24 stundir - 24.07.2008, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 24stundir
Já, kæru vinir nú er komið að því
að fara að upplýsa ykkur um gang
mála. Ég sit hérna skælbrosandi
og glöð og er eiginlega ekki að
trúa því sem vigtin sýndi mér
hérna rétt áðan, ógó gaman að
vera til núna …
Zara Gonsales
zara.blog.is
Djöfull var þetta gaman og ég
hreinlega sakna þess að vera
ekki alltaf með þessum litlu
snillingum. Vekja þá á morgn-
ana og öskra á hótelganginum:
MORGUNMATUR, ALLIR Á
FÆTUR! Sæll gjallarhorn! Of
góð týpa.
Ingvar „Byssi“ Ákason
byssan.blogcentral.is
Ég elska …
… nýju Batman-myndina, The
Dark Knight.
Heath Ledger var æðislegur í
henni, svo sorglegt að skotið mitt
frá unglingsárunum sé dáinn.
En já, mæli alveg hiklaust með
þessari mynd.
Sandra Grettisdóttir
sandrag.blog.is
BLOGGARINN
sæmir!“ segir Agnar og hlær.
Agnar þykir hafa nokkra sér-
stöðu sem kokkur, en hann notar
til dæmis hvorki smjör né rjóma í
sinni matargerðarlist. En er það
ekki eins og ef málari hætti að nota
rauðan lit? „Nei nei, alls ekki. Nú
er í tísku að vera heilsusamlega
sinnaður og við komum til móts
við fólk með það. Okkar matur er
léttur og þægilegur og við notum
mikið af íslensku hráefni, sem aðr-
ir staðir nota ekki. Til dæmis vor-
um við með íslenskan matseðil 17.
júní, þegar við buðum upp á þorsk
í forrétt, lamb í aðalrétt og skyr í
eftirrétt. Matseðillinn átti að gilda í
viku, en þetta var svo vinsælt, að
hann entist í tvo mánuði! Fólk
virðist því fíla þetta ágætlega,“ seg-
ir Agnar ánægður.
Konan hannaði staðinn
Agnar býr ytra með konu sinni
og tveggja ára dóttur, en konan
hans, Þórhildur Rafnsdóttir, hann-
aði einmitt veitingahúsið. „Hún
hefur fengið mikið lof fyrir hönn-
unina, sem er heimilisleg, stílhrein
og falleg í senn,“ segir Agnar stolt-
ur að lokum.
Stjörnukokkurinn Agnar Sverrisson
Lætur æsku-
drauminn rætast
Agnar Sverrison á og rek-
ur einn vinsælasta veit-
ingastað í Lundúnum,
Texture. Hann markar sér
sérstöðu með íslensku
hráefni en neitar að nota
rjóma og smjör.
Kokkurinn Agnar þykir hvers manns
hugljúfi (annað en Gordon Ramsey).
Staðurinn Bjartur, með
þægilegu andrúmslofti,
þar sem ensk stífni fær
ekki inni.
Eftir Trausta Kristjánsson
traustis@24stundir.is
„Mig dreymdi alltaf um að opna
veitingastað í London og nú hefur
það ræst,“ segir Agnar Sverrisson,
fyrsti íslenski stjörnukokkurinn á
erlendri grund, en hann á og rekur
veitingastaðinn Texture við Port-
man-stræti 34.
Fær einróma lof gagnrýnenda
Agnar opnaði veitingastaðinn
Texture í september síðastliðnum
og sér sjálfur um matseldina. Hann
hefur fengið mikið lof gagnrýn-
enda, enda vel skólaður, en Agnar
er fyrrverandi lærlingur hjá Ray-
mond Blanc á La Manoir Aux
Quat Saisons-veitingahúsinu, einu
því virtasta í heimi.
Þá hefur Texture fengið frábær
meðmæli frá Pierre Koffman, ein-
um virtasta kokkinum í brans-
anum. „Það er mikill heiður að fá
slík meðmæli. Manni þykir auðvit-
að vænst um að fá góða umsögn
frá öðrum kokkum. Þetta hefur
verið ágætis byrjun hjá okkur og
við höfum verið heppin með gagn-
rýni,“ segir Agnar. En varla er vel-
gengnin tilviljun ein? „Ég vona
ekki. Ég er nú bara að reyna vera
hógvær, eins og sönnum Íslendingi
HEYRST HEFUR …
Ísfirski klipparinn og tónlistarmaðurinn Vilberg
Vilbergsson, eða Villi Valli, gefur út diskinn „Í tím-
ans rás“ nú fyrir helgi.
Diskurinn inniheldur ellefu lög, en þar af eru níu
eftir Villa sjálfan. Upptökur fóru fram í félagsheim-
ili Bolvíkinga og sundlauginni í Mosfellsbæ, en það
var Viðar Hákon Gíslason, barnabarn Villa, sem
stjórnaði upptökum. tsk
Eftir brottrekstur Guðjóns Þórðarsonar frá ÍA hefur
kastljósið beinst að sonum hans í liðinu, þeim Atla
og Bjarna, en Atli hefur beðist lausnar frá samningi
sínum og Bjarni hefur ekki mætt á æfingar hjá nýj-
um þjálfurum. Yfirlýsing frá ÍA í gær sagði Bjarna
ekki á förum, en áhugi og ekki síst veski Valsmanna
gæti reynst örlagavaldur í málinu, enda þykkt eftir
sölu lykilleikmanna til erlendra liða. tsk
Bryndís Jakobsdóttir spilar í kvöld á Græna hatt-
inum á Akureyri og má segja að hún sé komin aftur
á heimaslóðir, en Bryndís ólst upp norðan heiða,
líkt og amma sín og alnafna. Er þetta fyrsta tón-
leikaferð Dísu utan borgarmarkanna, en hún held-
ur síðan áleiðis að Gamla Bæ í Mývatnssveit á
föstudag. Á laugardaginn heimsækir hún síðan
Borgarfjörð Eystri heim. tsk
„Ég starfa sem viðskiptafræð-
ingur hjá Icelandair Cargo á dag-
inn. Á kvöldin breytist ég hins veg-
ar í Ruddann og fer í mitt stúdíó,“
segir Bertel Ólafsson, einnig þekkt-
ur sem tónlistarmaðurinn Rudd-
inn. Hann var að gefa út sína aðra
plötu, sem ber nafnið 2. „Hug-
myndaleysi,“ segir Ruddinn til út-
skýringar á nafninu, en lofar að
næsta plata muni ekki heita 3.
Tónlist plötunnar lýsir hann sem
„elektróskotnu indírokkpoppi“ og
nefnir til dæmis New Order sem
einn af áhrifavöldum sínum. Plat-
an er afar fagmannlega gerð og
vekur athygli að Ruddinn vinnur
hana nær alla sjálfur.
„Ég er einyrki í tónlistinni og
vinn þetta 95% sjálfur. Platan er
tekin upp í hljóðveri sem ég er
með heima hjá mér, en ég sendi
hana til Grikklands í hljóð-
blöndun,“ segir Ruddinn.
Gamalt djammviðurnefni
Fólki leikur vafalaust hugur á að
vita hvers vegna viðskiptafræðing-
urinn Bertel velur sér jafn vígalegt
nafn og Ruddinn sem sitt annað
sjálf í tónlistinni.
„Ruddinn er nafn sem hefur
loðað við mig í einhvern tíma.
Þetta var eitthvert grín í gamla
daga, svona djammviðurnefni frá
því að maður var ungur,“ segir
hann, en þvertekur fyrir að hann sé
mikill ruddi í hegðun. „Nei nei,
þvert á móti. Ég held að ég sé mjög
dagfarsprúður maður að eðlisfari.“
Plötuna má nálgast í 12 tónum
og einnig má heyra tónlist Rudd-
ans á myspace.com/ruddinn.
bjornbragi@24stundir.is
Ruddinn Bertel Ólafsson gefur út plötuna 2
Dagfarsprúður
mjög að eðlisfari
Bertel Ólafsson Tónlistarmaður og
Ruddi, en hegðar sér að jafnaði vel.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
5 7 4 8 9 2 6 3 1
1 6 9 3 4 7 5 8 2
2 8 3 1 5 6 7 4 9
4 9 2 6 1 5 8 7 3
3 5 6 9 7 8 1 2 4
7 1 8 2 3 4 9 5 6
6 3 7 4 8 1 2 9 5
8 4 1 5 2 9 3 6 7
9 2 5 7 6 3 4 1 8
Hættu þessu væli, ég er búin að lofa þér
að tækið verður tilbúið á morgun
a
Það er spurning. Ætli það
fari ekki eftir því hvort
skottið er opið.
Er það kynferðisbrot ef Typpa-Toyotan keyrir aftan á?
Einar Magnús Magnússon er upplýsingafulltrúi Umferð-
arstofu. Á vef Vísis í gær var sagt frá gömlum Toyota-
jeppa með gervityppi á húddinu, sem sagt var geta vald-
ið slysahættu.
FÓLK
24@24stundir.is fréttir