Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 19

Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 19
verja. Sá, scm ekki var ánægður, var Sir Roger Casement. Hann gerði sér grein fyrir því, að upp- reisn upp á þessi býti hlyti að þýða, að írar yrðu felldir í vonlausum bardaga, og því ákvað hann að komast til írlands á undan Auði og afstýra upp- reisninni. Honum tókst að sannfæra Þjóðverja um, að það væri þeim mest í hag að senda sig með kafbáti til írlands, og 12. apríl hélt hann frá Kiel í fylgd með tveimur löndum sínum, Monteith höf- uðsmanni og manni að nafni Bailey. Bræðralagið hafði nú lokið öllum undirbúningi og eftir var aðeins að framkvæma ráðagerðirnar. Á páskadag áttu sjálfboðaliðarnir og Borgaraherinn að taka á sitt vald ýmsar þýðingarmiklar byggingar í Dyflinni og loka öllum vegum tii borgarinnar. Til þessara aðgerða átti að nota um 3 þúsund menn, þótt raunar væri vafasamt, að hægt yrði að leggja þeim öilum til vopn. Utan borgarinnar voru um 13 þúsund sjálfboðaliðar, sem vopna átti með riffl- unum í Auði, og þeir áttu -að hindra brezkar her- sveitir í að halda til Dyflinnar. Þá áttu sjálfboða- liðar í Belfast að umkringja herstöð Breta í Ennis- killen og aðrar írskar sveitir áttu að ráðast á her- stöðvarnar í Curragh og Athlone. í herráð Bræðralagsins hafði nú verið bætt við þremur mönnum, þeim Connolly, Thomas Mac- Donagh og Eamonn Kent, þannig að sjö menn báru áh.vrgð á þeim ákvörðunum, sem teknar voru. Af þessum sjö mönnum var Clarke sá eini, sem liafði nokkra reynslu af liernaðaraðgerðum áður, og hann hafði þó verið handtekinn í upphafi ferils síns; af hinum sex var einn verkalýðsforingi, einn blaðamað- ur, einn tónlistarmaður og þrír ljóðskáld. 3. apríl gaf Pearse, sem herráðið hafði útnefnt hershöfðingja írska lýðveldishersins, sjálfboðaliðun- um fyrirmæli um að taka þátt í þriggja daga her- æfingum, sem hæfust á páskadag. Þegar prófessor MacNeill, sem formlega var yfirmaður sjálfboða- liðasveitanna, frétti um þessi fyrirmæli Pearses, boðaði hann yfirstjórn sjálfboðaliðanna til fundar og krafðist þar þess af þeim Pearse, Kent og Mac- Donagh að þeir lofuðu að gefa ekki út nein fyrir- mæli til sjálfboðaliðanna, nema með samþykki hans. I R.B. foringjar lofuðu þessu strax. Prá hernaðarlegu sjónarmiði var uppreisnaráætl- un Bræðralagsins heimskuleg, og nú bætti herráð- ið gráu ofan á svart með því að gera breytingar á síðustu stundu. Einhver athugull maður mundi eftir þvl, að á annan í páskum færu fram veðreiðar, °g þangað var öruggt, að margir brezkir liðsfor- iogjar í borginni færu. Af þeim sökum var ákveðið að fresta uppreisninni um einn dag. En það sem verra var, samtímis var ákveðið að fresta komu •ðuðar með þýzku vopnin um einn dag. Philomena Plunkett, systir Joseplis Plunketts, kom til New York 14. apríl með skilaboð, sem þýzka ræðismanns skrifstofan þar sendi áleiðis til þýzku herstjórnar- innar. í þessari orðsendingu var farið fram á það, að Auður kæmi ekki til írlands fyrr en á páska- dag, 23. apríl. Þetta skeyti barst til Þýzkalands 14. apríl, en þá var vika liðin frá því að Auður lét úr höfn, og loftskeytatæki voru engin um borð í skipinu. Með tilliti til þess, hvaða krókaleiðir orðsending- ar urðu að fara, var það kannski ekki svo undarlegt, að ekkert svar barst frá Þjóðverjum. En engu að siður gekk herráðið út frá því að þessi orðsending lief'ði komizt til skila og Þjóðverjar orðið við beiðn- inni Slíkt var auðvitað ekki. Auður hélt norður fyrir Skotland, stóð þar af sér ofviðri og tókst að forð- ast brezk herskip, og á skírdagskvöld sigldi hún inn á Traleeflóa. Skipstjórinn, Karl Spindler, var hreyk- inn yfir því að hafa komizt á leiðarenda á fyrsta levfilega degi. En á ströndinni sást ekkert lifsmark, svo langt sem augað e.vgði. Spindler beið eins lengi og hann þorði og gaf ljósmerki, en fékk ekkert svar úr landi. Þegar birti af degi og föstudagurinn langi rann upp, þorði hann ekki að dvelja lengur og hélt til hafs. Um hádegsibilið kom brezkt varðskip auga á Auði og síðdegis höfðu herskip umkringt hana. Farið var með skpið til hafnar í Queenstovvn, og þar sprengdi skipstjórinn það i loft upp, heldur en að láta farminn falla í hendur Bretum. í Dyflinni fór ekki heldur allt samkvæmt áætlun. Á skírdag var MacNeill orðinn sannfærður um, að heræfingarnar um helgina væru aðeins yfirvarp til að leyna uppreisn, og seint um kvöldið hélt hunn við annan mann til fundar við Pearse. Pearse var rifinn upp úr rúminu. og Mac Neill skýrði honum frá grunsemdum sínum og sakaði hann um að fara á bak við sig. Pearse játaði það undir eins. — Þetta var nauðsynlegt, var hið eina sem hann sagði sér til afsökunar. McNeill var engan veginn sammála um nauðsyn- ina, og hann svaraði þvi ti) ,að liann skyldi gera allt, sem í hans valdi stæði til að koma í veg fyrir upp- reisnina; þó myndi hann ekki skýra Bretum frá því. hvað í vændum væri Þetta sama kvöld nálgaðist kaíbáturinn, sem flutti Casement og félaga hans á land, og árla morgun- ininn eftir var þeim skotið á land við Tralee flóa á bálfónýtum bát. Casement var sjúkur og að niður- lotum kominn, og hann lagði sig til svefns skammt frá lendingarstaðnum, en þoir Monteith og Bailey héldu á meðan til Tralee til að setja sig í samband við sjólfboðaliða þar. Einum eða tveimur klukku- tímum eftir komu þeirra, fann lögreglan bátinn, sem þeir höfðu komið á, í fjörunni, og þar eð báturinn var þýzkur og hafði greinilega ekki komið af sjálf- um sér, var hafin leit að bátsverjum. Upp úr hádeg- inu fannst Casement sofandi skammt undan, og hann var tekinn fastur og fluttur á lögreglustöðina í Tra- lee. Þá voru einnig teknir höndum nokkrir af for- ir.'gjum sjálfboðaliðasveitanna á staðnum, en Monteith tókst að komast undan. Hann var sömu skoðunar og Casement um uppreisnina, og þar eð greinilegt var að ráðagerðirnar ætluðu að mistakast, ákvað hann að halda til Dyflinnar og vara herráðið við að reyna að fá samþykkt. að ekkert yrði gert frekara að þessu sinni en að útbýta vopnunum úr Auði. En nú var allt orðið krökkt af lögreglu og her- rronnum í Tralee. Yfirvöldin vissu, að Monteith var ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAB 259

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.