24 stundir - 11.04.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 11.04.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Þetta er mjög sexí hópur sem við erum með. Svo eru þær mjög hressar og fyndnar. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Sýningarnar verða aðallega á skemmtistöðum þannig að þær verða bannaðar börnum. Þær verða samt ekki of grófar. Djarfar en ekki grófar,“ segir Þórey Heiðarsdóttir. Þórey og Sylvía Lind Stef- ánsdóttir eru í forsvari fyrir fyrsta burlesque-danshóp landsins. Áheyrnarprufur fóru fram um síð- ustu helgi og gengu vel að sögn Þóreyjar. 37 stúlkur mættu og sex stúlkur voru valdar. Hópurinn tel- ur því samtals átta stúlkur. „Það kom ein í einu inn til okkar og dansaði,“ segir Þórey um áheyrn- arprufurnar. „Sumar sungu, en það voru engin American Idol- móment.“ Sexí hópur Þórey segir að í hópnum séu bæði frábærir söngvarar og dans- arar. „Þetta er mjög sexí hópur sem við erum með. Svo eru þær mjög hressar og fyndnar,“ segir hún. Kynþokkinn og húmorinn ætti að koma sér vel fyrir hópinn, enda þessir tveir mannkostir meg- instoðir í heimi burles- que-dansa. Þórey segir æfingar hjá hópnum hefjast í næstu viku, en óvíst er hvenær fyrsta sýningin fer á svið. „Það verður örugglega í sumar,“ segir hún. „Ég veit ekki hvenær. Það fer eftir því hvern- ig gengur að æfa.“ Enn á eftir að ráða eina manneskju í hópinn, sem verður að öllum líkindum eini karlkyns með- limurinn. Hann mun ekki stíga dans þó húmorinn verði að vera til staðar. „Við ætlum að fá karlkyns kynni. Hann verður að geta verið fyndinn,“ segir Þór- ey. Fyrsti burlesque-danshópur landsins tekur á sig mynd Djarfur en ekki grófur danshópur ➤ Burlesque-danssýningar márekja til ársins 1840, en urðu vinsælar um 30 árum síðar. ➤ Burlesque blandar samanhúmor og kynþokka. ➤ Korsilett, fjaðrir, kjólar ogblöðrur eru meðal vinsælla búninga í burlesque-dansi. ➤ Dita Von Teese og hljóm-sveitin Pussycat Dolls eru meðal þeirra sem halda flaggi burles- que-dansins á lofti í dag. BURLESQUE-DANS Stúlkurnar tvær sem standa að baki fyrsta bur- lesque-danshópi landsins hafa valið sex stúlkur til að dansa með sér. Fyrsta sýningin verður að öllum líkindum í sumar. Glæsilegur hópur Dömur mínar og herrar; fyrsti bur- lesque-danshópur landsins. 24stundir/hag Burlesque-drottning Dita Von Teese er líklega frægasti burlesque-dansari heims. Kvikmyndir traustis@24stundir.is Hasarmyndin Doomsday er ein- hver skrítnasta samsuða sem varp- að hefur verið á hvíta tjaldið. Frumleikinn er enginn, handritið er handónýtt og leikurinn er yf- irborðskenndari en fullnæging klámmyndaleikkonu. Sagan gerist í framtíðinni, árið 2037, þar sem löggurnar keyra um á Volkswagen Passat, 2007 árgerð. Banvænn vírus hefur eytt flestum Skotum og land- ið hefur verið girt af. Limafagra löggan Eden fær það verkefni að sækja þangað lækningu, þar sem vírusinn hefur gert vart við sig í London. Reynist það hættuför. Myndin er augljós samsuða af Escape from New York, 28 Weeks Later, Mad Max og Hringadrótt- inssögu. Hvort verið er að heiðra þessar myndir eða stela frá þeim er ekki ljóst, þar sem myndin hefur ekki snefil af frumleika. Svo er myndin svo kjánalega léleg, að það kæmi alls ekki á óvart að myndin endaði sem „költ“-mynd í þröng- um hópi kvikmyndanjarða. En ekki hjá mér. Svo mikið er víst. Þetta er nú meira ruglið!!! Hetjan Rhona Mitra sló í gegn í Boston Legal. Leikstjóri: Neil Marshall Aðalhlutverk: Rhona Mitra, Bob Hoskins Doomsday MYNDASÖGUR Aðþrengdur Afsakið að ég er til! FJÁRHAGSLEGA ER ÞETTA FRÁBÆRT. ÞURFUM EKKI. . . Bizzaró Loksins, ég held ég sé búinn að ná síðasta froskinum! Þvílík martröð. . . . EINU SINNI AÐ KAUPA OKKUR SPEGIL. Í VINNUNNI ERU V IÐ ÞEKKTIR SEM NÁUNGINN SEM SLÆR ÖLL YFIRVINNUMET. KLÚBBURINN: PLÁGA MÁNAÐARINS MÁNUDAGUR 7 HJÁLEIÐIR Fæst í Hagkaupum og í apótekum um land allt 50% stærri og þykkari varir strax!! Áhrifamikið varagloss sem virkar á aðeins mínútu en endist í marga klukkutíma. Sjáanlegur árangur strax. Kemur í fjórum litum. Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.