24 stundir - 14.08.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 14.08.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 24stundir Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Þingeysk þríþraut verður þreytt að Laugum í Reykjadal á laugardag. Keppt verður í heilli og hálfri ólympískri þríþraut en einnig er fólki frjálst að taka þátt í ákveðnum hlutum þrautarinnar. Ólympísk þríþraut er mikil þolraun en í henni byrja keppendur á að synda 1500 metra. Því næst hjóla þeir 40 km og hlaupa að lokum 10 km. Áhugi á íþróttagreininni hefur vaxið hægt en stöðugt á undan- förnum árum að sögn Jens Viktors Kristjánssonar, fyrrverandi for- manns Þríþrautarfélags Reykjavík- ur. „Það eru ekki nema fjögur ár síðan við stofnuðum félagið. Það eru haldnar um tíu keppnir á ári og það er alltaf smáaukning í þátt- töku,“ segir hann. Járnkarlinn æ vinsælli „Aðalaukningin sem maður sér er hjá þeim sem fara til útlanda til að keppa í iron man. Það er lengsta og erfiðasta keppnin,“ segir Jens. Í járnkarlinum (iron man) synda keppendur tæpa 4 km, hjóla 180 km og hlaupa loks maraþon (42km). „Það hafði enginn Íslend- ingur farið í iron man í tíu ár þegar einn fór 2006. Í fyrra fóru þrjú. Á þessu ári eru tveir búnir að fara og það eru fimm á leiðinni,“ segir Jens. Sjálfur er Jens ekki á leið í járnkarlinn en lætur sér nægja að taka þátt í hefðbundnum þríþraut- arkeppnum öðru hverju. Hlaupið með þung læri Jens segir að það sé mikil áskor- un að taka þátt í þríþraut eins og öðrum þolíþróttum. „Ef vel gengur og maður er búinn að æfa vel líður manni náttúrlega frábærlega á eftir. Maður er ánægður með sig og kannski með smá endorfín í skrokknum,“ segir hann. Mörgum reynist erfitt að blanda saman þess- um ólíku íþróttagreinum. „Flest- um finnst erfitt að hlaupa fyrsta kílómetrann eftir að hafa hjólað. Lærin eru dálítið þung en svo venst þetta,“ segir hann. Ekkert sem stoppar þá Margir þeirra sem leggja stund á þríþraut hér á landi voru áður ein- göngu í hlaupum. Segja má að þrí- þrautin hafi aukið möguleika þeirra til æfinga. „Ef þeir eru eitt- hvað meiddir eða með smá eymsli í fótunum eftir hlaupaæfingar þá fara þeir bara að hjóla eða synda. Það er svolítið gaman að heyra hvað þeir eru ánægðir með þetta. Núna er ekkert sem stoppar þá í að æfa,“ segir Jens og hlær. Þó að þríþrautin njóti aukinna vinsælda hér á landi eru aðstæður til æfinga misjafnar. „Aðalvanda- málið er að geta æft þessar þrjár greinar sómasamlega,“ segir Jens og bætir við að erfiðast sé að æfa hjólreiðarnar. „Það er bæði vegna þess að veðrið er ekki svo skemmti- legt nema 4-5 mánuði á ári og stíg- arnir ekkert mjög góðir. En þetta gengur nú samt allt saman,“ segir Jens Viktor Kristjánsson að lokum. Þríþrautin nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi Þríþætt þolraun Áhugi á þríþraut vex hægt en stöðugt hér á landi en í henni þurfa keppendur að synda, hjóla og hlaupa langar vegalengdir. Æ fleiri Ís- lendingar taka þátt í járn- karlinum sem er lengsta og erfiðasta þríþrautin. Úr einu í annað Í þríþraut þurfa keppendur að byrja á því að synda tiltekna vegalengd, því næst hjóla þeir og enda á hlaupi. ➤ Þingeysk þríþraut verðurþreytt í sjöunda skipti að Laugum í Reykjadal á laug- ardag og hefst keppni kl. 10. ➤ Fyrr í sumar fór keppni í hálf-járnkarlskeppni (iron man) fram í Hafnarfirði. Þar voru syntir 1900 m, hjólaðir 90 km og að lokum hlaupið hálft maraþon. ➤ Á veturna hafa verið þreyttarþríþrautir innanhúss þar sem notast er við hlaupabretti og æfingahjól. ÞRÍÞRAUT 24stundir/Jón Atli Eðvarðsson Hlauparar á öllum aldri búa sig undir Reykjavíkurmaraþonið um þessar mundir en það verður þreytt laugardaginn 23. ágúst næstkom- andi. Forskráningu lýkur að morgni fimmtudagsins 21. ágúst. Þeir sem ekki hafa skráð sig fyrir þann tíma hafa einnig tækifæri til að skrá sig í Laugardalshöll daginn fyrir hlaup. Keppnisgögn verða af- hent sama dag. Þá verður keppend- um boðið í pastaveislu. Sama dag og Reykjavíkurmara- þon verður þreytt fer fram Lata- bæjarhlaup á svæðinu fyrir framan Háskóla Íslands. Latabæjarhlaupið er 1 km að lengd og er ætlað börn- um 9 ára og yngri. Foreldrar og forráðamenn geta hlaupið með börnunum. Þátttökugjald í Lata- bæjarhlaupinu er 800 kr. og rennur það óskipt til Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna (UNICEF). ej Reykvíkingar á hlaupaskónum Styttist í maraþon Það er mikilvægt að þeir sem ætla að taka þátt í Reykjavíkur- maraþoni séu vel undir átökin bú- in hvort sem þeir hyggjast hlaupa skemmri eða lengri vegalend. Góður svefn Það er ekki aðeins mikilvægt að fá góðan svefn nóttina fyrir hlaupadag heldur verða menn að fá góðan nætursvefn nokkrar nætur á undan. Matur og drykkur Hlauparar þurfa að gæta að því hvað þeir borða og drekka síðustu dagana fyrir hlaup. Kolvetnaríkur og fitusnaður matur ætti að vera á matseðlinum og nóg af vatni. Líkaminn hitaður upp Ekki má gleyma að hita upp með nokkrum einföldum æfingum í nokkrar mínútur áður en hlaupið er af stað. Þá verða menn miklu betur undir átökin búnir. Búnaðurinn tekinn til Kvöldið áður en hlaupið fer fram er gott að ganga úr skugga um að maður hafi allt sem til þarf svo sem góða hlaupaskó, fatnað við hæfi og rásnúmer. ej Búin undir hlaupið LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Ef vel gengur og maður er búinn að æfa vel líður manni náttúrlega frábærlega á eftir. Maður er ánægður með sig og kannski með smá endorfín í skrokknum. heilsa

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.