24 stundir - 13.08.2008, Side 12

24 stundir - 13.08.2008, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 24stundir tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS Acer Extensa 5620Z Intel tveggja kjarna örgjörvi, 1.5Ghz, 1.5GB vinnsluminni, 80 GB geymslupláss, 15.4“ CrystalBrite skjár, Windows Vista, 3 ára ábyrgð. 79.900- Skólatilboð Acer Extensa 5220B Intel Celeron örgjörvi, 1.86Ghz, 1GB vinnsluminni, 80 GB geymslupláss, 15.4“ CrystalBrite skjár, Windows Vista, 3 ára ábyrgð. 69.900- Skólatilboð Aðeins Kr. 2.406 á mánuði m.v. 48 mán. Svar lán Aðeins Kr. 2.714 á mánuði m.v. 48 mán. Svar lán 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Fasteignamarkaður er í heljargreipum lausfjárþurrðar hér sem og víðast hvar á þróuðum fjármálamörkuðum í heiminum. Fólk á erfiðara með að fá lán til fasteignakaupa en áður, sem dregur úr eftirspurn. Tólf vikna meðaltalsvelta hér er nú um 70 prósentum minni en hún var á sama tíma í fyrra, þegar áhrifa lausafjárkreppu gætti ekki. Fá dæmi – ef þá nokkur – eru um viðlíka niðursveiflu á fasteignamarkaði milli ára. Forsvarsmenn Félags fasteignasala hafa skiljanlega blandað sér í umræðu um þessa stöðu, enda bitnar hún harkalega á félagsmönnum. Þeim hefur fækkað nokkuð að undanförnu vegna minnkandi umsvifa í fasteignasölu. Ein afleiðing svo mikillar breytingar á eftirspurn á fasteignamarkaði er lækkun húsnæðisverðs. Seðlabanki Íslands fékk verulega bágt fyrir að spá um 30 prósenta raunlækkun á húsnæðisverði fram til ársins 2010 frá for- svarsmönnum Félags fasteignasala. Hafa þeir sagt bankann vera að reyna að ,,tala verðið niður“ til þess að hemja verðbólgu, sem nú er sú mesta frá því árið 1990. Milli 13 og 14 prósent. Sé mið tekið af alþjóðlegum einkennum lausafjárþurrðarinnar og áhrif- um hennar á fasteignamarkaði er gagnrýni Félags fasteignasala studd veik- um rökum. Ekki er hægt að útiloka að sú almenna regla fasteignasala, að taka til sín hlutfallslega þóknun af fasteignaverði sem þeir finna út sjálfir, trufli þá þegar þeir berjast með orðum gegn lækkun húsnæðisverðs. Víðast hvar í ríkjum með þróaða fjármálamarkaði hefur lausafjárvand- inn – sem ekki enn sér fyrir endann á – leitt til skarprar lækkunar húsnæð- isverðs. Fyrst og síðast vegna þess, að grunnvanda lausafjárþurrðarinnar er að finna í fjármögnun fasteignalána. Hér á Íslandi eru þúsundir íbúða í byggingu. Framboð á húsnæði er umtalsvert á meðan eftirspurnin hefur tekið fordæmalausa kollsteypu. Þetta þýðir aðeins eitt, miðað við eðlilega virkni lögmálsins um framboð og eftirspurn. Verðið lækkar; líklega mikið. Í ofanálag eru lánakjör hér á landi meðal þeirra verstu í heimi vegna hárra vaxta. Það dregur enn meira úr eftirspurn. Tíu prósenta raunverðslækkun á húsnæði það sem af er ári segir sína sögu um stöðuna. Fyrr- nefnd spá Seðlabankans virðist í þessu samhengi vera hófleg. Kólnun fasteignamarkaðarins – eftir mikinn upp- gangstíma síðustu ár – kann að vera sársaukafullur sannleikur fyrir fasteignasala en það er ekki neinum sem tengist fasteignamarkaðnum til hagsbóta – þar á meðal kaupendum, seljendum og eigendum húsnæð- is – að reyna að halda verðinu uppi með orðum og nota þau til að berjast gegn lögmálsbundinni verðþróun. Sú barátta er töpuð fyrirfram. Töpuð barátta Þegar ég frétti að Gunnar Smári ætti að gera úttekt á upplýsinga- málum hjá Reykjavíkurborg hélt ég fyrst að hann ætti að yfirfara vef borgarinnar, prófa notendaviðmótið og mæla með end- urbótum. Svo fattaði ég að hann ætti líklega að auka vinsældir Ólafs F. Magnússonar. Það er dálítið annar handleggur. Annars sé ég ekki betur en að Guðni Ágústsson gefi Óskari Bergssyni grænt ljós á að fara í meirihluta með Sjálfstæðis- flokknum í borginni – eins og Þorsteinn Pálsson mælir með. Óskar hefur engu að tapa, en þor- ir Hanna Birna? Egill Helgason eyjan.is/silfuregils BLOGGARINN Þorir Hanna Mikið happ hlýtur það að teljast fyrir Hönnu Birnu, Gísla Martein og þeirra samstarfsfólk í borg- arstjórnarflokki sjálfstæðismanna að þeir fóstbræður Ólafur borg- arstjóri og Jakob Stuðmaður skuli hafa fengið Gunn- ar Smára Egilsson til að skipuleggja spunamál ráðhússins. Eða hvað? Getur verið að þessi ráðning hafi verið án samráðs við sjálfstæðismenn? Gunnar Smári er þrautþjálfaður spunamaður stórfyrirtækja, þannig að forvitnilegt verður að sjá hvaða tillögur hann gerir til Ólafs og Jakobs, nú og til Hönnu Birnu og Gísla Marteins. Guðmundur Magnússon gudmundurmagnusson.blog.is Mikið happ Nú keppast áróðursmeistarar Sjálfstæðisflokksins við að hvetja núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni til að slíta samstarfi við Ólaf F. og taka upp gamla góða Sjalla/Framsókn- armódelið. Óskar Bergsson er víst þessi týpíski framsóknarmaður og sjá þeir fyrir sér á þeim bænum að það samstarf gæti smollið líkt og í gamla daga. En nú er að vega og meta … hvort bakar Sjálfstæðisflokk- urinn sér meiri óvinsældir með áframhaldandi setu með Ólafi eða með enn einum slitunum? Ég hreinlega veit það ekki. Guðríður Arnardóttir gudridur.blog.is Vinsældir Milli Hveragerðis og Selfoss má finna einn hættulegasta vegarkafla landsins. Þetta er samdóma álit yfirmanns löggæslu í Árnes- sýslu og forstöðumanns Rannsóknarnefndar um- ferðarslysa. Við íbúar á svæðinu tökum undir álit sérfræðinganna. Við finnum það á eigin skinni þeg- ar við förum á milli bæjarfélaganna að vegurinn ber ekki þá miklu umferð sem um hann fer. Það er þyngra en tárum taki að ávallt skuli þurfa slys til að minna okkur á. Til að minna okkur á þá staðreynd sem blasir við öllum þeim sem um veginn fara. Nú þegar fyrir dyrum stendur upphaf skólastarfs getum við ekki annað en hugsað til unga fólksins sem sækir skóla héðan frá Hveragerði til Selfoss og flest á eigin bílum. Þau eins og aðrir vegfarendur eru grandalaus í umferðinni á vegi sem allir eru sammála um að sé ekki boðlegur. Gríðarleg umferð, mikill fjöldi afleggjara, mismunandi hámarkshraði ökutækja og skemmdir á veginum vegna jarðhrær- inganna í maí, allt leggst þetta á eitt til að gera þennan kafla að einum hættulegasta vegi landsins. Staðreynd sem við ættum öll að sameinast um að breyta. Ríkisstjórnin hefur gefið út þá yfirlýsingu að tvöföldun Suðurlandsvegar frá Litlu kaffistofu til Hveragerðis muni hefjast á næsta ári. Sú fram- kvæmd er brýn og skipulagsvinna á svæðinu langt komin. Um leið verðum við að gera þá kröfu að allir sem að málinu koma leggist á árarnar til að tryggja sem hraðastan framgang tvöföldunar veg- arins milli Hveragerðis og Selfoss. Þar má enginn draga lappirnar heldur sameinast nú Sunnlendingar allir ásamt öðrum landsmönnum í þeirri kröfu sinni að tvöföldun vegarins verði sett í skilyrðislausan forgang, allt annað er of dýru verði keypt. Á meðan ástand vegarins er eins og það er í dag verðum við öll að leggja okkar af mörkum með því að aka á löglegum hraða og gæta þess að auka ekki með aksturslagi okkar þá hættu sem þarna er þegar til staðar. Höfundur er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar Fullkomin samstaða ÁLIT Aldís Haf- steinsdóttir aldis@hveragerdi.is Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.