24 stundir - 13.08.2008, Page 16

24 stundir - 13.08.2008, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 24stundir              ! ""#                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  01 2        31    '    '4.   .5 1  *6 / 01, , 7  ,      8 1    8     ,/  !  "                                                         7,   0 , 9   " & ; <=> ?@A >BC C@@ C> >>= @@@ D>A =<D B?A ?DB D@? @BD >?B >=C <BC @@; =;? <DB ?B> ??> ;AB ?=> D= @>? C@@ =B< ?C@ ?? BDC BAB + ?> ??C >AD > B>< AC? D A<C AB? A@< =<> = CA< >?> + + + =A ;D@ @@@ + + AEB= CEC@ ><E?C BE;B ?CE>C ?=E?C ?BECC B?>E@@ >DEDC ;DE<@ DE>A <EDA + ;BE@@ >@DE@@ ?=B@E@@ >?;E@@ ?D;EC@ + + + D;C@E@@ ?@E@@ + AEB< CEC> ><E=@ BE<= ?CEDC ?=ED@ ?BEAC B?AE@@ >DECC ;=ED@ DE;C <ED; + ;BEC@ >@CE@@ ?C>@E@@ >?<E@@ ?=?E@@ >?E<@ + ;EC@ D<@@E@@ ?@EC@ CE@@ ./  ,  > > ?? C@ ?; D ? >D ?A D ? ; + A C ; > ?? + + + = + + F  , , ?> ; >@@; ?> ; >@@; ?> ; >@@; ?> ; >@@; ?> ; >@@; ?> ; >@@; ?> ; >@@; ?> ; >@@; ?> ; >@@; ?> ; >@@; ?> ; >@@; ?> ; >@@; ; ; >@@; ?> ; >@@; ?> ; >@@; ?> ; >@@; ?> ; >@@; ?> ; >@@; ?A B >@@; A ?> >@@B D A >@@; ?> ; >@@; ; ; >@@; B D >@@; MARKAÐURINN Í GÆR ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,5% í gær og var þá 4.242 stig. ● Mest hækkuðu Atlantic Air- ways og Bakkavör, um 4,6%, Ex- ista hækkaði um 3,7% og Lands- bankinn um 2%. ● Century Aluminum lækkaði um 1,5% og Kaupþing um 0,8%. ● Velta með hlutabréf nam 1,2 milljörðum króna, þar af mest með bréf Kaupþings fyrir 482 milljónir. ● Í Ósló lækkaði vísitalan um 1,2%, í Stokkhólmi um 0,7%, Kaupmannahöfn um 0,2% og Helsinki um 0,4%. ● Gengi krónunnar veiktist um 0,1% í gær og var gengisvísitalan 158,8 stig. Gengi Bandaríkjadals var 81,9 krónur, evrunnar 122,1 og pundsins 155,7 krónur. Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@24stundir.is „Hér áður fyrr var meira um það að fólk fór ekki á atvinnuleysisbæt- ur nema í neyð. Nú er fólk betur meðvitað um rétt sinn þó mörgum finnist erfitt að stíga skrefið og óska eftir bótum. Sumir bíða aðeins og athuga hvort þeir fái ekki örugglega strax vinnu. En það er að aukast að fólk komi beint til okkar og óski eftir að verða skráð atvinnulaust til að eiga rétt á atvinnuleysisbótum,“ segir Jensína Lýðsdóttir, skrifstofu- stjóri hjá Greiðslustofu Vinnu- málastofnunar. Á öðrum ársfjórðungi 2008 voru að meðaltali 5700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 3,1% vinnu- aflsins. Síðan hafa fréttir birst af uppsögnum og gjaldþrotum. Jensína segir að það geti tekið nokkurn tíma að afgreiða umsókn um atvinnuleysistryggingar. Skili fólk strax inn öllum nauðsynlegum gögnum með fullgildri umsókn í upphafi mánaðar sé hægt að greiða út um næstu mánaðamót. Ferlið sé lengra og flóknara þegar fólk missi vinnuna vegna gjaldþrots. Þá þurfi að bíða eftir gjaldþrotayfirlýsingu og skipan skiptastjóra og þess hátt- ar. Þetta geti tafið ferlið þangað til fólk fær greitt úr þrotabúinu. Ótekjutengdar bætur í tíu daga Eftir að Greiðslustofa hefur samþykkt umsókn eru greiddar út ótekjutengdar atvinnuleysisbætur fyrstu tíu dagana. Þær nema sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu Vinnumálastofnunar 136 þúsund krónum á mánuði. Næstu 65 daga eru bætur tekjutengdar þó að há- marki tæplega 221 þúsund krónur. Jensína bendir fólki sem missir vinnuna á að afla sér strax upplýs- inga um þau gögn sem þurfi að fylgja umsókn um bætur. Betra sé að ganga strax í að afla gagna og sækja svo um. Það einfaldi allt ferl- ið og flýti fyrir afgreiðslu Þeir sem missa vinnuna skila umsóknum til vinnumiðlana sem eru staðsettar á átta stöðum hring- inn í kringum landið. Jensína segir að í smærri plássum sé hægt að skila gögnum á skrifstofum sveit- arstjórna. „Fyrir marga eru þetta vissulega þung skref en við bendum fólki á að þetta sé þeirra réttur og reynum að aðstoða það eins mikið og við getum,“ segir Jensína. Skráði sig ekki atvinnulausan Matthías Freyr Matthíasson var atvinnulaus í júlí en hefur nú fund- ið vinnu. Hann kaus að sækja ekki um atvinnuleysisbætur. „Ég vissi að það væri ekkert sér- staklega auðvelt og gat leyft mér að gera það ekki,“ segir Matthías. Hann telur að yngra fólk telji það frekar mikið vesen; það þurfi að skrá sig, skila pappírum og bæt- urnar séu lágar. „Viðhorfið var að það væri fyrir neðan virðingu fólks að þiggja bæt- ur. Fólk vildi frekar segja að það væri að leita að vinna og þægi ekki atvinnuleysisbætur,“ segir Matthías og ítrekar að þetta sé ekki illa meint gagnvart fólki sem þiggur bætur. Atvinnuleysið mörgum erfitt  Fólk fúsara að leggja inn umsókn um atvinnuleysisbætur en áður  Lengri tíma tekur að afgreiða umsóknir í kjölfar gjaldþrota Biðraðir Um síðustu mánaðamót var mikið að gera hjá Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins í kjölfar uppsagna. Nokk- urn tíma getur tekið að afgreiða umsókn um at- vinnuleysisbætur. ➤ Atvinnuleysisbætur nema136 þúsund krónum á mán- uði. ➤ Allir fá grunnbætur fyrstu tíudagana sem þeir eru skráðir atvinnulausir. ➤ Tekjutengdar atvinnuleys-isbætur eru greiddar næstu 65 daga. ➤ Hámarksbætur fara þó aldreiyfir 221 þúsund krónur á mánuði. BÓTAUPPHÆÐIR Mestu útlán frá júní 2004 Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í júlí námu ríflega 8,7 milljörðum króna. Þar af voru tæplega 6,9 milljarðar vegna almennra útlána og tæpir 1,9 milljarðar vegna leiguíbúða. Heildarútlánin jukust um rúmlega 75% frá fyrra mánuði og um tæp 38% frá sama tíma í fyrra. Útlán sjóðsins hafa ekki verið meiri í einum mánuði síðan í júní 2004. Heildarútlán sjóðsins það sem af er árinu 2008 nema um 33 milljörðum, sem er 13% samdráttur frá sama tímabili í fyrra. gjg Heimsmarkaðsverð á olíu mun haldast hátt þrátt fyrir lækkanir að undanförnu. Þetta er mat Al- þjóðaorku- málastofnunar- innar (IEA) í París í nýrri mánaðarskýrslu um stöðuna í orkumálum í heiminum, sem stofnunin sendi frá sér í gær, að því er fram kem- ur í frétt á fréttavef CNN- fréttastofunnar. Segir í skýrslunni að of snemmt sé að fullyrða að lækkanir á olíu- verði á heimsmarkaði að und- anförnu séu upphafið að frekari lækkunum. gjg Of snemmt að spá lækkunum Guðbjörg Edda Eggertsdóttir hef- ur verið skipuð í stöðu aðstoð- arforstjóra Actavis. Hún tekur við af Sigurði Óla Ólafssyni, sem var í síðustu viku skipaður forstjóri í stað Róberts Wessmans. Valur Ragnarsson, næstráðandi Guðbjargar Eddu á sölusviði Ac- tavis, tekur sæti hennar sem fram- kvæmdastjóri svonefndrar Sölu til þriðja aðila. Þá hafa verið gerðar breytingar hjá dótturfélagi Actavis í Bandaríkjunum. Doug Boothe mun taka við stöðu fram- kvæmdastjóra félagsins, en hann var áður framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Actavis í Bandaríkjunum. Guðbjörg Edda hóf störf hjá Actavis eftir samruna við lyfjafyrirtækið Delta en þar hóf hún störf árið 1983. Hún er með kandídatspróf í lyfja- fræði og hefur starfað í lyfjageiranum frá 1976. gjg Guðbjörg aðstoðarforstjóri Actavis FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a Nú er fólk betur meðvitað um rétt sinn þó mörgum finnist erfitt að stíga skrefið og óska eftir bótum. SALA JPY 0,7442 0,20% EUR 122,08 0,30% GVT 158,72 0,94% SALA USD 81,81 0,10% GBP 155,56 0,61% DKK 16,366 0,29% Þessi gögn þurfa að fylgja Umsókn um atvinnu og atvinnuleysisbætur og nauðsynleg gögn þarf að leggja fram eftir atvikum þegar sótt er um atvinnuleys- isbætur.  Vottorð fyrrverandi vinnuveitanda.  Upplýsingar um starfshlutfall sem óskað er eftir.  Gögn um greiðslur frá lífeyrissjóði, Tryggingastofnun og öðrum aðilum.  Gögn um fjármagnstekjur.  Skattkort.  Upplýsingar um fjölda lögskráningardaga. HAPPATALAN 932664 Þú hefur fundið lykilnúmerið í sumarleik 24 stunda TIL HAMINGJU! *Eldsneytiskortið er að verðmæti 63.720 kr. Sendu textann 24stundir 932664 með sms á símanúmerið 1900 (ekkert aukagjald er tekið fyrir sms-ið). Laugardaginn 16. ágúst drögum við 24 heppna lesendur úr innsendingum og þú færð sms um vinninginn ef þú dettur í bensínpottinn og hreppir eldsneytiskort frá OLÍS sem dugar flestum í þrjá mánuði.* Olíufyrirtækið BP hefur skrúfað fyrir tvær af þremur leiðslum fyr- irtækisins sem liggja í gegn- um Georgíu. Er haft eftir talskonu BP á fréttavef BBC að þetta hafi verið gert í varúðarskyni vegna ástandsins í landinu. Segir talskonan að olíu- og gas- leiðslurnar, sem liggja í gegnum Georgíu og út í Kaspíahaf, hafi ekki orðið fyrir skemmdum í átökunum á milli Rússa og Georgíumanna. Leiðslurnar geta flutt allt að 90 þúsund tunnur af olíu á dag. gjg Loka leiðslum í Georgíu

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.