24 stundir


24 stundir - 13.08.2008, Qupperneq 1

24 stundir - 13.08.2008, Qupperneq 1
24stundirmiðvikudagur13. ágúst 2008152. tölublað 4. árgangur Hittumst á Hellu!LANDBÚNAÐARSÝNINGIN HELLU 22.–24. ÁGÚST 2008 www.landbunadarsyning.is ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 0 Grill og ostur – ljúffengur kostur! Kreppuleikhúsið, þar sem allir gefa vinnu sína, frumsýnir leikritið Vinir eftir Símon Birgisson í gömlu síldarverksmiðjunni á Djúpavík á föstudag. Kreppa í leikhúsinu MENNING»26 Tuttugu og þriggja ára fimleikastúlka frá London hefur verið valin sem hin nýja Lara Croft. Hún kemur til með að auglýsa nýjasta leikinn í seríunni sem er handan við hornið. Ný Lara Croft FÓLK»35 Börn og uppeldi 11 12 14 12 14 VEÐRIÐ Í DAG »2 Landslið Íslands í golfi skipað 70 ára og eldri var hársbreidd frá því að tryggja sér Evrópumeistara- titilinn í Hollandi. Liðið lenti í 2.-4. sæti. Bestu kylfingarnir »30 Nú er sá tími þegar hægt er að tína sveppi víða um land og eru þeir bestir þegar þeir eru ungir og ferskir. Hægt er að geyma sveppina. Sveppatínsla hefst »28 Eftir að Rás 2 opinberaði dagskrá tónleikanna á Miklatúni á Menning- arnótt velta margir fyrir sér hverjir Fjallabræður séu. Við grófum upp liðsmenn. Rokkaður karlakór »38 SÉRBLAÐ „Krakkar hlakka mikið til að byrja í skólanumog ég mæli með því að foreldrarnir séu ekk-ert að slá á þá tilhlökkun,“ segir Björn Pét-ursson, skólastjóri Melaskóla, sem ráðleggurforeldrum að leggja áherslu á að umhverfiðsé jákvætt og að krökkunumlíði vel. Jákvætt umhverfi »22 17 Klara Ósk Elíasdóttir söngkona man vel eftirsínum fyrsta skóladegi enda segir hún þaðhafa verið góðan dag. „Ég var rosa spenntfyrir þessum degi en ég var samt frekar feim-in þarna, sem var mjög ólíkt mér. En feimninvar enga stund að renna afmér.“ Var frekar feimin »18 Til að fá börnin til að opna nestisboxiðsitt spennt á svip er tilvalið að búa tilBento-nesti sem er ættað frá Japan. Þáer nestinu pakkað í box með mörg hólfog mismunandi mat í hverju hólfi endaer Bento ekki síður skreyti-list en matseld. Skrautlegt og gott »24 24stundir/xxxxx BÖRN OG UPPELDIAUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 AUGLYSINGAR@24STUNDIR.IS Listhúsinu LaugardalReykjavík Sími: 581 2233 Óseyri 2 Akureyri Sími 461 1150 Bjóðum 6 mánaða vaxtalausa raðgreiðslusamninga SUMAR TILBOÐ Ný NEYTENDAVAKTIN »4 53% munur á berjatínum Íslensk fangelsi hafa verið full- nýtt á hverjum degi það sem af er ári. Þá hafa 148 manns verið boðaðir til afplánunar og 60 dómþolar til viðbótar bíða afgreiðslu. Ekkert pláss í fangelsunum »2 Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Kristinn Sigurjónsson þurfti að dúsa í fangageymslum í Bandaríkj- unum í fimmtán daga áður en hann var leiddur fyrir dómara. Hann er sakaður um að hafa stundað þar vinnu án tilskilinna leyfa. Sjálfur segist hann hafa verið að aðstoða vinahjón sín á sveitabæ þeirra, þar sem maðurinn var hjartveikur og árið hafði verið þeim hjónum erfitt. Fyrir það hafi hann ekki þegið laun. „Mér finnst að þessa meðferð megi nánast kalla pyntingar,“ segir Kristinn, en í þessa fimmtán daga fékk hann nánast ekkert að hringja, né hjálp til að lina nikótínfíkn sína. Hann þurfti að sofa í rúmi sem olli honum miklum verkjum, en fékk ekki verkjalyf er hann bað um þau. Þá segist hann hafa verið sleginn af lögreglumanni fyrir það eitt að biðja um túlk. „Ég gæti mögulega skilið þessa meðferð ef ég hefði verið sakaður um t.d. morð eða nauðgun,“ segir Kristinn. Hann játaði á sig brotið að eigin sögn til þess eins að sleppa úr haldi, en honum var sleppt gegn því að fara úr landi. „Ég hefði játað á mig morðið á Kennedy fyrir að vera sleppt,“ segir Kristinn og hlær. Í fangelsi fyrir hjálpsemina  Fimmtán dagar í fangelsi fyrir að stunda vinnu ólöglega í Banda- ríkjunum  Sleginn af lögreglumanni fyrir að biðja um túlk ÓSÁTTUR VIÐ MEÐFERÐINA» 10 ➤ Kristinn var handtekinn viðlandamæri Kanada, sakaður um að hafa stundað vinnu án tilskilinna pappíra. ➤ Hann segist hafa hjálpað til ásveitabæ vinafólks síns, en ekki þegið fyrir það laun. SAGÐUR SKORTA PAPPÍRA Einelti sem læknar á Landspít- alanum kváðust verða fyrir í könn- un fyrir þremur árum er með því mesta sem sést hefur í rann- sóknum á einelti á vinnustöðum hér. Einelti gegn læknum »4 Tryggingavísitalan hefur hækkað um 40% undanfarin þrjú ár. Á sama tíma hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 28%. Bílatrygg- ingar hafa hækkað um helming á tímabilinu. Tryggingarnar sífellt dýrari »6 Fólk er betur meðvitað um rétt sinn og er fúsara að leggja inn um- sókn um atvinnuleysisbætur en áður. Lengri tíma tekur að afgreiða umsóknir í kjölfar gjaldþrota. Atvinnuleysið mörgum erfitt »16 „Það er ótrúleg saga í kringum þetta hús. Það hefur verið fjallamanna- og alpaskáli í yfir 60 ár og við viljum að það verði það áfram um ókomna tíð,“ segir Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson en hann og fleiri félagar í Íslenska Alpaklúbbnum sóttu um helgina fjallaskála í Tindfjöll og ætla að færa hann í upprunalegt horf í vet- ur. „Planið er að skila skálanum endurbyggðum í upphaflegri mynd á sama tíma að ári.“ Tindfjallaskálinn kemur af fjöllum »10 Mynd/Magnea Magnúsdóttir „Planið að skila honum í upprunalegri mynd á sama tíma að ári“ »12

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.