24 stundir - 14.08.2008, Síða 18

24 stundir - 14.08.2008, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 24stundir ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,79% í gær og var þá 4.208 stig. ● Teymi stökk upp um 21,5% og Marel hækkaði 2,9% í kjölfar uppgjörs. ● Exista lækkaði um 3,5% og Landsbankinn um 1,7%. Velta með hlutabréf nam 1,1 millj- arði króna. ● Í Kaupmannahöfn lækkaði vísitalan um tæp 2%, í Osló um 1,4%, Stokkhólmi um 2,8% og Helsinki um 2,9%. ● Gengi krónunnar styrktist um 0,14% í gær og endaði geng- isvísitalan í 158,6 stigum. Gengi bandaríkjadals var 81,9 krónur, evrunnar 122,2 krónur og punds- ins 153,2 krónur.              ! "##$                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  0        12    '    '3.   .4 2  *5 / 62 62, , 7  ,      8 2    8     ,/  !  "                                                           7,   6 , 9   " & ; ;<= === + ;> ?>@ AA? ;;@ <B@ <<< B> ;CD A@@ <@D <C> ?B@ AB> A@D C== >D= @DA ?<@ >@@ A?@ @=< ==D + ;C <=? DBC ABC <A; @ ;;> @B> @ =@; ?B> + + + >A= === + + @@ <;= === + + CE<? BEB= A>E>= <EB> @BE@= @?E@B @<EB= <=<E== A;E== >CEB= ;E;@ DEA< ><EB= A=@E== @B;=E== A@<E== @;DE== + @EC? + + ;DA=E== @=E== + CE>= BEB? ADE== <ECA @BEA= @?E;= @<ECB <@=E== A;E@B >CE<= ;E<? DE;; >>E@= A=?E== @BB=E== A@>E== @?@EB= A@ED= @EC? + >EB= ;DBBE== @=EB= ?EB= ./  ,  @ + @A B= @C ; A ;A A= A= + > A A A + + + @ + + @ + + F  , , @; > A==> @A > A==> @; > A==> @; > A==> @; > A==> @; > A==> @; > A==> @; > A==> @; > A==> @; > A==> @A > A==> @; > A==> @; > A==> @; > A==> @; > A==> @A > A==> @A > A==> @C < A==> @; > A==> C @A A==< ; C A==> @; > A==> > > A==> < ; A==> MARKAÐURINN Í GÆR Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@24stundir.is Líklegt má telja að eitt af því erf- iðasta sem fólk gengur í gegnum á lífsleiðinni sé fjárhagslegt skipbrot á við gjaldþrot. En hvað felst í gjald- þroti og hvar stendur skuldarinn eftir gjaldþrotið? „Undanfarinn er yfirleitt árang- urslaust fjárnám, nema skuldarinn hafi sjálfur beðið um gjaldþrot en ég þekki ekki dæmi þess hér,“ segir Þórdís Bjarnadóttir héraðsdóms- lögmaður. „Venjulega er ferlið þannig að fólk missir eignirnar á uppboðum og í kjölfarið er beðið um gjaldþrotaskipti.“ Hún segist verða meira vör við að fólk sé kom- ið í fjárhagsvandræði. Sumir reyni að semja við kröfuhafa áður en allt sé komið í óefni. Sá sem biður um gjaldþrot, yf- irleitt kröfuhafi, leggur fram beiðni fyrir héraðsdóm og þarf það að ger- ast innan þriggja mánaða frá því að árangurslausa fjárnámið var gert hjá sýslumanni. Kröfuhafi þarf að leggja fram 250.000 króna trygg- ingu, fyrir því að greiða kostnað, verði beiðnin samþykkt. Tryggingin nemur í dag kr. 250.000. „Sé beiðni tekin fyrir í héraðsdómi, á skuld- arinn rétt á að fá fjögurra vikna frest til að semja við þann sem bið- ur um gjaldþrotið. Ef það tekst ekki og kröfuhafinn vill halda kröfunni til streitu, þá er skuldarinn úrskurð- aður gjaldþrota eftir þessar fjórar vikur,“ segir Þórdís. „Það eru aðeins skráðar og þinglýstar eigur skuld- arans sem eru teknar til fullnustu. Eigi hann til dæmis þinglýstan hluta í íbúð á móti maka, þá rennur eignarhluti skuldarans í þrotabúið.“ Ef enn eru skuldir við gjaldþrot Þegar gjaldþrot hefur verið úr- skurðað skipar héraðsdómur skiptastjóra, sem kallar eftir kröfum í búið í gegnum Lögbirtingablaðið. Kröfum er forgangsraðað, eignir seldar ef þær finnast og andvirðið greitt upp í skuldir, eða skiptum lokið finnist engar eignir. Þórdís segir að þær skuldir sem eftir standi fái þá nýjan fyrningarfrest, sem er eftir atvikum fjögur eða tíu ár, eða jafnlangur og upprunalega krafan. Hvort krafa er afskrifuð fari eftir fjárhag skuldara og kröfuhöfum. „Það er í raun hægt að halda öll- um kröfum endalaust við með því að krefjast fjárnáms, sem getur þá verið árangurslaust ef viðkomandi á ekki neinar skráðar eignir.“ Hvað með undankomu eigna? Þrotabúið tekur við öllum fjár- hagslegum réttindum og skyldum þess sem er úrskurðaður gjaldþrota, þ.e. þrotamannsins. Hvorki er hægt að ganga á laun hans meðan á skiptunum stendur, né heldur ef honum tæmist arfur. Stundum er talað um mála- myndagerninga til að koma undan eignum fyrir gjaldþrot, með því að skrá þær á aðra. Þórdís segir hægt að krefjast riftun samnings ef eigna- skipti teljast vera á óeðlilegum kjör- um. Milli nákominna má rifta tvö ár aftur í tímann, annars er við- miðið sex mánuðir. Hvað gerist við gjaldþrot?  Skilyrði fyrir úrskurði um gjaldþrot er að skuldarinn geti ekki staðið í skilum og að ekki sé líklegt að greiðsluörðugleikar líði hjá Þrautaganga Leiðin að gjaldþroti, í gegnum nauðasamninga og fjár- nám liggur um hér- aðsdóm. ➤ Um gjaldþrot gilda lög nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl ➤ Hægt er að fara fram á gjald-þrot hjá skuldara að und- angengnu árangurslausu fjárnámi. ➤ Er þá jafnvel áður búið aðreyna greiðslustöðvun eða nauðasamninga við lán- ardrottna, til að koma lagi á fjármál skuldara, að fenginni heimild frá héraðsdómi. GJALDÞROT LOKAÚRRÆÐI Sparisjóður Mýrasýslu áætlar að tap fyrstu sex mánaða ársins sé um 4,6 milljarðar króna. Samkvæmt efnahagsreikningi í lok júní 2008, er áætlað eigið fé um 1,5 milljarðar króna en var um 6,3 milljarðar í árs- lok 2007. Eigið fé mun verða 3,5 milljarðar að lokinni stofnfjáraukn- ingu sem nemur 2 milljörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sjóðs- ins til kauphallarinnar. Þar segir að eiginfjárhlutfall sé óásættanlegt að mati stjórnar. Sé stefnt að leiðréttingu þess með fyrirhugaðri stofnfjár- aukningu og öðrum aðgerðum. Vanskil jukust verulega á tímabilinu og námu áætluð framlög í afskriftareikning 1,9 milljarði króna. Segir í tilkynningu að rekstur sjóðsins frá 1. júlí sé í samræmi við áætlanir. srb Tap upp á 4,6 milljarða FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a Atvinnuleysi mælist þó meira en á sama tíma fyrir ári þegar það var 0,9% en það jókst um 7% milli júní og júlí í ár. Greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólgan fari í 14,7% í ágúst og hafi þá náð há- marki sínu, en verðbólgan í júlí mældist 13,6%. Er þess vænst að verulega dragi úr verðhækkunum, þegar útsölur eru yfirstaðnar og krónan búin að hrista af sér gengislækkunarferli síðustu mánaða. Búast megi við því að verðbólga fari ört lækkandi á næstunni en í spánni segir: „Við eigum von á því að verðbólga mælist um 12% frá upphafi til loka þessa árs en stærstur hluti þeirrar hækkunar er þegar kominn fram. Verðbólga næstu 12 mánuði verður ríflega 5% að því gefnu að forsendur okkar um launa- og gengisþróun gangi eftir. Sam- kvæmt spá okkar verður verðbólga í námunda við verðbólgumark- miðið í lok árs 2009.“ srb Spá 14,7% verðbólgu Skráð atvinnuleysi var 1,1% í júlí 2008 og voru að jafnaði 1.968 manns á atvinnuleysisskrá. Er hlutfall atvinnuleysis óbreytt frá í júní og atvinnuleysi því enn með minnsta móti, að sögn Vinnu- málastofnunar. Atvinnuleysi mælist þó meira en á sama tíma fyrir ári þegar það var 0,9% en það jókst um 7% milli júní og júlí í ár. Fram kemur að oft minnki at- vinnuleysið milli júlí og ágúst, og í fyrra hafi það minnkað um 6,5% milli þessara mánaða og verið 0,9% í ágúst. Vinnumálastofnun spáir auknu atvinnuleysi nú í ágúst vegna samdráttar hjá mörgum fyr- irtækjum og aukinna hóp- uppsagna. Má búast við að það verði á bilinu 1,1%-1,4%. srb Skráðir 1.968 atvinnulausir Olíuverð að hækka aftur Olíuverð hækkaði nokkuð í gær og fór yfir 114 dali á fatið eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu að eldsneytisbirgðir þar í landi hefðu minnkað sem og hrá- olíubirgðir. Samdrátturinn eftir vikulega samantekt var nær þre- falt meiri en búist var við. srb Seðlabanki Noregs kynnti í gær þá ákvörðun sína að halda stýri- vöxtum óbreyttum. Verða þeir því áfram í 5,75%. Í yfirlýsingu frá Svein Gjedrem seðlabankastjóra kom fram að verðbólga í Noregi fari vaxandi og sé nú nálægt 3,5%. Verðbólgu- markmið bankans er 2,5%. srb Óbreyttir vextir SALA JPY 0,7575 1,04% EUR 122,93 0,34% GVT 159,72 0,22% SALA USD 82,47 0,26% GBP 154,98 0,78% DKK 16,482 0,34% LÆKKAÐ VERÐ SUMARTILBOÐ ® Skipholti 50b • 105 Reykjavík

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.