24 stundir - 24.07.2008, Page 14

24 stundir - 24.07.2008, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 24stundir Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU OG FLÓAHREPPI Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunnamannahreppi, Gnúpverjahreppi og Flóahreppi AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Vegna villu í auglýsingu sem birtist 17. júlí s.l. er eftirfarandi aðalskipulagsbreyting auglýst að nýju samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga: 1 Hrunamannahreppur. Íbúðarsvæði, frístundabyggð, iðnaðarsvæði og þéttbýlismörk. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015. Í tillögunni felst eftirfarandi: 1. Um 5,6 ha svæði í landi Grafar breytist úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði, merkt A13, þar sem gert er ráð fyrir 50-60 íbúðum. 2. Afmörkun íbúðarsvæðis A9 breytist og stækkar úr 1,5 í 1,7 ha. 3. Íbúðarsvæði merkt A6, Flúðatún, stækkar og nær yfir land Vinaminnis. 4. Iðnaðarsvæði P5, lóð Límtrésverksmiðjunnar, stækkar til suðurs. 5. Um 4 ha svæði úr landi Efra-Sels breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. 6. Mörk þéttbýlis stækka um 4 ha til vesturs og suðurs. Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 24. júlí til 21. ágúst 2008. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Athugasemdum við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps í síðasta lagi 4. september 2008 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps Heimsferðir bjóða frábært verð á flugsætum til Parísar 27. júlí og 3. ágúst. París er ótrúlega spennandi borg, hvort sem þú vilt þræða lista- söfnin, spranga um í Latínuhverfinu eða njóta lífsins lystisemda sem þessi einstaka borg býður í ríkum mæli. Úrval gistimöguleika er í boði. Notaðu tækifærið og bjóddu elskunni þinni til Parísar á frábærum kjörum eða skrepptu með fjölskylduna í hinn einstaka ævintýraheim Disney í París. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is París Verð kr. 17.900 Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð á mann. Verð kr. 34.900 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. frá kr. 17.900 27. júlí og 3. ágúst Mér var falið það verðuga verk- efni, fyrir hönd SAMAN-hópsins, að setja niður á blað nokkur skila- boð til foreldra fyrir þá stóru ferða- helgi sem í vændum er. Reynsla okkar hjá Heimili og skóla – lands- samtökum foreldra er sú að úti í þjóðfélaginu er stór hluti foreldra fylgjandi því að halda vel utan um börnin sín, veita þeim umhyggju, aðhald og hlýju og að foreldrar standi saman um mikilvæg upp- eldisleg skilyrði. Nærvera fullorð- inna, þar sem unglingar hafa safn- ast saman, hefur fyrirbyggjandi áhrif, það eru engin ný sannindi. Slík nærvera gefur unglingum einnig tækifæri til að leita aðstoðar fullorðinna ef á þarf að halda. Ég tók verkefni mitt alvarlega og brá á það ráð að leita aðstoðar tveggja ungmenna. Ég spurði hvort þau hefðu einhver skilaboð til for- eldra á takteinum nú þegar styttist í verslunarmannahelgina. Ógleymanleg fjölskylduferð Stella, sem er 19 ára og stundar nám í framhaldsskóla, hefur ekki haft áhuga á því að fara ein á útihá- tíð með vinum sínum. Henni er aftur á móti minnisstæð ferð sem hún fór með foreldrum sínum til Akureyrar um verslunarmanna- helgina fyrir tveimur árum. For- eldrum hennar datt í hug að leigja íbúð á Akureyri þessa helgi og fimm daga betur. Stella sagði: „Þetta var ógleymanleg ferð, ég hitti nokkra vini mína sem ákváðu að fara á Eina með öllu og rölti í bæinn með þeim á kvöldin. En hún var heldur ekkert slæm tilhugsunin um að eiga uppbúið rúm í íbúðinni hjá fjölskyldunni. Ég var reyndar komin heim um miðnætti alla helgina, langaði hreinlega ekki að vera lengur.“ Gunni er kominn yfir tvítugt og stundar nám á háskólastigi. Hann rifjaði það upp þegar foreldrar hans bönnuðu honum að fara á útihátíð þegar hann var 16 ára. Hann sagðist muna þetta eins og það hefði gerst í gær. „Við vinirnir vorum reyndar búnir að undirbúa þetta í nokkrar vikur en ég hafði mig ekki í að spyrja fyrr en á mið- vikudeginum fyrir verslunar- mannahelgina. Ég byrjaði á að spyrja mömmu en hún sagði nei, svo skýrt og ákveðið að mig grun- aði þá að hún hefði æft þetta stóra orð fyrir framan spegilinn í marga daga. Ég hélt áfram og sagði: Já, en það fá allir að fara, eða eitthvað í þeim dúr. En allt kom fyrir ekki og ég vissi að það breytti engu að spyrja pabba því þau höfðu iðulega sama svarið á reiðum höndum. Niðurstaðan varð sú sama hjá okk- ur þremur vinunum af fjórum en sá fjórði ákvað að fara ekki þó að þrýst væri á hann af kunningjum. Það endaði með því að við vorum allir í bænum og ég man ekki eftir því að okkur hafi leiðst þessa helgi frekar en aðrar á þessum tíma. Ég hef ekki farið einn á útihátíð með vinum mínum, hvorki fyrr né síð- ar, og ég erfi þetta ekki við foreldra mína í dag. Ég mun aftur á móti taka þau mér til fyrirmyndar þegar þar að kemur. Það kann að vera að þetta hafi verið samantekin ráð hjá foreldrum okkar allra en ég veit það ekki og mig hefur svo sem ekk- ert langað til að vita það. Ég veit það núna að foreldrum ber að taka ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs og á þeirri leið er sjálfstraust og staðfesta gott veganesti.“ Ræðum við börnin Ég spurði Gunna hvort við vær- um búin að missa unglingana okk- ar frá okkur allt of snemma inn í veruleika sem er okkur foreldrum hulinn, hvort þeir velkist þar um í ólgusjó án umhyggju, aðhalds og eftirlits? „Það er hugsanlegt að það eigi við um einhverja en við getum ekki leyft okkur slíka rúllettu.“ Veistu hvað er til ráða? „Ætli það sé ekki heillavænlegt að við ræðum við börnin okkar um lífið og til- veruna, um áhugamál þeirra, um gildi eins og hamingju, um leik- gleði, sköpunargleði, tölvuleiki, traust, nærveru og ábyrgð, um það sem skiptir þau máli núna, hvað þau langar til að gera um versl- unarmannahelgina, um allt milli himins og jarðar.“ Þetta eru orð að sönnu hjá við- mælanda mínum og við ættum að hafa það í huga að við spólum ekki til baka með þær ákvarðanir sem við tökum í uppeldinu. Foreldrar, ábyrgð okkar er mikil, tökum okk- ur til fyrirmyndar jákvæða reynslu þeirra sem reynt hafa. Kennum börnunum að mæta hinu óvænta og nýta sér það sem þau þekkja með áhugaverðum og eftirsóknar- verðum hætti. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra og situr fyrir hönd samtakanna í SAMAN-hópnum Verslunarmannahelgin framundan UMRÆÐAN aBjörk Einisdóttir Kennum börnunum að mæta hinu óvænta og nýta sér það sem þau þekkja með áhugaverðum og eft- irsóknarverðum hætti. Útihátíð Nærvera fullorðinna, þar sem unglingar hafa safnast saman, hefur fyrirbyggjandi áhrif, það eru engin ný sannindi. Eftir að Lissabon-sáttmálinn var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi í síðasta mánuði (sama plaggið og Frakkar og Hollending- ar felldu árið 2005) hefur verið tek- ist á um framtíðarþróun Evrópu- sambandsins. Skiptar skoðanir eru um sífellt nánari samruna með auknum áhrifum frá aðildarríkjun- um til stofnana ESB í Brussel og eins hvort Evrópusambandið sé ekki farið að útvíkka starfssvið sitt meira en ráð var fyrir gert í upp- hafi. Hin upphaflega Evrópuhugsjón gekk ekki út á umsvifamikið stjórnkerfi sem blandaði sér í nán- ast öll innri málefni aðildarríkj- anna. Hugsjónin um Evrópu og samstarf Evrópuríkjanna gengur út á að greiða fyrir verslun og við- skiptum og koma í veg fyrir að hindranir og höft dragi úr mögu- leikum og tækifærum einstaklinga og fyrirtækja. Nánari samruni felldur EES-samningurinn felur einmitt þetta í sér, þ.e. að tryggja fjórfrelsið og skapa sameiginlegan innri markað. Þetta hefur skilað öllum þátttakendum óumdeildum ávinn- ingi og það var mikið heillaspor fyrir Ísland að taka þátt. Aftur á móti virðast sífellt fleiri íbúar Evrópu setja spurningamerki við þá stefnu forystu Evrópusam- bandsins að færa til sín aukin völd á kostnað aðildarríkjanna í mála- flokkum sem ekki tengjast beint viðskiptum eða markaði. Þessi tor- tryggni íbúanna sést ágætlega í því að íbúar Írlands, Hollands og Frakklands hafa nú á þremur árum fellt hugmyndir sambandsins um stjórnarskrá og dýpri pólitískan samruna í þjóðaratkvæða- greiðslum, en þessar þrjár þjóðir voru þær einu sem fengið hafa að kjósa beint um þessar hugmyndir. Í nýlegri könnun ICM fyrir samtök- in Global Vision í Bretlandi kom fram að nærri tveir þriðju að- spurðra myndu vilja samvinnu við Evrópusambandið sem byggðist eingöngu á viðskiptum og verslun. ESB beitir sér víða Umræða og ummæli þeirra sem ráða ferðinni innan Evrópusam- bandsins eru oft í hróplegu ósam- ræmi við hugmyndir um laus- tengdara samband og þá fall- einkunn sem aukinn samruni hefur fengið í þjóðaratkvæðagreiðslum. Nicolas Sarkozy, sem leiðir ráð- herraráð Evrópusambandsins næsta hálfa árið, sagði um daginn að það væri sérstakt áhyggjuefni hve margir Evrópubúar virtust horfa til síns þjóðríkis varðandi vernd og öryggi í daglegu lífi í stað þess að horfa til Evrópusambands- ins. Laszlo Kovacs, yfirmaður skatta- mála hjá Evrópusambandinu, hef- ur boðað að gjaldtaka á sígarettur innan sambandsins verði hækkuð, mest hjá nýju aðildarþjóðunum sem gætu búist við allt að 50% gjaldhækkun á sígarettur. Þetta verður gert til þess að vinna að heilbrigðismarkmiðum sambands- ins og þá hyggst þingmaður á Evr- ópuþinginu beita sér fyrir löggjöf um að sígarettur verði bannaðar árið 2025. Nýverið ákvað framkvæmda- stjórn sambandsins að draga ítölsk stjórnvöld fyrir dómstól vegna þess að sorphirða í Napólí væri í ólestri. Í öllum þessum nýlegu dæmum vaknar spurningin um réttmæti þess að ESB hafi afskipti af innri málefnum aðildarríkjanna. En slík sjónarmið virðast ekki hafa mikið vægi hjá forystu sambandsins. Því er stundum haldið fram að staða Íslands í Evrópusamstarfinu skaprauni forystu ESB vegna þess að við njótum kostanna við sam- starfið en tökum ekki á okkur allar skyldurnar. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við eigum auðvitað að byggja á þeirri hugsjón um Evr- ópusamstarf sem við trúum á en standa utan við þann hluta hennar sem er okkur síður að skapi. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna Evrópuhugsjónin og Ísland UMRÆÐAN aÁrni Helgason Við eigum auðvitað að byggja á þeirri hug- sjón um Evr- ópusamstarf sem við trú- um á en standa utan við þann hluta hennar sem er okkur síður að skapi.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.