Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 16
John Redmond
ar í setuliðinu i Curragh, skammt frá Dyflinni, tóku
þá þann kost að segja helclur af sér en hlýðnast
fyrirmælunum. Þessari uppreisn herforingjanna lauk
með því, að þeir héldu störfum sínum áfram, en
hermálaráðuneytið gaf þeim kynlegt loforð, þar
sem því var heitið að þeir fengju ekki framar nein
fyfirmæli um hernaðaraðgerðir gegn Úlster. (Asquith
neitaði því að vísu síðar, að þessi yfirlýsing hefði
neitt gildi, og hermálaráðherrann sagði af sér). Það
virtist allt benda til, að Carson hafi vitað livað
hann söng, er hann sagði á fundi um þetta leyti:
Heræfingarnar eru ólöglegar......... Sjálfboðaliðs-
sveitirnar eru ólöglegar, og ríkisstjórnin veit, að þær
eru ólöglegar.....Við skulum ekki óttast það sem
er ólöglegt.
Því var engan veginn svo farið, að allir mót-
mælendur í Úlster aðhylltust stefnu og starfsað-
forðir Carsons. Margir af leiðtogum írskra þjóðernis-
sinna voru raunar mótmælendur frá Norður-írlandi.
Og þótt hinir ábyrgari borgarar hefðu andúð á
þessari stefnu til borgarastyrjaldar, voru leiðtogar
I.R.B. alls ekki óánægðir með verk Carsons. Ef
Úlster kom sér upp her, urðu suðurhlutar írlands
að gera slíkt hið sama, og I.R.B. taldi ekkert ákjós-
anlegra en stofnaður yrði írskur her á írskri grund.
Sumir þessara manna höfðu jafnvel -vissa samúð
256 SUNNUDACSBiAÐ u ALÞÝBUBLAÐI0
með löndum sínum f Belfast eða eins og Padraic
Pearse ritaði um þetta leyti: — Persónulega finnst
inér sameiningarmaður með riffil ekki eins hlægi-
legur og riffillaus þjóðernissinni. — En þrátt fyrir
þetta gerði I.R.B. ekkert allt árið 1912 og fram
eítir ári 1913.
Fyrstu bardagasveitirnar, sem myndaðar voru í
Suður-írlandi, voru ekki svar við stofnun sjálfboða-
I'ðssveitanna í Úlster, heldur sprottnar upp úr vinnu-
deilu. Sumarið 1913 var nokkuð um verkföll í Dyfl-
inni, og 31. ágúst gerði lögreglan árás á fund verka-
manna. Tveir karlar og ein kona voru skotin til
bana, og um 40 lögreglumenn og 400 aðrir særð-
ust. Fáeinum dögum síðar var einn aðalforystu-
maður verkalýðshreyfingarinnar, James Larkin,
handtekinn og fangelsaður fyrir æsingaræður. All-
margir atvinnurekendur í borginni bundust og sam-
tökum og lýstu yfir verkbanni. í septemberlok voru
24, þúsund atvinnuleysingjar í Dyflinni. Undir for-
ystu James Connollys mynduðu verkamenn þá með
sér samtök, sem kölluð voru Borgaraherinn. Jafnvel
þött verkamenn yrðu að ganga að kostum atvinnu-
rekenda snemma árs 1914 og vinnudeilunni lyki þar
með, var Borgarahernum haldið við lýði. Tom Clarke
stöð þá orðið í stöðugu sambandi við foringja hans.
í október 1913 sendi æðsta ráð I.R.B. alkunnan
þjóðernissinna, O’Rahilly, til að fá Ian MacNeill
sagnfræðiprófessor við Dyflinnarháskóla til að beita
sér fyrir stofnun sjálfboðaliðasveita í líkingu við
sveitir Carsons. O’Rahilly flutti boðin án þess að
geta þess, að það væri gert að frumkvæði Bræðra-
lagsins og þess vegna var vandlega gætt, að Clarke
yrði ekki nefndur á nafn í þessu sambandi. Mac-
Neill féllst á tilmælin, og 25. nóvember var haldinn
fundur í Dyflinni og um 4 þúsund menn skráðir
í írsku sjálfboðaliðasveitina. Níu dögum síðar gaf
landstjórnin út tilkynningu, þar sem bannað var
að flytja vopn til írlands.
Vegna þess, að enn voru miklar vonir um þing-
ræðislega lausn á málunum, gekk liðssöfnunin ekki
eins vel hjá þjóðernissinnum og hún hafði gert hjá
sameiningarmönnum. í árslok höfðu um 10 þúsund
írskir sjólfboðaliðar látið skrá sig. I.R.B. kom mörg-
um félögum sínum fyrir í yfirstjórn sjálfboðaliða-
sveitanna og sem foringjum flokka víðs vegar um
landið, og ef í harðbakka slægi, bar þessum mönn-
um að hlýða I.R.B. fremur ’ en yfirmönnum
sjálíboðaliðasveitanna. — Þá var einnig sett á lagg-
irnar nefnd, sem skyldi smygla vopnum inn í
landið, og var O’Rahilly formaður hennar.
Þessi nefnd útvegaði sjálfboðaliðunum fyrstu
vopnin án beinnar aðstoðar Bræðralagsins. Lögregl-
ari var farin að fylgjast með öllum ferðum O’Ra-
hiliys, og þess vegna tóku aðrir nefndarmenn til
starfa án vitneskju hans. Rithöfundurinn Dari'ell
Fjggis, Sir Roger Casement, sem hafði verið sleg-
inn til riddara fyrir skýrslu sína um meðferð inn-
fæddra manna í belgísku Kongó, og rithöfundurinn
Frskine Childers útveguðu 1500 Mauser-riffla og
skot í þá í Hamborg. í Norðursjónum var nokkuð
af þessum vopnum flutt yfir í skúta Childers, Ás-