24 stundir - 13.08.2008, Qupperneq 37
24stundir MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 37
MITT HLAUP, MINN TAKTUR,
MINN EINKAÞJÁLFARI
ÍMYNDAÐU ÞÉR ÞINN EIGIN EINKAÞJÁLFARA
miCoach er sími með MP3-spilara, en umfram allt er þetta sími með
þitt eigið æfingaprógramm. Er púlsinn of hár? Þá segir miCoach þér
að hægja aðeins á þér. Ef þú slakar á hraðanum þá segir miCoach
þér að auka hann. Hvort sem þú vilt hlaupa 5 eða 10 km, eða bara
komast í gott form, þá mun miCoach hjálpa þér að ná markmiðum
þínum. Það er ekki eftir neinu að bíða, settu þér markmið, hækkaðu
í græjunum og hlauptu af stað! Nú er ekkert sem stoppar þig.
• Mp3 spilari
• Skrefamælir
• Púlsmælir
• Heilsubókhald á netinu
Heildsöludreifing og þjónusta:
Tæknivörur, Skútuvogi 12cFæst hjá Vodafone og Símanum.
EINN
TVEIR OG
BYRJA
73 1,25
KAL KM
ÁFRAM
NÚ
145 2,5
KAL KM
ÞETTA
ER AÐ
HAFAST
218 3,75
KAL KM
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-1
4
6
1
Kvikmyndaritið Variety greinir
frá því að Angelina Jolie sé talin
líklegust til að hreppa aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni Edwin
A. Salt. Tom Cruise hefur hingað
til verið talinn líklegastur til að
hreppa aðalhlutverkið í þessari
njósnamynd en nú er ljóst að
hann leikur ekki aðalhlutverkið.
Því þarf að breyta handriti mynd-
arinnar sem og titli hennar. vij
Angelina Jolie í
stað Tom Cruise
Kvikmyndin The Dark Knight er
fallin úr fyrsta sæti lista netsíð-
unnar imdb.com yfir bestu
myndir allra tíma, en ekki langt.
Það vakti mikla athygli þegar
myndin fór rakleiðis í efsta sæti
listans, en hann þykir með þeim
marktækari í kvikmyndageir-
anum.
The Dark Knight situr nú í þriðja
sæti listans, strax á eftir The
Shawshank Redemption og The
Godfather. bös
Batman fallinn í
þriðja sætið
Leikkonan Penelope Cruz segir
prufu sína við nýjustu mynd
Woodys Allens hafa verið ein-
staklega stutta, en leikstjórinn
réð hana í aðalhlutverk myndar
sinnar Vicky Cristina Barcelona
eftir aðeins 40 sekúndna spjall.
„Það var búið að vara mig við því
að viðtalið yrði stutt en ég bjóst
við kannski hálftíma, eða svo,“
segir leikkonan. „Þetta var stysti
fundur sem ég hef nokkurn tím-
ann átt við leikstjóra.“ bös
Ráðin á 40
sekúndum
Eftir Viggó I. Jónasson
viggo@24stundir.is
Hver hefði getað trúað því að
Buzz-leikirnir vinsælu gætu geng-
ið án þess að notaðar væru hinar
stórsniðugu bjöllur sem fylgja
með leiknum? Og hver hefði
nokkurn tímann geta trúað því að
Buzz án bjallnanna gæti verið
skemmtilegur á PSP-leikjatölvun-
um?
En það er samt staðreyndin að
Buzz! Master Quiz fyrir PSP er
nokkuð vel heppnaður leikur sem
getur skemmt manni vel hvort
sem það er á löngum ferðalögum
eða stuttum klósettferðum. Þetta
er í raun eins og að hafa lítinn
Loga Bergmann í vasanum sínum.
Buzz-einstaklingsspilunin á
PSP er af skiljanlegum ástæðum
brotin niður í frumeindir þar sem
menn þurfa að spila sig í gegnum
röð mismunandi spurningagerða
til að „vinna“ leikinn. Eins og við
er að búast við einstaklingsspilun
í Buzz-leik þá er hún frekar ein-
hæf en þó brjóta skemmtilegar
spurningagerðir upp spilunina á
skemmtilegan máta.
Það er í fjölspiluninni sem leik-
urinn blómstrar. Þar er bæði hægt
að tengja nokkrar PSP-tölvur
saman, í gegnum netið, en svo er
líka hægt að spila margir saman á
einni tölvu. Þar stendur Quiz
Host-spilunarmöguleikinn upp úr
því þar fer einn keppandinn í
hlutverk spyrilsins og getur deilt
út og dregið frá stig með fasískum
tilburðum.
Það sem háir leiknum er fyrst
og fremst það að bjöllurnar sem
eru nátengdar Buzz-leikjunum
eru víðsfjarri og tekur því dágóða
stund að venjast því að nota aðra
takka til að hringja inn rétt svör.
Burtséð frá því þá er Buzz! Master
Quiz ágætis viðbót við leikjasafn
Gettu betur- og Buzz-aðdáenda.
Með lítinn Loga Bergmann í vasanum
Fjölspilun sem virkar Þótt ótrúlegt megi virðast þá virkar fjölspilun á einni
PSP-tölvu ágætlega.
Grafík: 73% Ending: 65%
Spilun: 76% Hljóð: 62%
Buzz! Master Quiz (PSP) 7+
NIÐURSTAÐA: 69%