24 stundir - 13.08.2008, Side 11

24 stundir - 13.08.2008, Side 11
24stundir MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 11 Lögmál 4: Bikarinn er fullur og froðutoppurinn rís upp yfir brúnina. Þá er froðusveðjan tekin. Henni er beint frá líkamanum og strokið lárétt með 45 gráðu halla, hársbreidd yfir brúninni. Stærstu loftbólurnar hafa leitað efst í froðuna og mistakist þetta skref munu þær springa þeim afleiðingum að froðan fellur hratt. Án froðunnar er ölið varnar- laust og verður flatt á skammri stundu. Lögmál 5: Að lokum verður að tryggja að froðu- toppurinn sé af nákvæmlega réttri þykkt. Fullkomnunin felst í smáatriðunum: Í 33 cl bikar skal froðan vera nákvæmlega 3 cm. Hvorki meira né minna. Þetta samsvarar samanlagðri breidd vísifingurs og löngutangar þess sem njóta skal. komu um 100 þúsund manns sam- an á útifundi í Tibilisi til að hlýða á ræðu Mikhails Saakashvilis Georgíuforseta. Ríkti mikill sam- hugur á fundinum og sagði forset- inn að Rússar hefðu haldið áfram grimmri og huglausri eyðingu sinni á georgískum borgurum. Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Dmitri Medvedev Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær að hernaðarað- gerðum Rússa í Georgíu væri lokið. Talsmaður Georgíustjórnar segir þó að Rússar sitji sem fastast og skjóti enn á borgaraleg skotmörk í Georgíu. Öryggi tryggt Medvedev tilkynnti um ákvörð- unina skömmu fyrir fund sinn með Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í Moskvu. Sagði Medvedev að markmið Rússlands hefðu náðst með aðgerðum hersins. „Öryggi friðargæsluliða og borgara okkar hefur verið tryggt. Árásaraðilanum hefur verið refsað og hefur hann orðið fyrir umtalsverðu tjóni. Her- afli hans er í óreiðu.“ Skömmu fyrir tilkynningu Medvedevs bárust fréttir af því að rússneskar orrustuflugvélar hefðu meðal annars skotið á sjúkrahús í bænum Gori, sem er einungis um 80 kílómetra frá höfðuborginni Ti- bilisi. Átökin hófust á fimmtudag- inn þegar Rússar ákváðu að bregð- ast við aðgerðum Georgíuhers í Suður-Ossetíu. Rússlandsher hefur þó einnig skotið á georgískar borg- ir utan héraðsins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 100 þús- und manns hafi lagt á flótta í Georgíu vegna átakanna. Grimmir og huglausir Eftir tilkynningu Medvedevs Talsmenn Rússlandsstjórnar sögðust ekki geta sætt sig við hern- aðaraðgerðir Georgíuhers í Suður- Ossetíu og að Rússar myndu að eyða öllum andstöðuöflum Georgíumanna í Suður-Ossetíu. Viðbúnir öllu Georgíustjórn segist vera við öllu búin þar til Rússar undirrita friðarsamkomulag. Rússar segja um 1.600 Suður- Ossetíubúa hafa látið lífið að und- anförnu og saka Georgíustjórn um að skipuleggja þjóðarmorð í hér- aðinu. Georgíumenn segja hins vegar að um 200 hafi látið lífið undanfarna daga og fleiri hundruð til viðbótar særst. Aðgerðum Rússa lokið  Medvedev segir að markmið Rússa hafi náðst  Um 100 þúsund manns á flótta  Mikill samhugur á útifundi í Tibilisi ➤ Um 70 þúsund búa í Suður-Ossetíu, en frá upphafi átaka hafa tugþúsundir flúið til Norður-Ossetíu í Rússlandi. ➤ Yfir helmingur Suður-Ossetíubúa hefur nú rúss- neskan ríkisborgararétt. SUÐUR-OSSETÍA Samhugur Um 100 þúsund komu saman í Tibilisi til að hlýða á ræðu Saakashvilis. Hnúfubökum, hrefnum og öðr- um stærri hvölum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum. Í nýrri skýrslu náttúruverndarsamtakanna IUCN segir að fjölgunina megi sér- staklega rekja til hvalveiðibannsins frá árinu 1986. Í skýrslunni segir að ríflega fjórðungur hvala-, höfrunga- og hnísutegunda séu þó enn í útrým- ingarhættu, sér í lagi smæstu teg- undirnar, og að dýrunum stafi mest hætta af því að flækjast í veið- arfærum. Samtökin hafa nú flutt hnúfu- baka í flokk hvala sem þarf að hafa hvað minnstar áhyggjur af, en hrefnur og skorureyðar hafa einnig verið lækkaðar um áhættuflokk. Vilja að banni verði aflétt Norsk stjórnvöld segja skýrsluna gefa fullyrðingu þeirra um að fleiri en 100 þúsund hrefnur séu í Norð- ur-Atlantshafi, byr undir báða vængi.Talsmaður norska sjávarút- vegsráðuneytisins segist vona að Alþjóðahvalveiðiráðið aflétti hval- veiðibanninu, eða að einhverjar ákvarðanir þess verði endurskoð- aðar. „Við munum halda hrefnu- veiðum okkar áfram.“ Hrefnukvóti Norðmanna fyrir þetta fiskveiðiár er 1.052 dýr, en fjörutíu hjá Íslendingum. Japanar veiddu 551 hrefnu undan strönd- um Suðurskautslandsins á síðasta fiskveiðiári, en áður fyrr voru veið- arnar mun meiri. atlii@24stundir.is Stofnar stærri hvala hafa stækkað síðustu ár Smáhvalir enn í útrýmingarhættu Tvítug finnsk stúlka, sem hef- ur verið leitað frá 1997, er komin í leitirnar. Nadia Bou- teldjan hvarf sporlaust 1997, en lengi var talið að alsírskur faðir hennar hefði tekið hana og flutt úr landi. Nadia hefur ekki viljað tjá sig um hvar hún hefur verið síðustu ár og hvað kom fyrir hana. mbl.is Tvítug finnsk stúlka Loksins fundin Þrír öryggisverðir voru stungnir til bana í borginni Kashgar í Xinjiang-héraði í Kína í gær. Árásin er sú þriðja í borginni á síðustu átta dög- um. Talið er að múslímskir aðskilnaðarsinnar hafi staðið á bak við árásina, líkt og þegar 16 öryggisverðir voru drepnir í árás fyrr í mánuðinum. aí Ofbeldi í Xinjiang Fleiri morð Kínverjar hafa áhyggjur af öllum auðu sætunum á áhorfendapöll- um fjölda viðburða á Ólympíu- leikunum. Skipuleggjendur leik- anna hafa nú gripið til þess ráðs að ráða gulklædda sjálfboðaliða til að fylla auðu sætin og rífa upp stemninguna. Wang Wei, fulltrúi skipulagning- arnefndarinnar, segir að sama vandamál hafi verið uppi á fyrri Ólympíuleikum. Talsvert hefur verið fjallað um hálftóma leik- vanga og keppnishallir á leik- unum, þó að uppselt hafi verið á viðburðina. Wang segir ástæð- urnar meðal annars mikinn hita og raka í Peking, rigninguna auk þess sem margir mæti einungis til að sjá einn leik þó að miðinn gildi fyrir allan keppnisdaginn. aí Hafa áhyggjur af auðum sætum Mahmoud Abbas Palestínuforseti hefur hafnað tilboði Ísraela um- friðarsamning, þar sem ekki sé gert ráð fyrir palestínsku ríki með Austur-Jerúsalem sem höf- uðborg. Abbas segir tilboðið ekki vera boðlegt og tímasóun. Tilboð Ísraela fól í sér að Ísraelar myndu halda 7,3% af gyð- ingabyggðum Vesturbakkans og Palestínumenn fengju í staðinn svæði í Negev-eyðimörkinni. aí Abbas hafnar boði Ísraela STUTT ● Hælisleitandi Útlenskur mað- ur reyndi að kveikja í sjálfum sér í miðborg Rovaniemi í Finnlandi í gær. Maðurinn hafði hellt bensíni yfir sig, en lögreglu tókst að telja honum hughvarf og handtók hann. Manninum hafði nýlega verið synjað um pólitískt hæli. ● Mannfall Fjórtán létust og tugir særðust í átökum mót- mælenda við lögreglu í Kasm- ír-héraði í Pakistan í gær. Lög- regla skaut á hópinn sem hunsaði útgöngubann sem hafði verið sett á í Srinagar, höfuðstað indverska Kasmírs. ● Flugfélög Singapore Airlines hefur verið valið besta flugfélag heims af milljónum þátttak- enda í könnun bresks ráðgjafa- fyrirtækis. Lufthansa var valið besta flugfélag Evrópu, en ekk- ert evrópskt félag var á topp 10. ● Stríðsglæpir Fjöldagröf hefur fundist í Kamenica í Bosníu, þar sem talið er að rúmur tugur fórnarlamba fjöldamorðanna í Srebrenica 1995 sé grafinn.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.