24 stundir - 24.07.2008, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 24stundir
Alla daga
frá10til 22
800
5555
Sindri Sverrisson
sindris@24stundir.is
„Ég er alveg rosalega spenntur.
Þetta eru mínir fyrstu leikar og al-
veg meiriháttar tækifæri fyrir mig.
Undirbúningurinn hefur enda ver-
ið mikill undanfarna mánuði og
gengið vel,“ sagði kraftlyftinga-
kappinn Þorsteinn Magnús Sölva-
son úr ÍFR sem heldur ásamt fjór-
um öðrum íslenskum keppendum
til Peking í september til að keppa á
Ólympíumóti fatlaðra.
„Ég hef keppt bæði í Frakklandi
á heimsbikarmóti og í Grikklandi á
Evrópumóti og bæði mótin hafa
verið virkilega skemmtileg en þetta
mót er klárlega mitt stærsta til
þessa. Það er náttúrlega mikið
ferðalag í kringum þetta en það er
bara gaman,“ sagði Þorsteinn
Magnús.
„Átta mig kannski í Leifsstöð“
„Ég held að það sé toppurinn á
ferli hvers íþróttamanns að komast
á Ólympíuleikana og það er eitt-
hvað sem ég gerði mér ekki í hug-
arlund að myndi takast.
Ég er sjálfur varla búinn að átta
mig á þessu og það gerist kannski
ekki fyrr en maður verður kominn
upp í Leifsstöð,“ bætti hann við.
Þorsteinn Magnús, eða Steini
sterki eins og sumir kjósa að kalla
hann, hefur æft stíft síðustu ár og
nær í september langþráðu tak-
marki þegar hann leggst á lyftinga-
bekkinn í Peking.
„Ég hef stefnt að þessu síðast-
liðin fjögur ár og æft vel í vetur í sal
Íþróttafélags fatlaðra og svo í sum-
ar í Silfursporti í Hátúni.
Arnar Már Jónsson hefur þjálfað
mig og fleiri reglulega í nokkur ár
og hann er manna reyndastur þeg-
ar kemur að lyftingum fatlaðra.
Hann er búinn að vera lengi
með okkur og kann tökin á þessu,“
sagði Þorsteinn.
Bekkpressa er eina lyftingagrein
hreyfihamlaðra og þar hefur Þor-
steinn mest lyft 135 kg á opinberu
móti fatlaðra. Það gerði hann nú í
ár á Íslandsmóti ÍF og setti með því
glæsilegt Íslandsmet.
Gaman að glíma við ófatlaða
„Ég hef líka keppt á móti ófatl-
aðra með öllum þeim búnaði sem
því fylgir og þar hef ég mest náð
172,5 kg. Það er búið að vera rosa-
lega skemmtilegt að keppa á móti
þessum ófötluðu líka því þar er
svolítið öðruvísi keppnisandi og
stærri karlar að keppa og það er
bara æðislega gaman,“ sagði Þor-
steinn, sem hefur lagt mikið á sig
síðustu mánuði fyrir mótið stóra.
„Mesti sem ég hef lagt á mig“
„Ég þurfti aðeins að koma mér
niður í líkamsþyngd og hef unnið
hörðum höndum að því með
breyttu mataræði og öðru því ég
þarf að vera undir 75 kg og það er
eiginlega komið. Núna þarf bara að
halda því. Undirbúningurinn fyrir
þetta mót er sá mesti sem ég hef
lagt á mig og það er bara vonandi
að mér takist að ná mínu besta
þegar að keppninni kemur. Maður
veit náttúrlega ekkert hvernig karla
maður hittir þarna en þeir eru ansi
sterkir margir hverjir,“ sagði Þor-
steinn sem er ánægður með and-
ann í hópi íslensku keppendanna.
„Erum orðin bestu vinir“
„Við erum búin að fara á Laug-
arvatn í æfingabúðir og gera ým-
islegt til að þjappa okkur saman, og
ég sé ekki betur en að við séum
orðin bestu vinir í dag. Það er nátt-
úrlega alveg nauðsynlegt þegar um
er að ræða svona langt ferðalag,“
sagði Þorsteinn. Fyrsti íslenski
keppandinn, Sonja Sigurðardóttir,
hefur keppni í sundi 8. september
en Þorsteinn keppir síðastur Ís-
lendinga þann 14. september.
Sterkur Þorsteinn setti Íslands-
met fatlaðra í bekkpressu í ár
þegar hann lyfti 135 kg. Mest
hefur hann þó lyft rúmum 170
kg. á móti ófatlaðra.
Gerði mér ekki í hug-
arlund að þetta tækist
Steini sterki heldur til Peking í september til að keppa á sínu fyrsta Ólympíumóti
Hann hefur æft stíft síðustu ár og bætti Íslandsmet fatlaðra í bekkpressu á þessu ári
Ísland sendir fimm
íþróttamenn til keppni á
Ólympíumóti fatlaðra
sem fram fer í september
í höfðuborg Kína, Peking.
Þar af eru tveir sund-
menn og tveir frjáls-
íþróttamenn, en einnig
kraftlyftingamaðurinn
Þorsteinn Magnús Sölva-
son, eða Steini sterki eins
og hann er kallaður, sem
keppir í bekkpressu.
➤ Þorsteinn Magnús byrjaði aðæfa árið 1987 þegar hann var
sextán ára gamall. Hann setti
Íslandsmet í bekkpressu í ár
þegar hann lyfti 135 kg.
➤ Hann hefur einnig unnið tilverðlauna í sundi, borðtennis
og boccia.
➤ Þorsteinn er á leið á sitt fyrstaÓlympíumót en hefur áður
keppt á Evrópumótum og
heimsbikarmóti.
STEINI STERKI
24stundir/Ómar
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Ég held að það sé toppurinn á ferli hvers íþrótta-
manns að komast á Ólympíuleikana og það er eitt-
hvað sem ég gerði mér ekki í hugarlund að myndi takast