24 stundir - 13.08.2008, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 24stundir
Feim-Lene Bjerre • Bæjarlind 6 • Kóp.
Sími 534 7470 • Vefverslun www.feim.is
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-15.
Vaxtalaus lán til allt að 12 mán.
Lokadagar
útsölunnar
milli, en flest eru þau tilgerðarleg,
líkt og verið sé að reyna of mikið.
Myndin státar þó af góðri
frammistöðu Diddu Jóns, sem
gerir þó lítið annað en að vera hún
sjálf. Einnig má lofa kvikmynda-
töku og útlit myndarinnar, en út-
lendingarnir eiga eflaust eftir að
froðufella yfir hinni einstöku ís-
lensku náttúru.
Skrapp út er betri en margar ís-
lenskar bíómyndir. En nú er sam-
anburðurinn annar og meiri.
Og betur má ef duga skal.
Eftir Trausta Kristjánsson
traustis@24stundir.is
Það hefur löngum verið til siðs hjá
gagnrýnendum að gefa íslenskum
bíómyndum þrjár stjörnur, þó svo
að þær verðskuldi ekki fleiri en
eina til tvær. Sú óþarfa kurteisi
verður ekki sýnd hér, enda þarf ís-
lensk kvikmyndagerð síst á slíkum
bjarnargreiðum að halda, því bjart
er framundan og íslenska kvik-
myndagerðarminnimáttarkenndin
loksins að eldast af okkur eyj-
arskeggjum.
Tilraun til frumleika
Skrapp út er lítil saga af sölu-
konu dauðans, sem fengið hefur
leiða á skeytingarlausum, kæru-
leysislegum og tilviljanakenndum
lífsstílnum sem fylgir hasshaus-
unum og jónubjánunum sem hún
umgengst alla daga og tilheyrir.
Útrás fær hún í ljóðagerð, sem
best sómir sér þó á flísalögðum
hlandskálaveggjum útmiginna
baðherbergja. Kúnnalisti hennar
rúmast í rauðum síma sem hún
ákveður að selja og hefja þannig
nýtt líf.
Tilgerðarleg og tilgangslaus
Skrapp út er ágætis hugmynd
að bíómynd, en þó vantar töluvert
upp á handritið til að það teljist
boðlegt bíótjaldi. Myndin er ekki
um neitt sérstakt, persónum er
ofaukið og afskaplega lítið gerist
sem talist getur spennandi.
Vissulega eru fyndin atriði inn á
24 stundir/Árni Sæberg
Gullgæsin Didda týnir verðmætum síma sínum á undarlegum stað.
Gengið á eftir grasösnum með grasið í skónum
Nýjasta viðbótin í heim Star
Wars, teiknimyndin The Clone
Wars, fær sæmilega dóma hjá
gagnrýnendum ytra og er jafnvel
sögð betri en fyrstu tveir kaflarnir í
myndaseríunni.
Myndin rétt nær ferskri einkunn
á síðunni Rottentomatoes.com en
hún fær slétt 60% eftir að fyrstu
dómarnir komu inn.
Fyrir þá sem ekki vita þá mun
fylgja teiknimyndinni sjónvarps-
þáttaröð er segir sögur frá Klóna-
stríðinu er gerðist á milli Episode
2: The Attack of the Clones og Ep-
isode 3: The Revenge of the Sith.
Þar með er Anakin Skywalker ekki
orðinn að hinum illa Svarthöfða
og berst enn fyrir réttlæti.
Gagnrýnendur gefa ekki mikið
út á söguþráð myndarinnar og
segja hana aðallega innihalda bar-
daga og flottar senur.
Aðdáendur Star Wars eiga svo
eftir að fá enn meira fyrir sinn
snúð því George Lucas er einnig að
undirbúa leikna sjónvarpsþáttaröð
er gerist á árunum áður en Luke
Skywalker tekur upp geislasverðið.
Vitað er að Anthony Daniels, er
talar fyrir C-3PO, mun fara með
hlutverk gyllta vélmennisins á nýj-
an leik. Einnig er orðrómur á
kreiki um að Daniel Logan, er fór
með hlutverk hins unga Boba Fett í
Episode 2, leiki einnig í þáttunum.
Það er því ekkert útlit fyrir að
Stjörnustríðssögunni sé að ljúka.
Klónin fá sæmilega dóma
Aðþrengdur Afsakið að ég er til!
SPONSOR FYRIR BROADWAY UPPFÆRSLU
HVAÐ SEGIR ÞÚ ... VILTU EKKI TAKA
EINN HRING Á HONUM
Bizzaró
Þetta er hann! Síðasti
gaurinn sem notar ekki
farsíma
Já, ég
þekki hann,
aldrei hægt að
ná í hann nema
hann sé heima
Náum
honum!
MYNDASÖGUR
FÓLK
24@24stundir.is a
Skrapp út er ágætis hugmynd að bíó-
mynd, en þó vantar töluvert upp á
handritið til að það teljist boðlegt bíótjaldi.
fréttir
Sean Paul var handtekinn í Sví-
þjóð um helgina fyrir eitur-
lyfjamisferli. Paul sem þekktur er
fyrir reggítónlist sína var á
þekktri reggíhátíð þegar hann var
tekinn.
Það kemur aðdáendum hans ef-
laust ekki á óvart að hann var
gripinn með marijúana. Paul hef-
ur meðal annars gefið út lög með
stórstjörnunum Beyoncé og Rih-
anna. iav
Sean Paul tek-
inn með gras
Tyra Banks er á leiðinni upp að
altarinu að sögn slúðurvefsíð-
unnar www.mediatakeout.com.
Síðan vitnar í heimildarmann
sem segir að Banks hafi þegar
ráðið lögfræðing til að útbúa
kaupmála en hún vilji fara mjög
leynt með málið. Hinn heppni
heitir Jon Udenhtahl (fyrir aft-
an Tyru á myndinni) og er for-
ríkur fjárfestingamaður en par-
ið hefur verið saman í um tvö
ár. Banks er ein af uppteknustu
konunum í Hollywood þessa
dagana en hún stjórnar einum
vinsælasta spjallþætti þar ytra
ásamt því að framleiða Am-
erica’s Next Top Model og sinna
öðrum verkefnum. Hún mun
því líklega eiga í erfiðleikum
með að finna tíma fyrir brúð-
kaup. iav
Tyra Banks í
hjónaband
Slúðurmiðlar ytra birtu í vikunni
fréttir þess efnis að dóttir Lil
Wayne hefði látist í bílslysi. Mys-
pace-síða kappans fylltist sam-
stundis af samúðarkveðjum en
talsmaður hans hefur nú gefið út
yfirlýsingu um að Raginae Carter
sé eldhress og hafi ekki lent í
neinu slysi. Atvikið hefur leitt til
umræðu um ábyrgð slúðurblogg-
ara en þeir telja sig oft ekki þurfa
að staðfesta fréttir áður en þær
eru birtar.
Raginae er aðeins níu ára gömul
en móðir hennar er Antonia Toya
Johnson fyrrverandi eiginkona
Lil Wayne. iav
Falskar fréttir um banaslys
Leikstjóri: Sólveig Anspach
Aðalhlutverk: Didda, Ingvar E.
Sigurðsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og
Jörundur Ragnarsson.
ÚT