24 stundir - 24.07.2008, Qupperneq 32
24stundir
? Þar sem ég stóð og horfði á tíu hæðablokkina við bílastæðatúnið áttaði égmig á að eitthvað mikið hafði breyst. Þaðvar alltof langt síðan ég hafði komiðheim í heiðardalinn Akranes og ég kann-aðist hreinlega ekki við mig. Skagavers-tún í miðjum bænum var orðið að gríð-arstóru bílastæði. Grasið var farið og í
kvöldsólinni glampaði á malbikið. Við
autt stæðið hjá Tónlistarskólanum kúrðu
lágreistar verslanir og minntu á banda-
rískt úthverfi. Krónan. Subway. Voda-
fone. Glitnir. Eymundsson. Erlendar og
íslenskar keðjur. Í nálægri götu stóð autt
húsið þar sem Bókaverslun Andrésar
Níelssonar var áður. Hún hafði breyst í
Pennann og síðar Eymundsson. Og auð-
vitað flutt í nýjan lítinn kassa. Á móti
tóma kassanum stóð Málningarbúðin,
lokuð. Nýjar byggingavörukeðjur var að
finna annars staðar. Við aðalgötuna var
gamla pósthúsið merkt til sölu. Rekst-
urinn að finna í nýju húsi við nýja götu.
Byko í nágrenninu. Bónus. Dominos. Líf
og fjör í glænýju hverfunum – hamrar á
lofti og hamingja. Tómlegra um að litast
í gamla bænum. Mörg hús auð eða í nið-
urníðslu. Vildu svona fáir búa í gömlu
eða hvað?
Á Skaga er gott að búa og þar hefur
verið blússandi og ánægjuleg uppbygg-
ing síðustu ár. Ég gat þó ekki annað en
velt fyrir mér hvort hin hliðin á upp-
byggingunni væri niðurrif. Út með það
gamla, inn með það nýja. Þetta var ekki
bara bundið við Skagann.
Ég huggaði mig við að Akrafjallið var
þó alltaf jafngeðbilað að sjá.
Blokkir og bílastæðatún
Sigríður Víðis Jónsdóttir
Er lítið gefin fyrir malbik.
YFIR STRIKIÐ
Er uppbygging
skilyrðislaust
af hinu góða?
24 LÍFIÐ
Talið var að Bale hefði verið hand-
tekinn fyrir barsmíðar en það var
ekki raunin. Hann
bölvaði bara of hátt.
Christian Bale ekki
ofbeldismaður
»26
Á daginn er hann viðskiptafræð-
ingur, en á kvöldin breytist hann í
tónlistarmanninn og
teknótröllið Ruddann.
Tónlistarmaður sem
lifir tvöföldu lífi
»30
Tinna Eik Rakelardóttir hannar
peysur og málar málverk í frítíma
sínum. Hún selur síðan
afurðir sínar á netinu.
Tísku-Tinna hannar
og málar á Akureyri
»27
● Gríðarleg
eftirvænting
„Við höfum ekki
fundið fyrir öðr-
um eins spenningi
fyrir mynd áður.
Það er helst kvik-
myndin 300 sem
kemst næst því,“
segir Ingi Úlfar Helgason, upplýs-
ingafulltrúi Sambíóanna, um nýj-
ustu Batman-myndina, The Dark
Knight. „Ég á von á því að eftir
helgina verði um 20.000 manns
búnir að sjá myndina,“ segir Ingi.
Heath Ledger heitinn fer með
hlutverk Jókersins og á stórleik og
menn velta fyrir sér hvort fráfall
hans ýti undir eftirvæntinguna.
● Er að fara í
háskólanám
„Þetta var löngu
ákveðið. Ég er að
fara í háskóla í
Bandaríkjunum.
Stjórnin vissi að
ég myndi fara
strax í vetur. Ég
hefði hvort sem er ekki æft nema
út þessa viku og ég þarf að ganga
frá mörgum hlutum áður en ég fer
út,“ segir Atli Guðjónsson knatt-
spyrnumaður en hann bað um að
vera leystur undan samningi við
Landsbankadeildarlið ÍA aðeins fá-
einum dögum eftir að föður hans,
Guðjóni Þórðarsyni, var vikið frá
störfum sem þjálfara liðsins eftir
brösugt gengi.
● Stutt til
útlanda
„Nei, ég hef ekki
hugsað það svo að
ég þurfi að flýja,“
segir Rúnar Júl-
íusson, rokk-
kóngur og íbúi
Keflavíkur til
margra ára, en í tímariti Iceland
Express er Keflavík kölluð borg
flóttans og látið að því liggja að þar
sé fátt að gera annað en koma sér
burt.
Rúnar segir sér hafa liðið vel í
Keflavík gegnum tíðina en bætir
við: „En það er stutt til útlanda
héðan.“
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við