24 stundir


24 stundir - 16.07.2008, Qupperneq 2

24 stundir - 16.07.2008, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 27 Amsterdam 18 Alicante 26 Barcelona 27 Berlín 22 Las Palmas 20 Dublin 21 Frankfurt 25 Glasgow 17 Brussel 17 Hamborg 20 Helsinki 21 Kaupmannahöfn 22 London 22 Madrid 29 Mílanó 27 Montreal 18 Lúxemborg 25 New York 24 Nuuk 9 Orlando 25 Osló 18 Genf 22 París 26 Mallorca 28 Stokkhólmur 23 Þórshöfn 11 Vestan og norðvestan 3-10 m/s. Skýjað á Norðausturhorninu en annars léttskýjað að mestu. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast sunnanlands. VEÐRIÐ Í DAG 11 13 10 10 14 Hlýjast sunnanlands Norðvestan 8-13 m/s og dálítil væta norð- austanlands, en annars hægari vindur, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnan til. VEÐRIÐ Á MORGUN 12 13 12 9 11 Skýjað og stöku skúrir Gunnar Svavarsson, fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn Hitaveitu Suðurnesja (HS), segir að í ljósi ný- legra ummæla Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur (OR) ekkert eiga að standa í vegi fyrir því að OR uppfylli kaupsamn- ing sinn við Hafnarfjarðarbæ um kaup á 14,6 prósenta hluta bæjar- ins í HS fyrir 7,7 milljarða króna. „Í samræmi við nýju orkulögin ætti Orkuveitan auðveldlega að geta eignast 30 prósent í sérleyf- isfyrirtækinu,“ segir Gunnar. Hjörleifur lýsti því yfir á dög- unum að OR gæti áfram átt sín 16 prósent í HS þrátt fyrir að áfrýj- unarnend samkeppnismála hefði úrskurðað að hún mætti ekki eiga meira en 10 prósent og vísaði þar til þess að hún gæti átt meira í sér- leyfishlutanum. elias@24stundir.is Hlutur Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja OR getur víst keypt Vörn Jóns Ólafssonar kaupsýslu- manns og meðákærðu í einu um- fangsmesta skattamáli sem rann- sakað hefur verið hér á landi mun að stórum hluta byggjast á því að leyst hafi verið úr ágreiningi hjá yf- irskattanefnd og því sé ákæran byggð á ónægum forsendum. Þá hafi upphæðirnar, samtals á annan milljarð, verið greiddar til baka, samkvæmt heimildum 24 stunda. Ákæran á hendur Jóni, Hregg- viði Jónssyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Norðurljósa og Ís- lenska útvarpsfélagsins, Ragnari Birgissyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Skífunnar, og Sím- oni Ásgeirssyni endurskoðanda verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mh Ákæra á hendur Jóni Ólafs þingfest í héraði Segja málið leyst hjá yfirskattanefnd Landspítalinn hefur formlega ósk- að eftir því við heilbrigðis- og fjár- málaráðuneyti að fá greitt fyr- irfram af fjárlögum til þess að geta greitt niður skuldir sínar, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur, starf- andi forstjóra LSH. Segir hún stofnunina hafa fengið slíkar fyr- irframgreiðslur „nokkrum sinn- um“ áður. Jafnframt hefur stofnunin óskað eftir auknu fé úr fjáraukalögum, sem afgreidd verða í haust. Skuldir Landspítalans nema um 800 milljónum, mest vegna lyfja. Áætlar Anna Lilja að um helmingur skuldanna sé vegna vanskila ann- arra heilbrigðisstofnana sem keypt hafa ýmis konar vöru og þjónustu af Landspítalanum. Þá segir hún lækkandi gengi krónunnar eina meg- inástæðu skuldasöfnunarinnar því samningar stofnunarinnar séu í mörgum tilfellum gengisbundnir. þkþ LSH vill fá greitt fyrirfram Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem tal- inn er hafa stungið annan mann með hnífi í hálsinn við skemmtistað á Tryggvagötu aðfaranótt laugardags. Í læknisskýrslu segir að litlu hafi mátt muna að árásin hafi leitt til lífs- hættulegs ástands, örkumla eða jafnvel dauða. Það er mat dómsins að miklar líkur séu á því að sakborningurinn hafi framið brot sem varðar allt að sextán ára fangelsisvist. Hæstiréttur staðfesti því gæsluvarðhaldssúrskurðinn og stendur hann til föstudagsins 18. júlí. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir hnífamanni staðfestur í Hæstarétti Evrópusambandið, ESB, leggur til að borgað verði fyrir að binda fiskiskip aðildarríkjanna í höfn á meðan unnið er að til- lögum um hvernig hjálpa megi útgerðum til þess að lifa af hið gríðarlega háa olíuverð. ESB leggur til að styrkir til sjávar- útvegs verði auknir í allt að 2 milljarða evra eða 240 milljarða króna. Árlegir styrkir nú eru 84 milljarðar króna á ári, að því er greint er frá á vef Lands- sambands íslenskra útvegs- manna. Samkvæmt upplýsingum ESB er fiskiskipafloti aðild- arlandanna 40 prósentum stærri en æskilegt getur talist miðað við veiðiþol fiskistofnanna. Fiskiskip ESB verði bundin í höfn Eftir Þröst Emilsson the@24stundir.is „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að kanna kosti þess að hafa frítt fyrir alla í strætó. Hugarfarsbreyt- ingin sem af því hlýst að fjölga far- þegum strætó og fækka þar með bílum á götum borgarinnar er mikils virði,“ segir Ólafur F. Magn- ússon borgarstjóri. Ókeypis verður í strætó fyrir reyk- víska námsmenn í framhalds- og há- skólum í vetur, líkt og var á síðasta ári. Borgarráð samþykkti þetta á dögunum. Um 10% aukning varð á strætónotkun eftir að verkefnið hófst, skv. mælingu frá í mars. Stefnt er að enn frekari niður- fellingu strætisvagnafargjalda fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri og fyrir aldraða og öryrkja. Þetta er í samræmi við málef- naáherslur borgarstjórnarmeiri- hlutans en þar segir að gera eigi til- raun til að efla almenningssamgöngur með ókeypis strætó fyrir tiltekna hópa. Borgarstjóri vill hins vegar skoða hvort ekki beri að stíga skrefið til fulls fyrir lok kjörtímabilsins. „Það mælir ótal margt með því að koma á fríum almenningssam- göngum. Það tónar við okkar grænu skref og á tímum hás olíu- verðs yrði þetta tvímælalalust kjarabót fyrir borgarbúa.“ Hvorki hafa verið settar fram formlegar tillögur í þessum efnum né hafa viðræður farið fram við fulltrúa sveitarfélaganna sjö á höf- uðborgarsvæðinu, sem standa að rekstri Strætó bs. Þá liggur ekki fyrir hve mikið það kostar að hafa frítt í strætó fyr- ir alla en viðbótarkostnaður borg- arinnar vegna niðurfellingar far- gjalda fyrir námsmenn nemur um 270 milljónum króna. Vill ókeypis í strætó fyrir alla  Borgarstjóri vill efla almenningssamgöngur á krepputímum  Vill kanna möguleika á gjaldfrelsi fyrir alla fyrir lok kjörtímabils ➤ Strætó bs. er byggðasamlag íeigu sjö sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu. ➤ Strætó tók við af SVR og AV1. júlí 2001. ➤ Rekstur Strætó kostar um 3milljarða króna á ári. ➤ Farmiðatekjur eru um 700milljónir króna. ➤ Sveitarfélögin leggja Strætótil um 2,3 milljarða króna. Reykjavíkurborg greiðir tæp 70% eða rúman einn og hálf- an milljarð króna. STRÆTÓ BS Ólafur F. Magnússon LEIÐRÉTT ● Prestar Í umfjöllun um af- stöðu presta til staðfestrar sam- vistar láðist að taka fram að í hópi presta sem hvorki sögðu nei né já voru bæði þeir sem sögðust vera óákveðnir og þeir sem neituðu að svara. ● Vildi víst Í helgarviðtali féll út orðið „ekki“ þar sem Garð- ar Thór Cortes segir frá störf- um með þroskaheftum. Þar átti að standa: „Ég ákvað að ég vildi ekki vera maðurinn sem gæti ekki unnið þetta starf.“ ● Oddviti Flosi Eiríksson er ekki oddviti Samfylkingar í Kópavogi, eins og sagt var í 24 stundum, heldur Guðríður Arnardóttir. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Breskur ekkill hefur lokið við að púsla saman fleiri þús- undum pappírssnifsa af ást- arbréfum sem hann sendi til látinnar eiginkonu sinnar á þeim tíma er hann biðlaði til hennar. Ted Howard kláraði verkið eftir 15 ára vinnu, en kona hans reif bréfin í sundur og kom þeim fyrir í púða eftir að einhver hafði laumast til að lesa þau. aí Trúr ekkill í Bretlandi Púsl ástarinnar SKONDIÐ

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.