24 stundir - 16.07.2008, Side 19
Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson
thorkell@24stundir.is
Yelena Isinbayeva hóf íþróttaiðkun
sína þegar hún var fimm ára gömul.
Æfði hún fimleika í heimaborg
sinni í Rússlandi, Volgograd allt þar
til hún varð 15 ára. Aðalástæða þess
að hún hætti var sú að Isinbayeva
þótti vera of hávaxin til að ná góð-
um árangri í fimleikum.
Í kjölfarið færði hún sig yfir í
frjálsíþróttirnar og var fljótlega far-
in að æfa stangarstökk af krafti. Á
hennar fyrsta stórmóti sem fram fór
í Frakklandi árið 1998 stökk hún yf-
ir 4,00 m. Bætti hún sig svo jafnt og
þétt og stökk 4,20 m á Ólympíu-
leikunum í Sidney árið 2000, þeim
sömu og Vala Flosadóttir hafnaði í
3. sæti. Í júlí 2003 þegar Isinbayeva
var 21 árs að aldri setti hún heims-
met í fyrsta sinn í stangarstökki þeg-
ar hún stökk 4,83 m á móti í Eng-
landi. Síðan þá hefur heimsmetið
verið bætt 15 sinnum utanhúss.
Samlanda hennar, Svetlana Feof-
anova hefur tvisvar sinnum sett
heimsmet síðan þá en Yelena Is-
inbayeva 13 sinnum.
Ósigruð síðan árið 2004
Árið 2005 náði Isinbayeva lang-
þráðu markmiði þegar hún í fyrsta
skipti stökk yfir 5,00 m. Varð hún
þar með fyrsta konan í sögunni til
rjúfa fimm metra múrinn. Í karla-
flokki er talað um „Sex metra
klúbbinn“ og eru aðeins í honum
þeir stökkvarar sem farið hafa yfir
6,00 m í greininni. Ef tala á um
„Fimm metra klúbbinn“ hjá kon-
unum yrði það ansi fámennur
klúbbur þar sem Isinbayeva er enn
eina konan sem komist hefur yfir
fimm metrana.
Besti skráði árangur hennar í
stangarstökki er 5,03 m sem hún
náði á gullmótinu í Róm, 11. júlí nú
í ár. Isinbayeva hefur unnið sigur á
öllum mótum sem hún hefur keppt
á síðan á Ólympíuleikunum í
Aþenu árið 2004 og staðfestir það
enn frekar hversu mikla yfirburði
hún hefur í greininni. Yelena Isinba-
yeva var útnefnd íþróttakona ársins
bæði árið 2004 og 2005 af alþjóða-
frjálsíþróttasambandinu, IAAF.
Líkar ekki við Feofanovu
Faðir Isinbayevu starfar sem
pípulagningamaður og tilheyrir
hann litlu þjóðarbroti sem kallast
Tabsarans. Búa Tabsarar í Dagestan
sem er innlimað í Rússland. Móðir
hennar er hins vegar algjörlega rúss-
nesk þannig Yelena Isinbayeva er
aðeins hálfur Tabsari.
Yelena er háskólagengin og
stundar nú masters-nám að krafti í
eðlisfræði og stefnir að því að öðlast
kennararéttindi í faginu. Að öðru
leyti eru hennar helstu áhugamál
rússnesk saga og höfrungar. Á hún
meðal annars nokkra höfrunga og
nýtur þess að synda með þeim þegar
henni gefst kostur.
Nokkuð frægt er að köldu andar
á milli Isinbayevu og samlöndu
hennar Svetlönu Feofanovu hennar
helsta andstæðings í stangarstökk-
inu. Hefur Isinbayeva meðal annars
komið inn á andúð sína á Feof-
anovu í blaðaviðtölum.
Markmið Yelenu Isinbayevu eru
háleit. Hún hefur sett mark sitt á að
stökkva yfir 5,15 m í síðasta lagi á
Ólympíuleikunum í London árið
2012. Gaman verður að fylgjast með
því hvort það takist hjá þessum frá-
bæra rússneska stangarstökkvara.
Methafi Yelena
Isinbayeva ætlar
stóra hluti á ÓL í
Peking en hún er
eina konan sem
hefur stokkið yfir
5 metra í stang-
arstökki.
Fimm metra konan
Yelena Isinbayeva hefur bætt heimsmetið í stangarstökki utanhúss 14 sinnum Rússneska frjálsíþróttakonan
er sú eina sem hefur stokkið yfir 5 metra Líkleg til afreka á Ólympíuleikunum í Peking
Rússneski íþróttamað-
urinn Yelena Isinbayeva
náði enn einum merk-
isáfanganum á ferli sín-
um sem stangarstökkvari
síðasta föstudag. Þá
bætti hún heimsmet sitt í
stangarstökki þegar hún
fór yfir 5,03 m. Þar með
bætti hún fyrra met sitt
sem hún setti árið 2005
um 2 sentímetra. Alls hef-
ur Isinbayeva bætt
heimsmetið í greininni 14
sinnum utanhúss en 21
sinni samtals.
➤ Markmið Yelenu Isinbayevueru háleit. Hún hefur sett
mark sitt á að stökkva yfir
5,15 m í síðasta lagi á Ólymp-
íuleikunum í London árið
2012.
HÁLEIT MARKMIÐ
21. maí 1992 Sun Caiyun Kína 4,05 m
18. júní 1995 Daniela Bártová Tékkland 4,12 m
5. ágúst 1995 Andrea Müller Þýskaland 4,18 m
11. sept. 1995 Daniela Bártová Tékkland 4,22 m
4. nóv. 1995 Sun Caiyun Kína 4,23 m
30. nóv. 1995 Emma George Ástralía 4,25 m
20. feb. 1999 Emma George Ástralía 4,60 m
21. ágúst 1999 Stacy Dragila Bandaríkin 4,60 m
9. júní. 2001 Stacy Dragila Bandaríkin 4,81 m
13. júlí 2003 Yelena Isinbayeva Rússland 4,82 m
22. feb. 2004 Svetlana Feofanova Rússland 4,85 m
27. júní 2004 Yelena Isinbayeva Rússland 4,87 m
4. júlí 2004 Svetlana Feofanova Rússland 4,88 m
25. júlí 2004 Yelena Isinbayeva Rússland 4,89 m
11. júlí 2008 Yelena Isinbayeva Rússland 5,03 m
HEIMSMETIN Í STANGARSTÖKKI FRÁ ÁRINU 1992
24stundir/BMS
Í lok áttunda áratugarins fóru konur að stunda stangarstökk og
Vala Flosadóttir varð Evrópumeistari innanhúss árið 1996 á fyrsta
stórmótinu þar sem stangarstökk kvenna var á dagskrá. Vala stökk
á þeim tíma yfir 4,16 metra. Vala setti síðar tvívegis heimsmet inn-
anhúss, 4,42 m og 4,44 m. Vala vann síðan til bronsverðlauna á Ól-
ympíuleikunum í Sydney árið 2000 þar sem hún stökk yfir 4,50
metra.
Þann 21. maí árið 1992 setti Sun Caiyun fyrsta heimsmetið í
stangarstökki en hún stökk þá yfir 4.05 metra utanhúss. Frá þeim
tíma hefur heimsmetið fallið ótal sinnum. Daniela Bartóva frá
Tékklandi bætti heimsmetið 9 sinnum með stutt millibili árið 1996
og hæst fór hún yfir 4,22 metra. Emma George frá Ástralíu bætti
heimsmetið 12 sinnum á árunum 1995-1999 og hún stökk hæst 4,60
m. Satcy Dragila frá Bandaríkjunum lét ljós sitt skína á árunum
1999-2001 og bætti hún metið 7 sinnum og fór yfir 4,81 m. Frá þeim
tíma hafa Rússarnir Svetlana Feofanova og Yelena Isinbayeva einok-
að stangarstökkið. Sú fyrrnefnda hefur sett 2 heimsmet en Is-
inbayeva 14. Íslandsmet Þóreyjar Eddu Elísdóttur er 4,54 metrar en
það setti hún árið 2004 og er það einnig Norðurlandamet.
Mikil breyting á 16 árum
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 19
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Árið 2005 náði Isinbayeva langþráðu markmiði
þegar hún í fyrsta skipti stökk yfir 5 metra. Is-
inbayeva hefur unnið sigur á öllum mótum sem hún
hefur keppt á síðan á ÓL í Aþenu árið 2004.