24 stundir - 14.08.2008, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 24stundir
Nýr TT flokkur og ný tímasetning
í hinu sívinsæla
“Toppi til Táar„ námskeiði
Nýir tímar kl: 10:15 og 10:30 – þrisvar í viku – mán – mið – fös – barnapössun
Ekkert lát hefur verið á aðsókn á þetta frábæra aðhaldsnámskeið okkar og höfum því bætt
nýjum tímum við.
- Þessir tímar ættu meðal annars að höfða sérstaklega til hinnar heimavinnandi mömmu
og því bjóðum við einnig upp á barnapössun á þessum tímum.
Staðurinn - Ræktin
telpurS onuK r
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732
jsb@jsb.is • www.jsb.is
Nýtt Nýtt!
Aðrir tímar í boði: • 6:15 – mán, mið, fös • 6:15 - þri, fim, lau (9:30) • 7:20 - mán, mið, fös
• 10:15 - mán, mið, fös •12:05 - mán, mið, fös - barnapössun • 14:20 - mán, mið, fös
• 16:40 - mán, mið, fös - barnapössun • 17:40 - mán, þri, fös - barnapössun
• 19:20 - mán, mið, fim (19:45)
Kínversk stjórnvöld segja að
uppbygging vegna jarðskjálft-
ans í Sichuan-héraði í maí síð-
astliðnum muni kosta jafn-
virði 12 þúsund milljarða
króna.
Þrjár milljónir fjölskyldna
þurfa ný heimili, reisa eða
bæta þarf sjö þúsund skóla-
byggingar, auk þess sem ríkið
þarf að sjá um milljón manns
fyrir atvinnu þar sem vinnu-
staðir þeirra eyðilögðust í
skjálftanum. Áætlað er að um
70 þúsund manns hafi látist í
skjálftanum. aí
Jarðskjálftinn í Kína
Gríðarlega dýr
uppbygging
STUTT
● Vopnahlé Georgíuforseti sak-
aði í gær Rússa um að rjúfa
samkomulag um vopnahlé,
með því að senda hersveitir frá
Suður-Ossetíu inn í Georgíu.
● Skemmdir Engan sakaði
þegar hluti loftsins í þingsal
Evrópuþingsins í Strassborg
féll í síðustu viku. Ekki er vit-
að hvað olli hruninu.
● Samstarf Færeyska lands-
stjórnin hefur gert samkomulag
við Sjálfstýriflokkinn um sam-
starf, eftir að hún missti nýlega
meirihluta sinn.
Eftir Atla Ísleifsson
atlii@24stundir.is
Bandaríkjamenn og Kanadamenn
leggja í dag upp í rannsóknarleið-
angur um Norður-Íshaf til að
styrkja tilkall sitt til svæða sem tal-
in eru mjög rík að auðlindum.
Fulltrúar Kanadastjórnar full-
yrða að hafsbotninn við norður-
skautið sé bæði hluti af landgrunni
Kanada og Grænlands. Þessu fagna
Danir og það gefur þeim fleiri
tromp á hendi í baráttunni um
auðlindirnar þar nyrðra.
Samstarf í rannsóknum
Healy, skip bandarísku strand-
gæslunnar, mun í dag leggja af stað
í þriggja vikna ferð til að rannsaka
hið tiltölulega óþekkta Chukchi-
svæði, um 1.000 kílómetra norður
af Alaska. Hinn 6. september
munu svo kanadískir vísindamenn
bætast í hópinn og sigla á ísbrjóti
til að rannsaka umfang land-
grunnsins norður af Alaska.
Markmið Bandaríkjamanna er
að sýna fram á að landgrunn
Alaska nái mun lengra en út fyrir
200 mílna lögsögu þeirra.
Miklar auðlindir
Breska blaðið Telegraph segir að
Bandaríska jarðfræðistofnunin
áætli að hafsbotninn í Norður-Ís-
hafi hafi að geyma um 90 milljónir
olíutunna, eða um 15% af ófund-
num olíubirgðum heims. Einnig er
talið að þar sé um þriðjungur af
ófundnu jarðgasi heims.
Hækkandi olíuverð
Bandaríkin, Kanada, Rússland,
Danmörk og Noregur eiga öll
strendur að Norður-Íshafi og deila
um yfirráð á svæðinu. Rússar hafa
krafist 1,2 milljóna ferkílómetra
svæðis, en þeir komu rússneskum
fána fyrir á hafsbotni á norður-
skautinu fyrir rétt rúmu ári.
Hækkandi olíuverð undanfar-
inna mánaða hefur einnig leitt til
aukinnar hörku í deilunni, auk
þess sem hlýnandi loftslag og
bráðnun íss hefur auðveldað að-
gengi manna að svæðinu.
Kortleggja hafsbotninn
Verkefni vísindamanna á banda-
ríska skipinu verður að kortleggja
hafsbotninn, en Kanadamennirnir
hyggjast mæla þykkt botnlagsins
vegna mælinga á umfangi land-
grunnsins.
Í yfirlýsingu frá Bandaríkjastjórn
segir að samstarfið muni aðstoða
bæði ríkin við að skilgreina land-
grunnið í Norður-Íshafi. Kanada-
stjórn hefur frest til ársloka til að
skila gögnum til Sameinuðu þjóð-
anna um umfang síns landgrunns.
Deilt um Lomonosov-hrygg
Rannsóknarleiðangur Kanada-
manna og Bandaríkjamanna hefst
einungis nokkrum dögum eftir að
frumniðurstöður sameiginlegrar
rannsóknar Kanadamanna og
Dana voru kynntar sem sýna að
Lomonosov-hryggurinn, sem ligg-
ur þvert yfir norðurskautið, tengist
bæði landgrunni Kanada og Græn-
landi. Rússar hafa sagt hrygginn
vera beint framhald af landgrunni
sínu, en hann teygir sig frá Síberíu
alla leið til Grænlands og Kanada.
Rannsaka landgrunn
við norðurskautið
Bandaríkjamenn og Kanadamenn leggja í leiðangur til að styrkja tilkall sitt til auðlinda
Ísbrjótur Bráðnun heim-
skautaíss hefur sett
aukna hörku í deiluna um
yfirráð í norðurhöfum.
➤ Um þriðjung olíu, gass ogkola sem enn er ófundinn er
talið að brátt megi vinna á
botni Norður-Íshafsins.
➤ Fyrr í sumar sögðu ráðherrarríkjanna fimm sem eiga
strönd að Norður-Íshafi, að
kapphlaupinu um yfirráð yfir
norðurskautinu hefði verið
aflýst. Vísindin og alþjóðalög
skyldu ráða ferðinni.
AUÐLINDIR Í NORÐRI
Myndband sem sýnir breskan
togara kasta um fimm tonnum af
fiski í sjóinn hefur vakið mikla
reiði í Noregi og meðal umhverf-
isverndarsinna.
Áhöfn á skipi norsku landhelg-
isgæslunnar náði myndum af skip-
inu Prolific sem veiddi fullfermi af
þorski og öðrum hvítum fiski í
norskri lögsögu en kastaði svo um
80 prósentum aflans fyrir borð
innan breskrar lögsögu.
Á vef Guardian segir að brott-
kast sé ólöglegt í Noregi en áhafnir
skipa sem skráð eru í ríkjum Evr-
ópusambandsins neyðist til að losa
sig við fisk, hafi þeir veitt ranga teg-
und eða ef fiskurinn er of smár.
ESB áætlar að 40 og 60 prósent-
um af fiski sem er veiddur í Norð-
ursjó sé kastað fyrir borð, en við-
urkennt er að brottkast sé
óhjákvæmilegur fylgifiskur núver-
andi kvótakerfis ESB. atlii@24stundir.is
Breskir sjómenn köstuðu 5 tonnum af fiski
Brottkast Breta vekur
mikla reiði í Noregi
Boris Johnson, borgarstjóri
Lundúna, vill að sjötti flugvöll-
urinn verði lagður í borginni til
að létta á umferð um þá sem fyrir
eru. Í grein í breska blaðinu Tele-
graph lýsir John-
son hvernig hann
var nýverið fastur
á Gatwick-flugvelli
ásamt fjölda ann-
arra flugfarþega á
leið heim úr fríinu,
þegar töskurnar
skiluðu sér seint.
Hafi hann neyðst til að hlýða á
„Pyongyang-leg“ skilaboð í hátal-
arakerfinu um að hinar og þessar
flugvélar kæmu innan skamms.
Í greininni leggur Johnson til að
nýr umhverfisvænn alþjóða-
flugvöllur verði lagður við bakka
Thames fyrir Ólympíuleikana í
Lundúnum 2012. aí
Borgarstjóri Lundúna
Vill sjötta flug-
völlinn í borgina
Umfangsmikil leit stendur nú yfir
í Þýskalandi eftir að þrír karl-
menn og ein kona voru skotin til
bana í ítalskri ísbúð í Russels-
heim, suðvestur af Frankfurt-am-
Main, á þriðjudagskvöld.
Að sögn lögreglu liggur ekkert
fyrir um ástæður árásarinnar, en
ekki er talið að konan sem lést
hafi tengst karlmönnunum
þremur.
Lögregla notast við hunda og
þyrlur við leitina og hefur lokað
af miðborg Russelsheim. aí
Morð í Þýskalandi
Fjórir drepnir
í ítalskri ísbúð