24 stundir - 11.04.2008, Blaðsíða 27
Samningar hafa náðst milli
nýrra leigutaka Meðalfellsvatns og
Veiðikortsins um að handhafar
kortsins geti veitt í vatninu. Óskar
Páll Sveinsson, upptökustjóri og
stórveiðimaður, býr á bökkum
vatnsins og við spurðum hann
við hverju veiðmenn ættu að
búast af vatninu. „Hér er aðallega
staðbundinn urriði og mikið af
honum. Mest er um smáan fisk en
góðir fiskar inn á milli allt að 5-7
punda. Það veiðist víðast í kring-
um vatnið. Mér hefur reynst
best að nota litlar púpur og litlar
straumflugur. Fyrst á vorin geta
menn átt von á þokklegri sjóbirt-
ingsveiði. Ég hef lítið orðið var við
bleikjuna síðustu árin. Síðan fer
lax að ganga í vatnið á miðju sumri
og virðast sumir veiðimenn leggja
áherslu á að ná honum þó oft slys-
ist hann á færi silungsveiði-
manna.“ Sjálfur segist Óskar Páll
ekki vera búinn að bleyta færi í
vatninu þetta vorið. „Lofthitinn
þarf að ná 6-7 gráðum, þá kviknar
flugan og fiskurinn fer af stað.“
Meðalfellsvatn bætist í Veiðikortið
Mest af urriða
24stundir FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 27
Fyrri umsóknarfrestur er til 15. apríl.
Seinni umsóknarfrestur er til 30. maí.
Kynntu þér námið á www.hr.is
ALLIR nemendur í meistaranámi
í alþjóðaviðskiptum við HR fara í
3–6 mánuði til útlanda og stunda
nám í öðrum háskólum eða sinna
sérverkefnum hjá samstarfs-
fyrirtækjum HR. Í haust fara 50
nemendur til 20 borga víðs vegar
um heiminn.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
6
6
0
Það er fimm stiga hiti og norðan
gola. Undir norðurhlíðinni er þó
smá-skjól við Vífilstaðavatnið. Þar
er Atli Sigurðsson að gera sig klár-
ann ásamt 12 ára afastráknum sín-
um honum Hákoni Friðrikssyni.
Atli segir þetta vera fyrstu veiðiferð
þeirra í sumar. „Ég býst nú ekki við
mikilli veiði, það er búið að vera
svo kalt upp á síðkastið. Ég hef
gengið nokkra hringi um vatnið
upp á síðkastið og ekki orðið var
við neitt líf ennþá. Engar uppí-tök-
ur og ekki séð veiðimenn setja í
fiska.
En þeir ætla þó að reyna fyrir sér.
„Þetta er meira til að ná úr sér
hrollinum og prufa græjurnar.
Vinir mínir voru hér í gær og urðu
ekkert varir en þetta kemur.
Þeir setja saman flugustöng og
kaststöng. „Ég veiði hérna bara á
flugu en strákurinn notast við
flugu og flotholt,“ segir Atli og
heldur áfram. „Við byrjuðum að
veiða saman í fyrra, fórum í Þing-
vallavatn og Úlfljótsvatn og lentum
í mokveiði!“ segir Atli. „Já, það
gengur rosalega vel!“ segir Hákon
brosandi, nýkominn í nýju neop-
ren-vöðlurnar sínar sem eru alger
nauðsyn í svona köldu vatni.
„Ætli ég fari ekki fljótlega að
kenna honum að kasta flugunni,“
Fyrsta veiðiferðin í sumar
Gott að prófa græjurnar
Vorveiði Atli og Hákon gera
allt klárt í Vífilstaðavatni.
segir Atli. Hann segist vera með
Veiðikortið og segir það frábæra
nýjung að geta veitt ótakmarkað í
þrjátíu og einu vatni fyrir 5000
krónur á ári. „Svo get ég tekið
strákinn frítt með mér þar til hann
verður 14 ára gamall.“ Á tauminn
fer lítil svört fluga með hvítu stéli.
„Þessi gaf mér vel hér í fyrravor,“
segir Atli. „Hér heldur urriðinn sig
á vorin, best að athuga hvort hann
er vaknaður á undan bleikjunni.“
VARSTU AÐ FÁ’ANN?
Sendu okkur sögur og myndir
á veidi@24stundir.is
Sjóbirtingsveiði hefur á flestum
stöðum verið köflótt það sem af er
ári. Frost og ísrek hafa gert veiði-
mönnum erfitt fyrir en þó hefur
gefið þegar sól skín og aðstæður
batna.
Á vefnum svfr.is segir að Jó-
hannes Guðmundsson og félagar
hafi lent í skoti Tungufljóti í Skaft-
ártungum. Fengu þeir 28 fiska en
mjög mikið var af stórfiski.
Vildu veiðimenn meina að
svæðið ætti mikið inni þar sem sil-
ungurinn sé ekki nándar nærri
kominn í niðurgöngubúning.
Hann sé enn tiltölulega dökkur á
lit.
Til upprifjunar voru hlýindi og
vatnavextir í upphafi tímabils í
fyrra og höfðu menn þá á orði að
stór hluti birtingsins hefði gengið
til sjávar áður en menn máttu egna
fyrir hann með flugunni. Kunnugir
sögðust taka eftir breytingum á
göngumynstri sjóbirtingsins, hann
virtist flýta ferð sinni til sjávar á
hverju vori undanfarinn áratug. Ef
kuldatíðin sem nú hefur ráðið ríkj-
um heldur áfram, má búast við að
vorveiði á sjóbirtingi gæti enst vel
fram eftir þessu vori.
Köflótt sjóbirtingsveiði
Mikið af stórfiski
Vorhefti Veiðimannsins er kom-
ið út. Blaðið er fjölbreytt að venju,
þar má finna veiðistaðalýsingu um
Selá í Álftafirði, viðtal við þurr-
flugumeistarann Jón Aðalstein
Þorgeirsson sem gefur uppskriftir
að leyniflugunum sínum, fjallað er
um veiðar í Quebeck í Kanada,
Sigurður Rósarsson skrifar hug-
leiðingu um sleppingar á fiski og
rætt er við heldri félaga í SVFR, þá
Halldór Þórðarson, Friðleif Stef-
ánsson og Ólaf Ólafsson. Glæsilegt
blað í ritsjórn Bjarna Brynjólfs-
sonar.
Nýr Veiðimaður