haldin í ár.
Euroband óttast ekki
hommaofsóknir
»42
● Gestadómari
„Það hefur ekkert
upp á sig að ljúga
að krökkunum, ef
þau standa sig
ekki vel,“ segir
Margrét Eir
Hjartardóttir,
sem verður gesta-
dómari í sjónvarpsþætti Bubba
Morthens, Bandinu hans Bubba, á
Stöð 2 í kvöld. „Ég verð bara hrein-
skilin, og er oft harðari við þá sem
ég veit að er eitthvað varið í, því þá
geta þau nýtt sér gagnrýnina. Ann-
ars heyrist mér að það sé mikið af
óvönum söngvurum þarna, sem er
bara soldið sætt. Ég er orðin þreytt
á svona karaókí-röddum.“
● Ekki nein út-
rásargrúppía
Hafliði Helgason,
sem snýst til varn-
ar gegn þeim sem
telja íslensku út-
rásina blekkingu
er kallaður útrás-
argrúppía á blogg-
síðu Egils Helgasonar og vísað til
kaupréttarsamninga og Rei-
málsins. Hafliði segist ekki vera
nein grúppía íslensku útrásarinnar.
„Hinsvegar tel ég útrásina mjög
mikilvæga fyrir framtíðarefnahag
landsins. Og mér svíður sú Þórð-
argleði sem glittir í þegar á móti
blæs. Ég tel að við eigum að halda
til haga og varðveita þann árangur
sem hefur náðst.“
● Á Seyðisfirði
„Seyðisfjarð-
arbær veitir
okkur vissulega
innblástur í
listaverkunum,“
segir Páll Hauk-
ur Björnsson,
nemi á þriðja ári
í myndlistardeild Listaháskóla Ís-
lands, en hann og nokkrir sam-
nemenda hans opna sýninguna
Hardware/Software í listamiðstöð-
inni Skaftfelli á morgun. „Við sótt-
um mikið af efniviðnum í verk-
smiðjur í bænum og áttum
samstarf við bæjarbúa og verkin
bera þess vel merki.“
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við