24 stundir - 11.04.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 24stundir
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@24stundir.is a
Innsæið er mikilvægast
af öllu.
Albert Einstein
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@24stundir.is
„Þetta er saga um Lárus, nægju-
saman, hæfileikaríkan mann sem
er á uppleið í starfi sínu. Hann ger-
ir tímamótauppfinningu en fær
ekki að njóta velgengninnar vegna
þess að yfirmaður hans telur hann
of ljótan. Í stað Lárusar er aðstoð-
armaður hans fenginn til að fara á
ráðstefnu til að kynna vöruna. Lár-
us er auðvitað ekki sáttur og grípur
til ráðstafana sem hafa afdrifaríkar
afleiðingar,“ segir Jörundur Ragn-
arsson sem fer með hlutverk Lár-
usar í sýningu Þjóðleikhússins á
Þeim ljóta eftir Marius von Ma-
yenburg. „Þetta er skoplegt verk
sem verður martraðarkennt og sárt
á köflum. Það er grínádeila á þá
fegurðardýrkun sem er ríkjandi í
samfélaginu. Nútímamaðurinn er
hættur að skilgreina sig út frá því
sem hann fær í vöggugjöf heldur út
frá sjónarmiðum umhverfisins.
Þar er ríkjandi fegurðarstaðall og
línan er dregin á milli fallegs fólks
og ljóts fólks og Lárus stenst ekki
þann staðal,“ segir Jörundur.
Lágstemmdur leikstíll
Ásamt Jörundi eru Dóra Jó-
hannsdóttir, Stefán Hallur Stefáns-
son og Vignir Rafn Valþórsson
leikarar sýningarinnar og leikstjóri
er Kristín Eysteinsdóttir. Jörundur
segir hlutverk Lárusar vera krefj-
andi enda er hann á sviðinu allan
tímann og þarf að túlka miklar
sviptingar í lífi persónunnar.
„Þetta er mjög vel skrifað leikrit.
Engar senuskiptingar eru skrifaðar
inn, það er skrifað í einu samfelldu
flæði. Það er líka lítið um leiklýs-
ingar þannig að við urðum að
finna okkar eigin leiðir. Leikstíll
okkar er lágstemmdur og við höf-
um textann í forgrunni. Sumir
hafa tengt sýninguna við útvarps-
leikhús því áhorfandinn fær algjör-
lega að njóta textans. Það var leik-
ritið sjálft sem ýtti okkur í þessa
átt. Við komumst að raun um að
um leið og við reyndum að bæta
einhverju inn sem leikskáldið hafði
ekki sett inn í verkið þá dó allt.“
Gefandi vinna
Jörundur hefur leikið á sviði, í
kvikmyndum og sjónvarpi en hann
skrifaði og lék í þáttunum Næt-
urvaktin. „Ég hef verið frekar
heppinn og eitt verkefnið hefur
tekið við af öðru,“ segir hann. „Það
er erfitt að bera saman þessa miðla.
Við kvikmyndatökur veit maður
að hægt er að taka hlutina upp
nokkrum sinnum og andrúmsloft-
ið er afslappaðra. Ég er oft stress-
aðri í leikhúsinu. Maður þarf á
stressinu að halda á sviðinu, til að
fá orkuna til að miðla til áhorf-
enda.“
Næsta verkefni Jörundar er þátt-
taka í Dagvaktinni en upptökur
hefjast um miðjan mánuðinn.
„Vinnan við Næturvaktina var af-
skaplega gefandi, skapandi og lær-
dómsrík. Þess vegna hlakka ég til
að hefja upptökur á Dagvaktinni.
Það er ekkert skemmtilegra en að
vinna með hóp þar sem fólk nær
vel saman og talar sama tungumál-
ið.“
Jörundur „Maður þarf á
stressinu að halda á
sviðinu, til að fá orkuna til
að miðla til áhorfenda.“
Jörundur Ragnarsson fer með aðalhlutverkið í leikritinu Sá ljóti
Undarleg veröld
„Þetta er skoplegt verk
sem verður martrað-
arkennt og sárt á köfl-
um,“ segir Jörundur
Ragnarsson sem fer með
aðalhlutverkið í leikritinu
Sá ljóti eftir Marius von
Mayenburg.
➤ Jörundur Ragnarsson útskrif-aðist frá leiklistardeild
Listaháskóla Íslands árið
2006.
➤ Hann er einn af stofnendumleikfélagsins Vér morðingjar
sem meðal annars setti Pe-
netreitor eftir Anthony Neil-
son á svið.
➤ Meðal kvikmynda sem hannhefur leikið í eru Veðramót og
Astrópía.
MAÐURINN
24stundir/G.Rúnar
Á þessum degi árið 1814 afsalaði
Napóleon Bonaparte, keisari
Frakka, sér völdum. Hann var
dæmdur í útlegð til eyjarinnar
Elbu.
Upphafið að falli Napóleons má
rekja til herleiðangurs hans inn í
Rússland árið 1812. Sú för var
feigðarflan og leifarnar af her
Napóleons hörfuðu frá Moskvu.
Evrópuríki snerust mörg hver gegn
Napóleon sem bauðst til að afsala
sér völdum gegn því að barnungur
sonur hans tæki við af honum.
Þessu boði hans var hafnað.
Napóleon afsalaði sér þá völdum
og var sendur til Elbu. Hann flúði í
marsmánuði 1815 og sneri aftur til
Parísar þar sem stuðningsmenn
hans fögnuðu honum. Hann tók
sér keisaratitil að nýju og við tók
hundrað daga stjórn hans. Í mars-
mánuði 1815 var hann sigraður í
hinni frægu orrustu við Waterloo.
Hann afsalaði sér völdum í annað
sinn og var sendur í útlegð til
Sankti Helenu. Þar lést hann 5.
maí 1821. Allt frá dauða hans hafa
verið á kreiki sögusagnir um að
hann hafi verið myrtur en nýjar
rannsóknar benda til að svo hafi
ekki verið. Talið er að hann hafi
látist úr krabbameini. Napóleon
var 52 ára þegar hann lést.
MENNINGARMOLINN
Napóleon afsalar
sér völdum
Veröld gefur út ljóðabókina
Agnarsmá brot úr eilífð eftir
Ólaf Ragnarsson, fyrrverandi
bókaútgefanda og fréttamann.
Ljóðin orti Ólafur síðustu tvö
ár ævi sinnar eftir að hann
greindist með MND-sjúkdóm-
inn, hreyfitaugahrörnun, og
missti málið af völdum hans.
Ólafur Ragnarsson lést þann
27. mars síðastliðinn.
Brot úr eilífð
AFMÆLI Í DAG
Septimus Severis
Rómarkeisari, 146
Vincent Gallo leikari, 1962
Vaka-
Helgafell
sendir nú frá
sér kvæða-
safn Þór-
arins Eld-
járns sem
hefur að
geyma mik-
inn skáldskaparfjársjóð: allar
útgefnar ljóðabækur hans,
átta talsins, og úrval úr fimm
barnaljóðabókum, hátt á
fjórða hundrað kvæða alls.
Hér má finna afar fjölbreyti-
legan ljóðaforða: hárbeittar
ádeilur, græskulaust gaman,
sorg og trega, heimspekilegar
vangaveltur, náttúrustemn-
ingar, orðaleiki, íhuganir um
lífið, söguna, landið og tungu-
málið. Mörg ljóðanna eru
bundin í rím og stuðla en
önnur lausbeislaðri í formi.
Kvæðasafn
Þórarins
Út eru
komnar
bækurnar
Undra-
heimar
Rómar í
nýju ljósi
og Undra-
heimar
Egypta í
nýju ljósi. Þetta eru nýstár-
legar bækur þar sem frum-
legar fellimyndir sýna horfinn
heim fornra tíma og fróðlegur
texti segir frá sama heimi á
skýran og
skemmti-
legan hátt.
Texti og
myndir eru
eftir Leigh
Grant. Ís-
lenska þýð-
ingu gerði
Pétur Hrafn
Árnason.
Þarna eru myndir af Róm-
artorgi, musterum, öld-
ungaráðinu, dómstólum,
hringleikahúsinu Kólosseum
og píramídum og hofum far-
aóanna.
Undraheimar
fyrir börn