Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 20

Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 20
Asqvith ætlar að rétta Redmoad heima- stjórn, en það' er gripið í taumana. Skop- mynd úr Punch. þar einhvers staðar og voru staðráðin í því að grípa hann. Lcit var gerð í vistarverum manna og útihús- um, vörður var settur við alla vegi, og lestin, sem fór til Dyflinnar um kvöldið, var tafin, meðan hver cinasti íarþegi var rannsakaður. En lögreglan virt- ist greinilega hafa takmarkað hugmyndaflug. Þegar Ipstinni var loks leyft að halda af stað, var Manteith innan borðs; hann var bara ekki meðal farþeganna, heldur frammi í kyndiklefanum, klæddur í óhrein- an samfesting. Þegar handtaka Casements fréttist til Dyílinnar, gaf McNeiII út fyrirmæli um að fresta þeim heræf- ingum sjálfboðaliðanna, sem ákveðnar höfðu verið á páskadag. Hi-aðboðar, voru sendir af stað á laugar- dagskvöld til Cork og Belfast, og O’RahilIy ílýtti sér til Limerick með þessi fyrirmæli MacNeils. Orð- seningar voru einnig birtar í Dyflinnarblöðum, þar sem hervæðingunni var aflýst. En þrátt fyrir þessi afnoð voru allar kirkjur í borginni fullar á laugar- dag af einkennisklædduúi sjálfboðaliðum, sem voru komnir til að skrifta og fá aflausn til undirbúnings þeim hættum, sem biðu þeii-ra. Yfirvöldin í Dyflinnarkastala voru á hinn bóginn örugg með sig eftir handtöku Casements og eyði- leggingu vopnasendingarinnar. Frá því um miðjan fcórúar höfðu Bretar náð og ráðið öll þýðingarmik- il skeyti sem farið höíðu milli Bandaríkjanna og Þýzkalands. Skeyti Philomenu Plunkett frá 15. apríl var þar á meðal og þess vegna höfðu Bret- ar vitað fyrirfram, að gerð yrði tilraun til að flytja vopn til írlands, og þeir gátu þar með vitað nokkurn veginn, hvenær uppreisnin ætti að hefjast. — Af ein- hverjum ástæðum hafði hernaðaryfirvöld- unum í Dyflinni þó ekki verið formlega tilkynnt, að hætta væri á uppreisn á 2. í páskum, og óopinber skilaboð sem bárust landstjóranum, 'Wimborne lávarði, 18. apríl, voru ekki talin hafa' við neitt að styðjast. Þcgar þýzku vopnin voru úr sögunni, virtist ótrú- legt, að nokkur veruleg hætta gæti verið á ferðum, og þessi skoðun virtist fá staðfestingu, þegar her- æfingunum um páskana var aflýst. Yfirvöldin höfðu meira að segja nokkra ástæðu til að vera ánægð, því að nú höíðu fengizt áþreifanlegar sannanir fyrir makki írskra þjóðernissinna við Þjóðverja, en þar með var fundin lagaleg ástæða til að handtaka kunna óróaseggi víðs vegar um landið. Handtökuskipanir höfðu líka verið gefnar lit, en þar eð Bretar töldu a-skilegt að þessar handtökur færu allar fram sam- tímis alls staðar, beið landstjórinn með að láta hand- taka grunaða menn í Dyflinni. Snemma á páskadagsmorgun hélt herráð Í.R.B. skyndifund. Herráðsmennirnir höfðu þá fengið fregn- ir um afdrif Auðar, og þá grunaði, að Bretar hygðust Iinndtaka leiðtoga þjóðei'nissinna. Clarke var samt a því að gera uppreisn, hvað sem það kostaði. Hann héJt því íram, að almenningur myndi glata trú sinni á foringjana, ef þeir létu handtaka sig mótspyrnu- laust, og það gæti riðið hreyfingunni að fullu. Conn- olly, McDermott og Pearse studdu mál Clarkes, og aðrir ráðsmenn féllust á afstöðu þeirra um síðir. Þcgar gengið var til atkvæða voru allir sammála um ákvörðunina. Uppreisnin skyldi hefjast á hádegi næsta dag. i , 260 sunnudagsiicaÐ — alpýðublaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.