24 stundir - 24.07.2008, Page 1

24 stundir - 24.07.2008, Page 1
24stundirfimmtudagur24. júlí 2008139. tölublað 4. árgangur Taco Bell Hjallahrauni 15 Sími: 565 2811 www.tacobell.is BILALAND.IS GRJÓTHÁLSI 1 & SÆVARHÖFÐA 2 FINNDU RÉTTA BÍLINN Á WWW.BILALAND.IS! Á nýja vefnum okkar, bilaland.is, geturðu fundið nákvæmlega þann bíl sem þú leitar að með einfaldri leit. Þú gramsar og rótar og færð allar upplýsingar um hvern bíl og skoðar fjölda mynda áður en þú kemur á staðinn - þannig verða bílakaupin miklu markvissari. Kokkurinn Agnar Sverrisson hefur slegið í gegn í London, en hann á og rekur veitingastaðinn Texture, þar sem skyr og þorskur koma í stað rjóma og smjörs. Kom, sá og kokkaði FÓLK»30 Björg Einarsdóttir og Ólöf Sverr- isdóttir bjóða upp á dans, leiklist og skapandi skrif á Sólheimum í Gríms- nesi þar sem allir geta komið saman og notið kyrrðar og skemmtunar. Hressa upp á andann HEILSA»18 13 13 20 12 16 VEÐRIÐ Í DAG »2 Bertel Ólafsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Ruddinn, er að gefa út sína aðra plötu. Á daginn er Rudinn við- skiptafræðingur. Gefur út plötuna 2 »30 Þórsmerkurferð er vinsæl á öllum aldri enda er fjölskylduferð Útivist- ar gríðarlega vinsæl þar sem prest- urinn Pétur Þorsteinsson leiðir hópinn. Útivist með Pétri »22 Kraftlyftingamaðurinn Þorsteinn Magnús Sölvason, eða Steini sterki eins og hann er kallaður, fer á Ól- ympíumót fatlaðra í Pek- ing í september. Steini sterki til Peking »16 NEYTENDAVAKTIN »4 337% munur á svefnpokum „Þetta er alrangt. Það má vel vera að ég hafi í einhverjum pósti gleymt að þurrka út undirskrift en allir stjórnarmenn áttu samskipti á sín- um vinnupóstföngum, enda áttu þeir ekki von á því að póstarnir færu fyrir annarra augu en stjórnar- manna,“ segir Örnólfur Thorsson. 24 stundir hafa afrit af tölvupóst- unum. Þar er framkvæmdinni mót- mælt og ekki síður hvernig að kynn- ingu á henni var staðið. Hugmyndum um sparkvöll á svæði milli Bauganess og Skildinga- ness hefur af til verið hreyft á síð- ustu árum. Í byrjun mánaðar komu jarðýtur og ruddu og sléttuðu svæð- ið. Hús Örnólfs stendur nærri svæðinu og fékk hann framkvæmd- ir stöðvaðar um tíma. Í kjölfarið tóku fulltrúar minnihlutans málið upp í borgarráði. „Það vekur athygli að nokkrum klukkutímum eftir að framkvæmd- ir hefjast sé komin fram fyrirspurn um málið í borgarráði. Ég vildi óska að Örnólfur legðist á sveifina með okkur í að finna var- anlega lausn á sparkvallamálum hverfisins. Það er greinilega gott að hafa hann með sér,“ segir Jón Þór Víglundsson. „Það er fjarri öllu lagi að ég hafi beitt mér þarna með óeðlilegum hætti,“ segir Örnólfur Thorsson. Í svari borgarstjóra við fyrirspurn fulltrúa minnihlutans segir m.a. að svæðið sé útivistar- og leiksvæði samkvæmt deiliskipulagi. Gerð sparksvæðis hafi verið sett inn á til- lögu til umhverfis- og samgöngu- ráðs um framkvæmdir ársins og kynnt á samráðsfundi borgarstjóra í Vesturbæ sl. vor. Ekki hafi annað verið vitað en að full eining væri um framkvæmdina en þegar í ljós hafi komið að svo var ekki hafi verið reynt að mæta sjónarmiðum sem flestra. „Þarna er verið að bæta leikað- stöðu barnanna en við bíðum átekta með að setja upp mörkin,“ sagði Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri. Karpað um spark- völl í Skerjafirði  Sparkvöllur barnanna skekur Skerjafjörð  Bíðum átekta með mörkin segir borgarstjóri „Í kaffistofunum skapast oft skemmtileg stemning þegar einn dregur upp munnhörpuna og spilar og annar fer með ljóð,“ segir Guðbjörg R. Guðmundsdóttir hjá Grund. „Við bjóðum vini og aðstandendur sérstaklega vel- komna í kaffihornin og dagstofurnar sem eru opnar allan daginn og ávallt er heitt á könnunni,“ segir hún en á myndinni sést Ingibjörg Jónsdóttir bjóða barnabarni og barnabarnabörnum kaffi og með því. Fá kaffi og með því 24stundir/Árni Sæberg„Í kaffistofunum myndast oft skemmtileg stemning“ Óttar Guðmundsson geðlæknir telur að niðurgreiða ætti alla þætti meðferðar fólks sem leiðréttir kyn með aðgerð. „Snýst um mannréttindi.“ „Fólkið á rétt á niðurgreiðslu“ »4 Nauðsyn að bæta úrræði fyrir fíkla Móðir ungs sprautufíkils segir sam- félagið verða að horfast í augu við fíkniefnavandann. Þörf sé á bættum úrræðum fyrir fíkla og að- standendur þeirra. »6 »12 Eftir Þröst Emilsson the@24stundir.is „Ég set ég stórt spurningarmerki við aðkomu hans að málinu. Hann á auðvitað hagsmuna að gæta sem íbúi og eðlilegt að hann leiti svara vegna framkvæmda sem þessara. En ég fæ ekki betur séð en að hann sé að beita sér sem forsetaritari og það finnst mér óeðlilegt,“ segir Jón Þór Víglundsson, íbúi í Skerjafirði. Hann vísar þar til afskipta Örnólfs Thorssonar, íbúa í Skerjafirði, af framkvæmdum við sparkvöll í hverf- inu og póstsendinga frá netfangi for- setaembættisins til stjórnarmanna í íbúasamtökum hverfisins.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.