24 stundir - 24.07.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 24.07.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 24stundir LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646 Útsalan í fullumgangi 20 -70% afsláttur 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Aðgangur heimila að lánsfjármagni hefur verið takmarkaður á und- anförnum mánuðum eins og glöggt má sjá á útlánatölum innlánsstofn- ana. Óhagstæð verðlags- og gengisþróun hefur hins vegar orðið til þess að skuldir heimilanna við bankakerfið hafa vaxið um 13% á árinu þótt ný lán hafi verið tiltölulega lítil. Skuldir íslenskra heimila við innlánsstofnanir námu 947 milljörðum króna í júní samkvæmt tölum frá Seðlabanka Ís- lands. Aukningin nemur 11% frá því á sama tíma í fyrra og um 13% frá því í árslok 2007. Samkvæmt spám greiningardeilda nær verðbólga hámarki í rúmum 14% í ágúst. Skuldirnar munu því enn aukast og greiðslubyrðin þyngjast í sama takti. Lækkunarferli stýrivaxta byrjar ekki fyrr en í nóvember að mati greiningardeilda. Það er því hætt við að hrikti í á mörgum heimilum og ástandið eigi enn eftir að versna eftir því sem líður á haustið. Raunar eru margir þegar komnir í þrot og hafa misst eignir sínar og enn fleiri standa í sömu sporum á næstu mánuðum. Bæði vegna verðlags- og gengisþróunar og ekki síður vegna offjárfestinga. En hvað er til ráða? Fyrir nokkrum vikum voru fjölmiðlar fullir af fréttum af frosnum fast- eignamarkaði. Þúsundir íbúða hafa verið byggðar umfram þörf. Stór hluti stendur auður, selst ekki. Verktakar og einstaklingar sem fóru af stað þegar betur áraði, standa uppi ráðalausir. Lánastofnanir leysa í auknum mæli til sín hálfköruð og fullbúin hús. Spurt er hvort ríkið eigi ef til vill að grípa inn í á tímum sem þessum eða sitja aðgerðalaust og horfa upp á fjölskyldur missa húsaskjólið, með til- heyrandi hörmungum. Leigumarkaður á Íslandi er ekki til svo heitið geti. Hann er hins vegar eina lausnin fyrir stóran hluta fólks í dag. En þá þarf líka að vera til leigumarkaður sem stendur undir nafni, líkt og við þekkjum í nágranna- löndunum. Ríki, sveitarfélög og lánastofnanir þurfa nú að svara því hvort betra sé að standa aðgerðalaus hjá þegar fjölskyldur komast í þrot og missa húsnæðið, með til- heyrandi aukningu vandamála, félagslegra sem ann- arra, eða hvort ef til vill gæti falist í því lausn að þróa hér alvöru leigumarkað sem gæfi öruggt húsaskjól fyrir sanngjarnt verð. Vandinn blasir við og meðan ekkert er að gert mun hann aðeins vaxa. Haust hörmunga Stundum kem ég heim að veit- ingahúsum í nánd við þjóðveginn þar sem fyllilega er gefið í skyn að hægt sé að fá mat – t.d. með orð- inu restaurant – og það er ekkert að fá. Þetta er í hádeginu og ekki búið að taka stóla niður af borðum. Útskýrt er að kokkurinn sé ekki kominn eða að hópur sé væntanlegur um kvöldið. Maður endar alltaf á hamborgarastöð- unum. Það þarf ákveðna stað- arþekkingu til að ferðast um landið og borða góðan mat. Í há- deginu er kokkurinn ekki kom- inn. Á kvöldin er maður fyrir rútuförmunum. Baldur Kristjánsson baldurkr.blog.is Enginn kokkur Stuðningsmenn glæpastjórn- arinnar í Peking flykkjast senn á skrautsýningu hennar undir verndarvæng Alþjóða ólympíu- nefndarinnar. Allar heimsóknir á sýninguna hljóta að flokkast sem stuðningur við stjórnina í Kína. Hún fer illa með íbúa lands- ins og enn verr með sigraðar þjóðir á landamærunum. Hún sá- ir einræði og harðstjórn um allan heim. Svo sem með hörðum stuðningi við verstu glæpastjórn- ir heims í Súdan og Simbabve. Forseti, menntaráðherra, kepp- endur og lúxusferðamenn geta ekki kjaftað sig frá þessum stuðn- ingi við stjórnina. Jónas Kristjánsson jonas.is Glæpastjórn Hvaða svæði ber að nýta til um- hverfisvænnar, sjálfbærrar og los- unarlausrar orkuöflunar og hvaða náttúru ber að vernda og láta alveg ósnerta. Mjög góð sátt er í samfélaginu um að vernda beri Þjórsárverin og þann merkilega gróður og fyr- irbæri sem þar eru. Á hinn bóg- inn eru sífrera- rústirnar þar að þiðna vegna hækkandi hitastigs á jörðinni. Minnir það okkur á að barátta þeirra sem mótmæla hvers konar nýtingu á náttúrunni til orkuöfl- unar getur sem sagt orðið til þess að hitinn á jörðinni hækki hraðar en ella … Gestur Guðjónsson gesturgudjonsson.blog.is Rústir þiðna Þröstur Emilsson the@24stundir.is Iceland Express er „flugfélag óttans“ því margir óttast mjög að fljúga með því – ekki síst hinir fjölmörgu flóttamenn frá Keflavík! Flugfélagið er eitt ógnvænlegsta flugfélagið á Íslandi. Þetta er ástæðan fyrir því að farþegum hefur fækkað. Sumir kalla það „flugfélag táranna“, því margir berjast við tárin að þurfa að fljúga með því. Þeir vita að ef eitthvað kemur ekki fyrir í ferðinni hefur eitthvað mistekist. Þeir tárast ekki síður yfir að þurfa að yf- irgefa Ísland með þessum hætti, sérstaklega Akureyri og Reykjanesbæ. Þar með hef ég snúið við grein í blaði Iceland Express upp á flugfélagið sjálft. Auðvitað er þetta allt saklaust grín – léttur húmor – þótt auðvitað sé það rétt að margir tárist við að yf- irgefa Ísland og okkar undursamlegu sveitarfélög. Engum dettur í hug að taka þetta alvarlega – enginn færi að lesa þetta og sniðganga flugfélagið af þeim sök- um. Það eiga allir að sjá þennan kaldhæðnislega húm- or, ekki satt? Auðvitað er það bara saklaust grín, húm- or, að í bæklingi um borð í flugvélum Iceland Express sé sagt að Keflavík sé „borg flóttans“, eins og kom fram í frétt 24 stunda í gær, að „fólki fækki hér“. Menn vita vel að hér hefur íbúum fjölgað mest á land- inu undanfarin ár og gerir enn. Svo má ekki gleyma því sem jákvætt er í greininni. Þar er rætt um „sveitaljóma Keflavíkur“ – það hlýtur að draga ferðamenn að! Íslendingar: kynnist nú sveita- ljóma Keflavíkur! Sannleikurinn er sá að enginn hefur vakið athygli á greininni fyrr, þótt mér skiljist að hún sé búin að vera fimm mánuði í umferð í vélunum. Eru Íslendingar hættir að fljúga? Eða á ég að trúa því að flugfarþegar Iceland Express lesi ekki það sem er sett í vasana fyrir framan þá? Er þá ekki þar með komin enn ein leiðin til að spara í rekstri? Auð- vitað vita menn að Iceland Express er gott, öruggt og vaxandi flugfélag og vonandi fjölgar farþegum í réttu hlutfalli við fjölgun íbúa Reykjanes- bæjar. Þá er þeim borgið. Það er ekkert að fyrirgefa! Höfundur er bæjarstjóri í Reykjanesbæ Flugfélag óttans? ÁLIT Árni Sigfússon arni@rnb.is BLOGGARINN

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.