24 stundir - 13.08.2008, Qupperneq 13
24stundir MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 13
Það verður að teljast nokkuðsérstakt þegar ÞorsteinnPálsson, rit-
stjóri Fréttablaðsins
og fyrrverandi for-
maður Sjálfstæð-
isflokksins og for-
sætisráðherra,
hvetur eigin flokk í
borginni til að skipta út borg-
arstjóra og taka inn framsókn-
armanninn Óskar Bergsson.
Reyndar hefur verið umtalað
manna á meðal í nokkurn tíma að
þetta gæti gerst fyrr en seinna en
flestir eru á því að sjálfstæð-
ismenn í borginni séu svo barðir
að þeir þori ekki. Það verður því
að teljast til tíðinda að Þorsteinn
skuli segja: „Endurnýjun á sam-
starfi Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks í borgarstjórn er satt
best að segja líklegt til þess að
leysa borgina úr þeirri mál-
efnaklípu sem hún er í.“
Friðrik Soph-usson, for-stjóri Lands-
virkjunar, er á
förum í haust frá
fyrirtækinu. Eig-
inkona hans, Sig-
ríður Dúna Kristmundsdóttir,
hefur gegnt sendiherrastarfi í Afr-
íku en er nú á leið til Noregs og
þangað ætlar Friðrik líka. Árni
Mathiesen er spurður að því í
Viðskiptablaðinu hvort hann
muni taka við af Friðrik í Lands-
virkjun en segir það af og frá. Há-
værar raddir hafa verið um að
Árni muni hverfa úr stól fjár-
málaráðherra og taka við Lands-
virkjun. Nú segir hann það hins
vegar ekki á dagskrá. Það verður
spennandi að fylgjast með hvað
úr verður þegar haustar en margir
spá uppstokkun í ríkisstjórninni.
Bloggheimarloguðu eftirhandbolta-
leikinn á Ólympíu-
leikunum í gær.
Greinilegt að nú eru
þetta strákarnir
okkar. Valgerður Sverrisdóttir er
mikil áhugamanneskja um hand-
bolta. Hún bloggaði eftir leikinn:
„Þvílíkur leikur, þvílík snilld. Sig-
ur Íslendinga á Þjóðverjum á Ól-
ympíuleikunum í Peking var sæt-
ur sigur. Mikið svakalega var ég
stolt af frammistöðu liðsins. Ís-
lenska liðið er líklegt til að koma
áfram á óvart þar sem sjálfs-
traustið er greinilega meðferðis
og liðsandinn góður. Þetta var al-
gjör veisla.“ elin@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Jean Claude Juncker, forseti Evr-
ópuhóps fjármálaráðherra, sagði
fyrir nokkru að ofurlaun væru þjóð-
félagsleg plága og krafðist aðgerða.
Ofurlaun á Íslandi eru ekki ein-
skorðuð við Kaupþing banka. Kjör
stjórnenda þess banka hafa þó oftar
en ekki hneykslað þjóðina. Davíð
Oddsson, þáverandi forsætisráð-
herra, tók út sparifé sitt í mótæla-
skyni á sínum tíma. Nýlega nýttu
stjórnendur bankans sér kauprétt-
arsamninga sem færðu þeim meira
en milljarð. Ekki hefur frést af því að
forsætisráðherra hafi tekið út sparifé
sitt úr bankanum. Nú kann að vera
að forsætisráðherra eigi ekkert
sparifé í bankanum og geti því ekki
beitt þeirri táknrænu aðferð sem
forveri hans notaði á sínum tíma.
Hins vegar getur forsætisráðherra
látið í ljós álit sitt á ofurlauna-
greiðslum og hvernig eigi að bregð-
ast við. Ofurlaunagreiðslur voru
ekki þekktar hér á landi fyrir nokkr-
um árum. Nýr ósiður hefur rutt sér
til rúms. Þessi ósiður hefur rutt sér
til rúms í Evrópu en var lítið þekkt-
ur í álfunni þar til nýlega. Markaðs-
hyggjumenn í Evrópu stærðu sig
jafnan af því að markaðshyggjan í
Evrópu væri mun mannúðlegri en
markaðshyggja Engilsaxa í Englandi
og Bandaríkjunum. Talað var um
skandinavíska módelið eða Rínar-
módelið sem dæmi um mannúðlega
markaðshyggju. Nú er þetta því
miður að breytast. Ofurlaun og auk-
in misskipting auðs og valda hefur
verið að ryðja sér til rúms víða um
álfuna. Spurning er hvernig á að
bregðast við þeim ofurlaunum sem
eru eitt helsta einkenni nýmarkaðs-
hyggjunnar sem engu eirir og ekkert
viðurkennir nema vald peninganna.
Hér á landi hafa stjórnvöld ekki tjáð
sig um aðgerðir og telja þær greini-
lega ekki viðeigandi. Íslenska ríkis-
stjórnin virðist telja eðlilegt að þeir
sem stjórna fyrirtækjum geti
skammtað sér þau laun sem þeir
vilja og að ríkisvaldið eigi ekkert að
gera í því. Komi hins vegar til þess
að fjármálastofnanir, t.d. banka,
skorti fé til útlána eða kreppi að í
þeirra ranni þá beri stjórnvöldum
að breiða út faðminn og leysa
vandamál þeirra á kostnað skatt-
greiðenda. Ég hygg að við séum eitt
fárra landa í Evrópu, hugsanlega
eina landið, þar sem talsmenn rík-
isstjórnar hafa ekki gagnrýnt ofur-
laun harðlega og talað um viðbrögð
við þeim eða lagt fram tillögur í því
efni.
Franska viðskiptablaðið L’Expan-
sion áætlar að forstjóralaun hafi
hækkað um 57% á árinu 2007. Fjár-
málaráðherra Frakka, Christine
Lagarde, hefur sagt að þetta sé
hneyksli og hefur boðað aðgerðir.
Forsetar Frakklands og Þýskalands,
Nicolas Zarkozy og Horst Köhler,
hafa báðir fordæmt ofurlaunin. Í
umræðunni í Evrópu er því haldið
fram af sumum að ofurlaun stjórn-
enda fjármálafyrirtækja eins og
banka hafi valdið því að þeir hafi
tekið meiri áhættu en ella hefði ver-
ið og afleiðing þess sé gríðarlegt tap
útlána. Hollenska þingið hefur til
meðferðar lagafrumvarp þar sem
sérstakur skattur er lagður á ofur-
laun. Evrópusambandið er að vinna
að aðgerðum vegna ofurlauna sem
er afleiðing af gagnrýni Evrópu-
hópsins. Hvað ætlar hnípin ríkis-
stjórn Geirs H. Haarde að gera í of-
urlaunamálunum? Fyrsta
spurningin er hvort ráðamönnum á
Íslandi finnist það eðlilegt að launa-
munur og ójöfnuður aukist í þjóð-
félaginu. Ójöfnuðurinn er þegar til
staðar þar sem launþegar í landinu
bera þyngstu skattbyrðarnar en of-
urlaunafurstarnir hafa aðrar og
betri leiðir í því sambandi. Mér
finnst ekki koma annað til greina en
að setja sérstakar reglur um ofur-
laun, kaupauka og kaupréttarsamn-
inga og skattleggja ofurlaun sérstak-
lega. Ofurlaunaskattur er við
núverandi aðstæður sjálfsagður og
eðlilegur. Ofurlaun forstjóranna eru
andstæð hugmyndum um þjóð-
félagslegt réttlæti og mannúðlega
markaðshyggju. Forstjórarnir mega
ekki komast upp með það á tímum
efnahagsþrenginga og atvinnuleysis,
að halda áfram að borga sjálfum sér
ofurlaun.
Höfundur er alþingismaður
Ofurlaun, kaupaukar og
kaupréttarsamningar
VIÐHORF aJón Magnússon
Íslenska rík-
isstjórnin
virðist telja
eðlilegt að
þeir sem
stjórna fyr-
irtækjum geti skammtað
sér þau laun sem þeir
vilja og að ríkisvaldið eigi
ekkert að gera í því.
®
Auglýsingasímar:
Katrín Rúnarsd. 510 3727
kata@24stundir.is
Kolbrún Dröfn 510 3722
kolla@24stundir.is
Fullt af fróðleik og skemmtilegu efni
15. ágúst 2008
Í sérblaði 24 stunda um mat og matargerð sem
kemur út föstudaginn, 15. ágúst, kennir ýmissa
grasa. Haust-ið er í nánd og börnin fara að taka
upp úr skólagörðun um. Við fræðumst um uppskeru
á kartöflum og grænmeti og hvernig matreiða má
þetta holla hráefni þannig að öllum líki. Berjasprett-
an er góð og margt hægt að gera við bæði kræki-
og bláber. Einnig er umfjöllun um svokallað hráfæði
og blaðamaður prófaði ekta ,,brunch” á einum af
nýjustu veitingastöðunum.
Matu
r
Sérblað 24 stunda
Europris leitar að starfsfólki í
eftirfarandi stöður:
Starfsfólk
óskast
Verslunarstjóri
Aðstoðarverslunarstjóri
Afgreiðslufólk
Kvöld- og helgarstarfsfólk
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu
Europris í síma 533 3366 eða með fyrirspurn á
netfangið david@europris.is.