24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 30
Eftir Trausta S. Kristjánsson
traustis@24stundir.is
„Ég er soldið þreytt á að vera alltaf
kölluð dóttir Jóns Gnarr í fjöl-
miðlum, því ég á mér nafn,“ segir
Margrét Edda Jónsdóttir, nýjasti
meðlimur Merzedes Club.
Komst inn á eigin verðleikum
Þó að Margrét sé vissulega dótt-
ir Jóns Gnarr, sem samdi textann
við lagið Frelsi, einsog frægt er
orðið, hafði það lítið að segja með
inngöngu hennar í Merzedes
Club. Það kom ekki í ljós fyrr en
eftir á. En hún viðurkennir samt
að hafa verið örlítið stressuð í
prufunum.
„Já, því ég kunni ekki alveg lög-
in. Svo voru um 30 aðrar stelpur
þarna líka. En sem betur fer var
ekki bara verið að leita eftir því
hvort maður kunni lögin, heldur
var einnig horft mikið til sviðs-
framkomu og limaburðar, auk
söngsins,“ segir Margrét, sem er
enginn aukvisi þegar kemur að
limaburði, en hún hefur æft taek-
wondo frá átta ára aldri og stund-
að stífar æfingar með landsliðinu
undanfarið og er því stinn á rétt-
um stöðum, sem virðist eitt helsta
inntökuskilyrðið í hljómsveitina.
„Ég byrjaði í þessu með systk-
inum mínum um átta ára ald-
urinn, en hætti eftir eitt ár, því
mömmu fannst þetta ekki nógu
kvenleg íþrótt.
Þá fór ég að æfa listskauta í um
sex ár, en fann mig aldrei almenni-
lega þar, skipti aftur og sé ekki eftir
því,“ segir Margrét, sem verður
brátt handhafi svarta beltisins.
„Í raun ætti ég að hafa fengið
það fyrr, en ég hef verið svolítið löt
að fara í beltispróf.
En þetta kemur nú loksins rétt
fyrir áramót.“
Tekur sönginn framyfir
Margrét segist ekki í vafa ef hún
þyrfti að gera upp á milli söngsins
og taekwondo.
„Ég hef meiri áhuga á söngnum
núna. Þetta eru frábærir og
skemmtilegir krakkar sem eru í
bandinu og ég hlakka mikið til að
fara út til Portúgals,“ segir Margrét
svellköld, en hljómsveitin heldur
utan til Portúgals á fimmtudaginn
og geta aðdáendur hoppað með í
gegnum pakka frá Úrvali-Útsýn.
Þá má heyra og sjá Margréti
syngja og sparka á youtube.com/
maggaedda.
Margrét Edda Jónsdóttir er nýjasti meðlimur Merzedes Club
Með svarta beltið
í sviðsframkomu
Margrét Edda Jónsdóttir
er nýorðin söngkona í
Merzedes Club.
Hún æfir stíft taekwondo
og er þreytt á að vera
kölluð „dóttir Jóns
Gnarr“
Pabbinn Jón getur verið stoltur
24stundir/Árni Sæberg
Sæt söngkona Margrét
er í góðu formi og á því vel
heima í Merzedes Club.
30 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 24stundir
Eigum
gríðalegt úrval af
rafmagnspottum!
Það er farið að glitta í sumarfríið
og ég get ekki beðið! Fríið byrjar
á föstudaginn. Jeduddamía hvað
ég hlakka til.
Býst samt við að nota allt fríið
uppi í húsi. Ekki veitir af. Á eftir
er langþráður hittingur við
skemmtilegt og gott fólk.
Hjörtur Örn Arnarson
hjortur.blog.is
Á meðan ég verð úti að stússast í
góðri sólbrennutýpu (þeir sem
ekki eru með sólarexem myndu
eflaust tana og ég býst við að
nokkrir komi semi-svartir heim
úr ferðinni á meðan ég tek
danska fánann á þetta að
venju …)
Ingvar Örn Ákason
byssan.blogcentral.is
Hvers vegna stofnar Jóhannes í
Bónus ekki BónusBenzín … 99
krónur lítrinn og hálfvitarnir í
Shell og þessu shitti skrattast til
að lækka. Nema að Jóhannes
sjálfur eigi benzínstöðvarnar á Ís-
landi … Önnur lausn væri að
Ríkið stofnaði bensínsstöðvar …
Ásgeir Vísir
visir.blog.is
BLOGGARINN
HEYRST HEFUR …
Það er alltaf gaman á grannaslag Kópavogsliðanna í
knattspyrnu eins og reyndin var á mánudags-
kvöldið, þegar Blikar lögðu HK 2-1. Stuðnings-
menn liðanna eru jafnan skrautlegir og syngja háð-
söngva linnulaust meðan á leik stendur. Blikar
höfðu einnig klætt kynlífsdúkku í HK-búning og
áttu aðra til með hvítu laki, þar sem stóð: falldraug-
urinn...en HK er einmitt í neðsta sætinu. tsk
Íslenskt neftóbak þykir mörgum vera hið mesta
hnossgæti, en því hefur jafnan verið haldið fram að
hestaskítur sé meðal helstu hráefna þess.
Svo er þó ekki, því um er að ræða reykþurrkað hrá-
tóbak, sem blandað er ýmsum efnum til þess að
bleyta upp í því. Þá er það látið liggja í tunnum í
átta mánuði áður en því er pakkað. En hrossaskítur
eða ekki, þá er þetta allt sama óholla tóbakið. tsk
Emil Hallfreðsson hefur verið í sumarfríi á Íslandi
undanfarnar vikur en hann hélt aftur til Ítalíu í gær
þar sem hann leikur með Reggina. Emil sló ekki
slöku við í fríinu heldur æfði hann frjálsar íþróttir
undir handleiðslu Silju Úlfarsdóttur. Að sögn Emils
lét Silja hann taka harðar á því en nokkru sinni fyrr
og verður gaman að sjá hvort aukaæfingarnar gera
rauða ljónið enn sneggra og kraftmeira en áður. bba
„Ég mæli ekki með því að menn
drippli mikið boltanum en hver
hefur sinn háttinn á,“ segir Davíð
Sigurðsson, annar skipuleggjenda
Hróa Hattar Strandhand-
boltamótsins í Nauthólsvík sem
fram fer í fimmta skiptið 26. júlí.
Hugmyndin frá Þýskalandi
„Þetta er upphaflega hugmynd
frá handboltahetjunni Haraldi
Þorvarðasyni, sem kynntist þessari
íþrótt á sokkabandsárum sínum
sem atvinnumaður í Þýskalandi, af
öllum stöðum,“ segir Davíð og
brosir út í annað munnvikið enda
Þjóðverjar ekki þeir sem fyrst
koma upp í huga manns þegar
strandhandbolti er nefndur, þó svo
að þar sé ein sterkasta deild-
arkeppnin í handbolta í heim-
inum.
„Undanfarin ár hafa 16 lið skráð
sig til leiks og ætlum við að ná því
einnig í ár. Þegar eru átta lið komin
en þetta eru aðallega helstu liðin úr
N1 deild karla og kvenna,“ segir
Davíð, sem játar að hann sé engin
handboltahetja sjálfur. „Nei nei, ég
er það ekki. En það er alltaf gaman
að sprikla í sandinum. Ég hef að-
allega verið notaður sem uppfyll-
ingarefni þegar vantar menn í lið;
Ég spilaði til dæmis með einu
kvennaliði í fyrra, með misjöfnum
árangri þó,“ segir Davíð skömm-
ustulegur.
Þeir sem eru áhugasamir um
þátttöku geta sent Davíð tölvupóst
á netfangið david@go.is, þar sem
tekið skal fram heiti liðs, nafn for-
svarsmanns, símanúmer og net-
fang. traustis@24stundir.is
Fimmta strandhandboltamótið nálgast óðum
Alltaf gaman að
sprikla í sandinum
„Hann lyftir sér upp og...skorar!“
Frá mótinu í fyrra.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
5 2 7 8 6 9 4 3 1
3 6 8 4 7 1 5 2 9
9 1 4 2 3 5 6 7 8
6 5 1 3 8 2 7 9 4
2 7 3 9 1 4 8 5 6
4 8 9 6 5 7 2 1 3
7 3 5 1 4 8 9 6 2
1 4 2 5 9 6 3 8 7
8 9 6 7 2 3 1 4 5
Það borgar sig ekki að vera að auglýsa
svona; það stal einhver hundinum.
a
Útgáfutónleikarnir okkar á Ós-
hlíðinni hljóta að hafa losað
um einhverja hnullunga. Ætli bass-
inn hafi ekki verið falskur …
Lýður, er Grjóthrunið svona laglaust?
Lýður Árnason, læknir, leikstjóri og kvikmyndaframleið-
andi, er meðlimur í hljómsveitinni Grjóthruni, en í gær var
varað við grjóthruni á Óshlíðinni.
FÓLK
24@24stundir.is fréttir