24 stundir - 11.04.2008, Blaðsíða 13
24stundir FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 13
Tillögur að nýrri byggingu fyrir Hönnunarsafn Íslands eru
til sýnis í sýningarsal safnsins við Garðatorg.
Hönnunarsafnið mun rísa á lóð við Garðatorg og verður
eitt af helstu kennileitum í nýjum miðbæ Garðabæjar.
Alls bárust 36 tillögur í samkeppni um hönnun hússins.
Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18
dagana 10.-27. apríl.
Aðgangur ókeypis.
1. VERÐLAUN
G
ra
fik
a
20
0
8
Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ
HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ www.hi.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
4
19
24
0
4/
08
Matvælafræði
Grunn- og framhaldsnám í matvælafræði
BS-nám í matvælafræði er fjölbreytt, þverfaglegt nám sem byggir bæði á bóklegu
og verklegu námi og raunhæfum verkefnum, m.a. lausnum fyrir líftækni, framleiðslu
og vinnslu matvæla, matvælaöryggi og þróun matvæla með hagsmuni neytenda að
leiðarljósi. Áhugi neytenda á góðri matvælaframleiðslu kallar á matvælafræðinga til
margra starfa. Öflugt samstarf er við stofnanir og fyrirtæki innanlands sem utan.
» Umsóknarfrestur í grunnnám er til 5. júní.
» Umsóknarfrestur í framhaldsnám er til 15. apríl.
» Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu: www.matur.hi.is
Einnig er boðið upp á meistara- og
doktorsnám. Sérstakur samningur
er við Matís ohf., sem er fyrirtæki í
rannsóknum og nýsköpun á matvælum.
Hjá Matís vinnur fjöldi nemenda að
verkefnum í framhaldsnámi með
það að markmiði að efla alþjóðlega
samkeppnishæfni íslenskrar matvæla-
framleiðslu, stuðla að hollustu og
öryggi matvæla.
Rannsóknaráherslur eru meðal annars:
» Eðlis- og efnaeiginleikar matvæla
» Vinnslutækni – ferlastýring
» Flutningsferlar
» Stöðugleiki matvæla
» Líftækni
» Rekjanleiki
» Gæðastýring
» Vöruþróun
24 stundir vekja athygli á því 9.
apríl og í leiðara 10. apríl að lóð-
arleiguhafi í nágrenni Valhallar hafi
valdið miklu raski á vatnsbakka
Þingvallavatns og af tilvitnuðum
ummælum þjóðgarðsvarðar má
draga þá ályktun að þetta jarðrask
sé bein afleiðing þess að peninga-
skortur komi í veg fyrir að Þing-
vallanefnd geti keypt upp sumar-
hús innan Þingvallaþjóðgarðsins
svo koma megi í veg fyrir frekari
uppbyggingu sumarhúsa innan
hans.
Takmarkanir
Af þessu tilefni ber að koma á
framfæri eftirfarandi staðreyndum
varðandi takmarkanir á fram-
kvæmdum af hendi lóðarleiguhafa
innan Þingvallaþjóðgarðs. Við
framsal lóðarleigu er öllum lóðar-
leiguhöfum gert skylt að skrifa
undir lóðarleigusamning við Þing-
vallanefnd þar sem kveðið er á um
skyldur lóðarleiguhafa gagnvart
Þingvallanefnd. Núgildandi samn-
ingur er frá 1. janúar 2000 og í
grein 2.5 má finna eftirfarandi
ákvæði um framkvæmdir innan
þjóðgarðsins: „Óheimilt er að gera
nokkuð jarðrask eða reisa mann-
virki á lóð eða næsta nágrenni
nema með samþykki Þingvalla-
nefndar og tekur þetta bann m.a.
til húsbygginga, vegagerðar, lagn-
ingar raf- og símalína, borunar eft-
ir vatni, töku jarðefna og vinnslu
auðlinda úr jörðu og ræktunar.
Þingvallanefnd er heimilt að binda
samþykki á framkvæmdum innan
þjóðgarðs þeim skilyrðum sem
hún telur nauðsynleg vegna frið-
unar þjóðgarðsins.“
Eftirlit
Ítarlega er fjallað um þessi skil-
yrði í reglugerð um þjóðgarðinn
(nr. 848/2005) og einnig í bygging-
arskilmálum fyrir sumarbústaði
innan marka þjóðgarðsins (dags.
27.03.2007). Í grein 1:1.5 í bygg-
ingarskilmálum kemur fram „að
byggingarnefndarteikningar beri
að senda þjóðgarðsverði og bygg-
ingarnefnd uppsveita Árnessýslu“
og í grein 1:1.3 sömu skilmála er
kveðið á um: „Að ekki megi byggja
bátaskýli né bryggjur á eða við lóð
innan þjóðgarðsins né framkvæma
neitt sem getur hindrað umferð
gangandi fólks meðfram Þingvalla-
vatni.“ Í 4. og 5. grein reglugerðar
kemur fram: „Að eftirlit með fram-
kvæmdum innan þjóðgarðsins er á
ábyrgð þjóðgarðsvarðar.“
Tekið á brotum
Af þessu má vera ljóst að engum
lóðarleiguhafa er heimilt að fara af
stað með framkvæmdir innan
þjóðgarðsins nema að fengnu leyfi
þjóðgarðsvarðar og byggingar-
nefndar Árnessýslu. Stefna Þing-
vallanefndar að kaupa upp sum-
arbústaði í landi Gjábakka og í
Hallinum (Valhallarstíg) er löngu
þekkt og ber að taka undir orð
þjóðgarðsvarðar að bygging
glæsibústaða svo nærri þinghelg-
inni er á skjön við stefnu nefnd-
arinnar. Atburðurinn sem slíkur
gefur þó tilefni til að upplýst sé
hvernig staðið er að eftirliti með
framkvæmdum innan þjóðgarðs-
ins og hvernig nefndin tekur á slík-
um brotum.
Höfundur er læknir og situr í stjórn Fé-
lags sumarhúsaeigenda í landi Kárastaða
í Þingvallasveit
Jarðrask í Þing-
vallaþjóðgarði
UMRÆÐAN aKristján Sigurðsson
Af þessu má
vera ljóst að
engum lóð-
arleiguhafa
er heimilt að
fara af stað
með fram-
kvæmdir innan þjóð-
garðsins nema að fengnu
leyfi þjóðgarðsvarðar og
byggingarnefndar Árnes-
sýslu.
Eftirlit „Atburðurinn sem slíkur gef-
ur þó tilefni til að upplýst sé hvernig
staðið er að eftirliti með fram-
kvæmdum innan þjóðgarðsins.“
Sigurjón skrifar:
Ég hef alltaf stutt stjórnarandstöð-
una í ríkisstjórn, sennilega bara
einn af þeim sem halda með lít-
ilmagnanum. Þessa dagana átta ég
mig glögglega á ástæðunni fyrir því
að ég held með stjórnarandstöð-
unni. Stjórnmálamenn eru varla
búnir að finna lyktina af valdi þeg-
ar þeir gjörspillast. Ingibjörg Sól-
rún hefur alltaf verið í miklu uppá-
haldi hjá mér, þótt venjulega
finnist mér konur í stjórnmálum vera nöldurseggir, en hún virðist vera
orðin eins spillt og allir hinir. Ég sá viðtal við hana í Kastljósi þar sem
hún var varla svipur hjá sjón, að reyna að réttlæta gjörðir sínar. Fyrir
einni þotuferð síðan var Ingibjörg í uppáhaldi, það á ekki lengur við.
BRÉF TIL BLAÐSINS