Morgunblaðið - 02.07.2003, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.07.2003, Qupperneq 22
innlit lifun byggingarnar og tengir þær þannig saman en strax var ákveðið að leyfa gamla húsinu að halda útliti sínu með frönskum gluggum og láta nýbbygginguna fá sjálf- stætt útlit. Byggingarnar eru síðan tengdar með litum, hvítu og gráu, og viðnum. Þar sem sami arkitektinn kom að vinnu við byggingarnar að utan sem innan má segja að rýmið sé nýtt til fullnustu enda innrétt- ingar teiknaðar sem hluti af nýbygging- unni. Langskorin eik var valin sem aðalefniviðurinn í gólf og innréttingar vegna þess hve klassísk hún er og eins fer eikin vel með hvítu og stáli. Það sama á við um lýsingu, ljósin eru þar sem þau hafa tilgang og hlutverk. Allt útlit er agað , klassískt og einfalt. Vandaður frágangur og lausnir er eitthvað sem tekið er eftir í innréttingum en smiðirnir hjá Selósi á Selfossi hafa smíðað allt inn í húsið og haft umsjón með því verki. Þeir komu einnig fyrir arni sem tengir stofurnar saman en arinninn hafði áhrif á hönnun eldhússins þar sem hann er hinum megin við vegginn og tekur pláss í innréttingu. Arinninn var keyptur í Noregi og fer vel við einfalt yfirbragð heimilisins. Hann getur hvort tveggja verið opið eld- stæði og lokað. Birta og lýsing í nýbyggingunni er eftir- tektarverð. Stórir gluggar frá lofti niður í gólf, horngluggar og loftgluggar eru staðsettir með tilliti til stöðu sólar og birtuskilyrða og að íbúar fái notið þeirra, m.a. er loftgluggi yfir baðkari, gluggi uppi við rjáfur beint á móti stiga sem er eins og síbreytilegt málverk og stór gluggi í svefn- herbergi þar sem útsýni er yfir allt Ingólfsfjall. Það má með sanni segja að samspil ólíkra þátta hafi tekist vel þegar horft er til þess viðamikla verkefnis að tengja saman það gamla og nýja þar sem íslenskt umhverfi, landslag og birta hafa ráðið miklu í allri umgjörð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.