24 stundir - 14.08.2008, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Ég er ekki ósigrandi. Enginn er ósigrandi. Það er hægt að vinna
alla,“ sagði Phelps. Sjálfur hefur Spitz margsinnis sagt að hann
trúi ekki öðru en að Phelps bæti met hans.
Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson
thorkell@24stundir.is
Bandaríski undramaðurinn er
fæddur í Baltimore í Maryland-ríki
Bandaríkjanna 30. júní 1985. Hann
hóf að æfa sund þegar hann var 7
ára gamall, fyrst og fremst til að feta
í fótspor eldri systra sinna sem þá
æfðu íþróttina. Önnur systra hans,
Whitney Phelps, var nálægt því að
komast á Ólympíuleikana í Atlanta
árið 1996, en náði því ekki vegna
meiðsla sem plöguðu hana.
Keppti 15 ára í Sydney
Strax 10 ára gamall var Michael
Phelps farinn að láta til sín taka og
átti þá bandarísk met í sínum ald-
ursflokki. Hann komst svo á Ól-
ympíuleikana í Sidney árið 2000,
einungis 15 ára gamall og var þar
með yngsti karlkyns sundmaðurinn
til að keppa fyrir Bandaríkin í 68 ár.
Þar vann hann þó engin verðlaun
en hafnaði í fimmta sæti í 200 metra
flugsundi. Aðeins fimm mánuðum
síðar hafði Phelps hins vegar bætt
heimsmetið í sömu grein og hefur
leiðin legið stöðugt upp á við síðan
hjá þessum frábæra íþróttamanni.
Markmiðin sett til að ná þeim
Á Ólympíuleikunum í Aþenu ár-
ið 2004 vann Phelps 6 gullverðlaun..
Það sem af er leikunum í Peking
hefur hann unnið 5 gullverðlaun.
Samtals gera þetta því 11 ólympíu-
gull í það heila. Enginn íþróttamað-
ur hefur unnið svo mörg gull á Ól-
ympíuleikum. „Það er kominn tími
til að verða besti sundmaður allra
tíma. Þetta var það sem ég hugsaði
áður en undirbúningur fyrir leikana
í Peking í hófust,“ sagði Phelps eftir
að hafa unnið sín fimmtu verðlaun í
Kína. Markmið hans fyrir leikana
var að vinna 8 gullverðlaun og
skáka þannig sundgarpinum Mark
Spitz sem á metið yfir flest unnin
gull á einum og sömu leikunum.
Það afrek vann Spitz í München ár-
ið 1972. Phelps á enn eftir að keppa
í þremur greinum og því gæti þetta
markmið hans vel gengið eftir.
„Ég er ekki ósigrandi. Enginn er
ósigrandi. Það er hægt að vinna
alla,“ sagði Phelps. Sjálfur hefur
Spitz margsinnis sagt að hann trúi
ekki öðru en að Phelps bæti met
hans.
Nóg eftir á tanknum
Hann segist þó enn eiga bensín á
tanknum. „Ég á þrjár greinar eftir
og ég hef næga orku í þær. Ég held
áfram að segja við sjálfan mig að ég
sé kominn hingað til að verða besti
íþróttamaður allra tíma á Ólympíu-
leikum.“
Hvort Phelps tekst að landa átta
medalíum úr gulli í Peking kemur
ekki í ljós fyrr en 17. ágúst. Þá
keppir hann í sinni síðustu grein.
Nái hann þessu markmiði sínu
mun hann eiga 14 ólympíugull í
sínu safni og gæti vel keppt á leik-
unum í London að fjórum árum
liðnum, árið 2012.
Michael Phelps er stöðugt í heil-
miklu æfingaprógrammi. Inni í því
eru mælingar tvisvar í viku þar sem
mælt er hvort einhver ólögleg efni
séu í líkama hans. Finnst honum af-
ar mikilvægt að sannreyna að hann
nái sínum frábæra árangri án nokk-
urra lyfja.
Syndir í skóm og sokkum
Sagt er að hluti af velgengni
Phelps í sundinu sé hversu stóra
fætur hann hefur. Það komi honum
að góðum notum í sundinu, því
lappirnar virki líkt og blöðkur í
sundlauginni. Við nánari eftir-
grennslan kemur í ljós að Michael
Phelps notar skóstærðina 49. Hluti
af sundæfingum Phelps hefur ein-
mitt verið að synda í skóm og sokk-
um, en þó mun heimsbyggðin ef-
laust aldrei sjá hann synda með
fótabúnað í keppni.
Leikur við hinn enska Herman
Þó langmestur hluti af lífi Phelps
fari í sundið þá á hann sér að sjálf-
sögðu önnur áhugamál. Amerískur
fótbolti, tónlist og tölvuleikir eru
meðal áhugamála Phelps auk þess
sem hann nýtur þess að hanga með
hundinum sínum, enskum bolabít
sem hann kallar Herman.
Ætlar að verða besti
íþróttamaður allra tíma
Sundmaðurinn Michael Phelps er kominn með fimm gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking og á enn eftir
þrjár greinar Notar skó númer 49 og syndir í sokkum og skóm á æfingum Fer í lyfjapróf tvisvar í viku
Fögnuður Michael Phelps
fagnar af mikilli innlifun fimmtu
gullverðlaunum sínum við laug-
arbakkann í Peking í fyrrinótt.➤
Michael Phelps er 23 ára
gamall, fæddur 1985 í Balti-
more í Maryland-ríki Banda-
ríkjanna.
➤ Hann er orðinn sigursælastikeppandi á Ólympíuleikum
frá upphafi með samtals 11
gullverðlaun, sex í Aþenu og
fimm í Peking.
➤ Phelps á enn eftir að keppa íþremur greinum á ÓL í Pek-
ing og stefnir að því að slá
við Mark Spitz sem vann 7
gull í München 1972.
MICHAEL PHELPSMichael Phelps er orðinn
stærsta nafnið í allri Ól-
ympíusögunni. Allt frá
því Ólympíuleikarnir
voru endurvaktir í Aþenu
árið 1896 hefur engum
íþróttamanni tekist að
vinna til jafn margra gull-
verðlauna á leikunum og
Phelps. Hann hefur nú
unnið samtals 11 ólymp-
íugull og þar af 5 þeirra
núna í Peking. Hann er
þó ekki hættur, því hann
stefnir á að bæta þremur
til viðbótar í safnið á
þessum leikum.