24 stundir - 14.08.2008, Side 38
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@24stundir.is
Hann er ekki búinn að ráða í hlut-
verkin og hann er enn að þefa uppi
hugrakka jaðaríþróttamenn er vilja
taka þátt í glæfralegri uppfærslu
hans á Shakespeare-verkinu Óþelló.
Frumsýning er áætluð í lok næsta
mánaðar en Ívar Örn Sverrisson
(sem við þekkjum vel úr Stundinni
okkar) hefur fulla trú á þessu fyrsta
leikstjórnarverki sínu. Hann stend-
ur fyrir áheyrnarprufum á laug-
ardag og vill hitta leikara, skeitara,
BMX-garpa og parkour-stökkvara
til að setja saman lifandi og nú-
tímalega farandsýningu.
„Mig langar til þess að nota brot
úr parkour og jaðarsporti í sýning-
unni,“ segir Ívar er setur upp sýn-
inguna í nafni leikhúshópsins
Láka. „Þannig tek ég á móti hjóla-
brettafólki og BMX-fólki í pruf-
urnar. Mér finnst þetta mjög
spennandi íþróttir, eða listform,
vegna þess að þetta sprettur úr
borgarmenningu og fólk notar
umhverfi sitt til þess að hafa gam-
an og skemmta sér. Þá skiptir engu
þó að hún sé harðneskjuleg úr
sementi og járni. Mig langar til
þess að krydda sýninguna með
svona hlutum.“
Farandsýning
Ívar styðst við leikgerð Helga
Hálfdánarsonar sem hann styttir
þó verulega enda ekki hægt að setja
upp allt verkið í farandsýningu.
Óþelló kemur til með að hoppa á
milli menntaskóla, bæði á höf-
uðborgarsvæðinu og úti á landi.
Þannig geta skeitarar til dæmis
fengið ráðningu til að gera næstu
vikurnar það sem þeir kunna best.
„Það verða þögul hlutverk í sýn-
ingunni en þeir tjá sig með öðrum
hætti. Það er svo ekkert verra ef
það mæta líka leikarar sem geta
hreyft sig.“
Æfingar hefjast bráðlega en
verkið verður frumsýnt í lok sept-
ember. Það er því verið að leita að
fólki er hefur lausan tíma og er
tilbúið að leggja á sig töluverða
vinnu. „Þetta er talið stutt æf-
ingaferli en þetta þekkist vel er-
lendis þar sem æfingar eru aldrei
lengur en í fjórar vikur. Það þurfa
bara allir að vera á tánum og
skipulagið að vera í lagi. Það er
bara skemmtilegra að hafa svona
pressu, þá drífur fólk sig að læra
textann og svoleiðis,“ segir Ívar.
Ívar Örn úr Stundinni okkar stendur fyrir áheyrnarprufum
Óþelló undirbýr
heljarstökk
Márinn frá Feneyjum fær
andlitslyftingu í vænt-
anlegri uppfærslu Ívars
Arnar á Shakespeare-
verkinu Óþelló, þar sem
jaðaríþróttum er blandað
inn í dramatíkina.
Óþelló parkour Veggspjaldið er flott.
24Stundir/Kristinn
Ívar Örn Í miðju jaðar-
íþrótta í Reykjavík.
38 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 24stundir
„Undanfarin kvöld hef ég horft á
bandarísku sjónvarpsseríuna Six
Degrees á RÚV. ...fór mér að leið-
ast þófið, þá sérstaklega þessi NY
lofsöngur sem er rauði þráðurinn
í gegnum þættina ásamt þurrk-
untulegum staðalímyndum. Ég er
ekki frá því að ég hafi gubbað
smávegis upp í mig.“
Pétur Geir Óskarsson
blog.zeranico.com
„Núna hefur fulltrúi Dana lýst
því yfir að danskir íþróttamenn
lifi vernduðu lífi og berjist því
ekki til sigurs. Ekki beinlínis aug-
ljóst hvert maðurinn er að fara
því ekki er eins og að íþrótta-
menn frá öðrum löndum séu í
stöðugri lífshættu.“
Sverrir Jakobsson
kaninka.net/sverrirj
„Phelps er frábær íþróttamaður,
en ef honum tekst að vinna átta
gull, þá yrði það sönnun þess að
sundgreinarnar séu of margar.
Frjálsíþróttamenn sem vinna í
ólíkum greinum þurfa að vera
ótrúlega fjölhæfir. Sundgrein-
arnar eru hins vegar keimlíkar og
skipt í of margar vegalengdir.“
Stefán Pálsson
kaninka.net/stefan
BLOGGARINN
HEYRST HEFUR …
Leikar eru að æsast í Popplandsmeistara Popp-
punkts á Rás 2. Í gær sigruðu Pétur Örn og pabbi
hans, í liði Jesú-feðga, þá Friðrik Ómar og Eyfa er
voru í liði Eurovision-stráka. Úrslitin urðu kunn í
æsispennandi bráðabana en leikar voru jafnir þegar
kom að 11-fréttum og frysta þurfti leikinn fram yfir
fréttatímann. Næst keppa Hemmar á móti Ótt-
urum. bös
Guðríður Haraldsdóttir aðstoðarritstjóri Vikunnar
hélt upp á afmæli sitt í vikunni en hún er þekkt fyrir
að halda veglega stjörnum fyllta veislu á hverju ári.
Að þessu sinni bauð hún upp á köku sem á var letr-
að „Alþjóðlegur dagur þunga fólksins“ en það átti
víst að vera „unga fólksins“. Kakan vakti mikla kát-
ínu en á bloggsíðu Gurríar sést Páll Óskar meðal
annars skera sér sneið. iav
Miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon sit-
ur fyrir svörum í satt & logið-lið nýjasta tölublaðs
Monitors sem kemur út á morgun. Þar svarar hann
þeim spurningum sem brenna á vörum lesenda
blaðsins en þeirra á meðal eru spurningar um Ólaf
F. og Egil Ólafs. Jakob þykir fara á kostum í svörum
sínum en það krefst mikils hugrekkis af embættis-
manni að taka þátt í svona yfirheyrslu. vij
Helgi Björns, hinn nýi kántrí-
kóngur Íslands, leikur skúrk í
væntanlegri kvikmynd Júlíusar
Kemps, Reykjavík Whale Watching
Massacre. Söngvarinn er nýlentur
á Íslandi frá Berlín og hóf tökur í
gær. Um leið og hann lenti fékk
hann fregnir um að ný kántríplata
hans sé komin í gullplötusölu.
„Sagan gerist mikið á hvalbát
þar sem túristar eru í hvalaskoð-
unarferð,“ segir Helgi um mynd-
ina. „Svo gerast óvæntir atburðir
þar og farþegar þurfa að kalla eftir
hjálp og persóna mín svarar kall-
inu og allt fer upp í loft. Ég leik
Tryggva sem er geðþekkur hval-
veiðimaður. Það fer sem sagt ým-
islegt öðruvísi en ætlað er. Ætli
megi ekki segja að ég sé skúrk-
urinn.“
Helgi segir frábær viðbrögð við
nýjustu kántríplötu sinni og Reið-
mönnum vindanna ekki koma sér
endilega á óvart. „Mér fannst bara
gaman að gera þetta og þetta sner-
ist alls ekki um að reyna ná ein-
hverjum sölutölum. Þetta er bara
plata sem vekur góðar tilfinningar
og kemur því ekkert endilega á
óvart að fólk hafi áhuga á henni.“
Helgi segist lengi hafa langað að
gera kántríplötu á íslensku og því
fundist eðlilegt að leita til hesta-
menningarinnar eftir lögum.
Hann segir þetta þó ekki tilraun til
þess að stela krúnunni af Hallbirni.
„Ég er ekki að reyna að vera
kántríkóngur en hef bara alltaf fíl-
að þessa tónlist sem er í rótum
rokksins. Þetta heillar mig ennþá
og ég er ekki frá því að ég eigi eftir
að gera meira af þessu.“
biggi@24stundir.is
Helgi Björns hefur tökur á nýrri kvikmynd
Kántríkóngurinn
nýi er skúrkur
Helgi Björns Nýja platan er komin í gull.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
4 2 8 5 6 9 1 7 3
1 3 5 7 8 2 9 4 6
6 7 9 3 1 4 8 2 5
5 8 3 9 7 6 2 1 4
7 4 6 1 2 5 3 8 9
9 1 2 8 4 3 5 6 7
2 5 7 4 3 8 6 9 1
3 6 1 2 9 7 4 5 8
8 9 4 6 5 1 7 3 2
Hann vill meina að það sé ekki neitt vits-
munalíf á þessari plánetu.
a
Nei, ég er ekki sundlaugarmaður,
ég er sjó-maður.
Benedikt, hefðir þú ekki betur farið á
Ólympíuleikana?
Benedikt Hjartarson synti yfir Ermarsund á dög-
unum. Íslenska sundfólkinu á Ólympíuleikunum
hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi.
FÓLK
24@24stundir.is fréttir
Útsölunni lýkur
á laugardag.
Nýtt kortatímabil.