24 stundir - 24.07.2008, Síða 15

24 stundir - 24.07.2008, Síða 15
Tilvalið í ferðalagið Án viðbætts salts!Án viðbætts sykurs! Kjarngóð næring í þægilegum umbúðum barnamatur.is 24stundir FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 15I . Í Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@24stundir.is „Notkunin á vefnum hefur aukist eftir því sem eldsneytisverð hefur hækkað. Ég sé greinilega breytingu frá því í apríl,“ segir Birgir Þór Halldórsson, stofnandi samferda- .net. Á vefnum geta ferðalangar boð- ist til að taka farþega eða óskað eft- ir fari á tiltekinni leið. Í gær voru skráð 54 slík boð. 22 einstaklingar buðu fólki far á þeirri leið sem þeir voru á tilteknum tíma og 32 ósk- uðu eftir fari á áfangastað. Félagsskapur á leiðinni „Það fékk stelpa far hjá mér til Hafnar á sunnudaginn. Hún tók þátt í bensínkostnaði,“ segir Ægir Freyr Birgisson sem notfærði sér samferda.net í fyrsta skipti í síð- ustu viku. Hann telur sjálfsagt að nýta þessa þjónustu þar sem hún er til staðar. „Ég ætlaði að fara þetta einn en það var fínt að hafa fé- lagsskap á leiðinni. Ég mun eflaust notfæra mér þennan möguleika aftur.“ Birgir Þór stofnaði samferda.net fyrir verslunarmannahelgina 2005. Vefurinn hefur því verið í loftinu í þrjú ár og notkun hans er að aukast, að sögn Birgis. Í fyrstu hafi aðallega útlendingar notfært sér vefinn en nú séu Íslendingar í meirihluta, þó engin sérstök athug- un hafi farið fram. Yfir vetrarmán- uðina sé skólafólk áberandi sem vill komast til sín heima yfir helgi eða í lengri frí. Þýsk hugmynd Birgir segir að fyrirmyndin komi frá Þýskalandi og í upphafi hafi stúlka að nafni Anita Hubner stungið hugmyndinni að honum. Hann hefði haft þekkingu til að hanna vefinn og henda honum í loftið. Ekkert annað en hugsjónin hafi í upphafi búið að baki þessu framtaki en nú séu einhverjar tekjur að koma inn í formi auglýs- inga. Það rétt dekki kostnað og lítið annað. Karítas Sif Halldórsdóttir ætlaði að notfæra sér vefinn til þess að fara norður til Akureyrar á morgun en hafði ekki enn fengið hringingu í gær. Reyndar segir hún að ástæð- an geti verið sú að hún ætli að taka með létt mótorhjól og fáir hafi að- stöðu til þess. „Ég hef reyndar ekki heyrt af neinum sem hefur fengið far á þessari síðu og veit ekki hvort hún virkar. Ég heyrði af þessu frá kunningja mínum og ákvað að láta á það reyna,“ segir Karítas. Ferðafélagi á tónleika Kristján Már Ólafsson ætlar til Borgarfjarðar eystri á morgun til að sjá Damien Rice á tónleikum. Auglýsti hann eftir ferðafélaga „til að spjalla við og taka þátt í bens- ínkostnaði“. Kristján Már segir að ein fyrir- spurn hafi borist frá því hann setti auglýsinguna inn. Hins vegar hafi hann hætt við að fara á bíl og fái far hjá vini sínum. Því skipti það ekki máli. Birgir Þór Halldórsson segir að vefurinn muni þróast nokkuð á næstunni. Í haust bætast nýjungar við. Þá verður mögulegt að óska eftir fari eða bjóða fólki far á styttri leiðum. Hann nefnir sem dæmi ef fólk býr í Vogum en sækir vinnu til Reykjavíkur. Þá geti viðkomandi skráð niður ferðir fyrir alla vikuna í stað þess að skrá hverja ferð fyrir sig. Þeir sem eiga samleið geta þá parað sig sam- an og sparað heilmikið í kostnaði sem fylgir bensíneyðslu og al- mennu viðhaldi. Þetta geti auðvit- að líka nýst skólafólki sem býr til dæmis í nágrenni höfuðborgar- svæðisins en sækir skóla í borginni. Vefurinn er á ensku og stílaður inn á útlendinga. Ókunnugir ferðast saman  Bensínverð rekur fólk til að bjóða öðrum far og deila kostnaði Húkk Hægt er að spara peninga og vera samferða. ➤ Níu einstaklingar óska eftirfari eða bjóða öðrum að ferðast með sér á morgun á samferda.net. ➤ Einn ferðalangurinn óskareftir fari frá Egilsstöðum til Akureyrar. Annar vill sitja í frá Reykjavík til Akureyrar. Sá þriðji býður fólki að sitja í hjá sér er hann heldur til Ak- ureyrar frá Reykjavík klukkan 19 annað kvöld. Svo fer Torfi Jóhannsson frá Reykjavík áleiðis til Ísafjarðar á morgun klukkan 17. ➤ Hann býðst til að stoppa íBorgarnesi, Búðardal, Ísafirði, Flateyri eða Þingeyri. VILJA VERA SAMFERÐA MARKAÐURINN Í GÆR ● Heildarviðskipti í Kauphöllinni á Íslandi í gær námu 15,4 millj- örðum króna. Þar af voru viðskipti með skuldabréf fyrir 13,6 milljarða og með hlutabréf fyrir 1,7 millj- arða. ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,09% og er lokagildi hennar 4,159 stig. ● Mest viðskipti voru með hluta- bréf Glitnis banka, eða fyrir 517 milljónir króna og bréf Kaupþings banka fyrir 479 milljónir. ● Mest hækkun varð á hlutabréf- um Teymis, en þau hækkuðu um 5,96% í tæplega 18 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf Eik Bank um 2,4%. ● Hlutabréf tveggja félaga lækk- uðu í gær, bréf Atorku Group, sem lækkuðu um 0,72%, og Føroya bank, 0,32%.              !" ##$                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  01 2     345    61    '    '7.   .8 1  *9 / 01, , :  ,      ; 1    ;     ,/  !  "                                                          :,   0 , <   " & >? @A@ 3?> > 54B ACC >D 5CD ?@3 >@D ?4> >>A 5>4 ?3? B?A @4 4A? >B 5>> D5D ABC DA> >5? 3C3 @55 >>3 5 D?4 55D + CC 5B4 AA> >B 4?B @C@ C?A B?C + D >@4 D?C BA4 >A5 4 CD? 5?3 + + + >DD >55 DDD @? ?AB DBD + 4EC@ 5E5A @5E>5 4E@B >AEC? >AE>5 >4EC5 B@3EDD @3EDD ?AECD 3E>D CE@4 >E5C ?5E5D + >C@EDD >5D5EDD @D?EDD >A3EDD + + + A>B5EDD >DEDD + 4ECA 5E4> @5E5D 4E3> >AECC >AE3D >BE>D B@5EDD @3E>D ?5E4D 3E5D CE3@ >E4D ?4E@D >EAC >C5EDD >5>3EDD @>3EDD >AAE5D @@EDD + ?E5D A@35EDD >DE5D 5E5D ./  ,  A @ 5 3A 3C @ A 54 3> A + @@ @3 @ + + > A >? + + + ? > + F  , , @3 B @DD? @3 B @DD? @3 B @DD? @3 B @DD? @3 B @DD? @3 B @DD? @3 B @DD? @3 B @DD? @3 B @DD? @3 B @DD? @@ B @DD? @3 B @DD? @3 B @DD? @3 B @DD? C B @DD? @@ B @DD? @3 B @DD? @3 B @DD? @3 B @DD? >4 B @DD? 4 >@ @DDB 3 4 @DD? @3 B @DD? @3 B @DD? B 3 @DD? Viðskiptavild er yfir helmingur eigna sumra fyrirtækja í Kaup- höll Íslands. Stefán Svavarsson endurskoðandi segir að það séu sterkar vísbendingar um að stjórnendur hafi ekki farið að leikreglum ef það er taprekstur á fyrirtækjum og menn haldi inni einhverri viðskiptavild í bók- unum af því að þeir vilji ekki af- skrifa viðskiptavildina í gegnum reksturinn. Sjá Viðskiptablað Morgunblaðsins. Fara ekki að leikreglum Seðlabankinn mun hefja stýri- vaxtalækkunarferli sitt í nóv- ember en ekki á fyrsta fjórðungi næsta árs, segir í stýrivaxtaspá Landsbankans sem birt var í gær. Þar sem alþjóðlega lánsfjár- kreppan og mikil skuldsetning fái stýrivextina til að virka sem aldr- ei fyrr megi telja líklegt að óbreyttir stýrivextir geti valdið meiri efnahagssamdrætti en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir næstu árin, segir í spánni. mbl.is Lækkunin hefst í nóvember Greiningardeild Kaupþings banka spáir því að vísi- tala neysluverðs (VNV) hækki um 0,6% í júlí. Mun þá 12 mánaða verðbólga standa í 13,2%. Segir deildin að útlit sé fyrir að há- markinu verði náð í ágúst, um 14%. Útsöluáhrif til lækkunar á neysluverðsvísitölunni verði töluverð að þessu sinni. gjg Spá 13,2% verðbólgu FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a Notkunin á vefnum hefur aukist eftir því sem eldsneytisverð hef- ur hækkað. Ég sé greinilega breyt- ingu frá því í apríl. SALA JPY 0,7421 -0,23% EUR 125,95 0,11% GVT 161,18 0,16% SALA USD 79,87 0,31% GBP 159,08 0,27% DKK 16,879 0,23% Gengi krónunnar styrktist um 0,16% í gær og stóð gengis- vísitalan í 160,4 stigum við lokun markaða. Velta á gjaldeyrismark- aði nam um 35,4 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Gengi Bandaríkjadals í lok dags var 79,65 krónur, sterlingspunds- ins 159,4 krónur og evrunnar 125,15. Er gengi krónunnar nú jafnhátt og það var í upphafi mánaðarins, en mun lægra en 10. júlí, þegar vísitalan var tæp 152 stig. SRB Krónan styrktist aðeins í gær Japanski bílaframleiðandinn Toyota var á öðrum ársfjórðungi áfram stærsti bílaframleiðandi heims og hefur Toyota nú selt 278.000 fleiri bíla en GM það sem af er ári, en GM var í 77 ár stærsti bílaframleiðandi heims. SRB Áfram stærsti framleiðandinn McDonald’s- skyndibitarisinn skilaði á öðrum fjórðungi þessa árs hagnaði upp á 1,19 milljarða dala, jafnvirði um 95 milljarða ís- lenskra króna, eftir að hafa skilað tapi á sama tíma í fyrra. Fór árangurinn fram úr væntingum fjárfesta en Evr- ópubúar borðuðu hamborgara og samlokur frá McDonald’s sem aldrei fyrr og hífðu upp hagn- aðinn að því er segir á vef Bloom- berg. SRB McDonald’s hagnast vel

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.