Eintak - 03.02.1994, Blaðsíða 10
EINTAK
Gefið út af Nokkrum íslendingum hf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Framkvæmdastjóri: Níels Hafsteinsson
Auglýsingastjóri: Örn (sleifsson
HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI
Andrés Magnússon, Bjarni Guðmarsson, Björn Bjarnason, Bonni,
Davíð Alexander, Einar Ólason, Einar Örn Benediktsson, Gerður
Kristný, Glúmur Baldvinsson, Hallgrímur Helgason, Haukur Snorra-
son, Hilmar Örn Hilmarsson, Jói Dungal, Jón Kaldal, Jón Óskar
Hafsteinsson, Júlíus Kemp, Óttarr Proppé, Ragnhildur Vigfúsdóttir,
Sigurður Pálsson, Sigurjón Kjartansson, Styrmir Guðlaugsson og
Þorvaldur Þorsteinsson.
Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf.
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi.
Verð í iausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði.
Tveir þreyttir listar
Það er ekki hægt að segja að nýafstaðið prófkjör sjálfstæðis-
manna í Reykjavík hafi skilið eftir sig mikla tilhlökkun til borg-
arstjórnarkosninganna í vor. Úrslit prófkjörsins eru lítil tíðindi
fyrir aðra en þá sem tengjast persónulegum böndum við ein-
hvern frambjóðandann — góðum eða slæmum. Þeir geta
samglaðst vinum sínum eða hlakkað yfir óförum andstæðinga
sinna. Sú kosningabarátta sem fram fór fyrir opnum tjöldum
var litlaus og skrif frambjóðendanna í blöð bentu ekki til þess
að þeir hefðu skýrar hugmyndir um hvernig þeir vildu að borg-
in þróaðist og hvert ætti að vera hlutverk hennar í framtíðinni.
Þeir skrifuðu hins vegar mikið um áhuga sinn á fyrirbrigðum á
borð við atvinnumálin, fjölskyldumálin og öðrum löngu
dauðum hugtökum, sem í raun þýða ekki annað en að sá sem
heldur þeim á lofti, hafi í raun ekkert að segja. Þau eru eins
konar humm fyrir stjórnmálamenn sem annað hvort vilja ekki
flagga meiningum sínum eða hafa engar. Aðeins löngun til
metorða.
Þeir sem þurftu að velja á milli þess fólks sem bauð sig fram,
var vorkunn. Það getur verið erfið þraut að velja á milli áhuga
Júlíusar Hafstein fyrir blómlegu atvinnulífi eða sama áhuga
Sveins Andra Sveinssonar. Eða á milli fjölskyldumynda Árna
Sigfússonar og Gunnars Jóhanns Birgissonar. Eða eindregins
vilja Vilhjálms Vilhjálmssonar til að láta gott af sér leiða og
samskonar vilja Ingu Jónu Þórðardóttur.
Þeir sem ekki bar skylda til að taka þátt í þessu vali geta
þakkað fyrir.
Nú mun Sjálfstæðisflokkurinn hverfa í skuggann fyrir vali
vinstri flokkanna á sínum frambjóðendum. Það val mun ekki
heldur verða til þess að borgarbúar fyllist áhuga á málefnum
borgarinnar.
Þessi sameiningarlisti var búinn til út frá skoðanakönnunum
sem ef til vill sýndu ekki annað en að borgarbúar væru tilbúnir
í öðruvísi kosningar en undanfarna áratugi. Þessar kannanir
sýndu að almenningur vildi ekki Sjálfstæðisflokkinn og engan
stjórnarandstöðufloldcanna, en væri jafnvel til í að kjósa eitt-
hvað nýtt. Vinstri flokkarnir túlkuðu þetta sem von um
happdrættisvinning. Ef þeir sameinuðust um lista væri mögu-
leiki á að þeir hrepptu borgina, ekki fyrir eigin verðleika heldur
leiða borgarbúa á borgarmálefnum, eins og þau höfðu verið
stunduð í borgarstjórn.
Það er ekki rétt hjá sjálfstæðismönnum að sameinaður listi
vinstri flokkanna sé hræðslubandalag. Það er miklu fremur eins
konar happdrættisbandalag.
Og sú hugsun mun stjórna vali vinstri flokkanna á lista sína.
Það fólk sem undanfarin ár hefur talið sig dæmt til eilífs minni-
hluta, mun öðlast endurnýjaða lífdaga. Gömlu kempurnar
munu líta á listann sem laun erfíðis síns. Þær munu berjast fyr-
ir sætunum sínum.
Það er því líklegt að sameinaður listi minnihlutaflokkanna
muni ekki bera með sér nýjan andblæ. Miklu heldur er líklegt
að það fólk sem fengið hefur að eiga borgarmálefnin í sínum
flokki, þar sem enginn annar leit við jafn vonlausu verkefni,
muni halda sínum sætum.
Eina breytingin í kringum vinstri flokkana verður sjálfsagt sú
að ungt fólk mun hefja störf fyrir hann og fyllast síðan von-
brigðum þegar fram í sækir, þegar það áttar sig á að í raun hef-
ur elckert breyst. Og Ingibjörg Sólrún mun fljóta með gömlu
kempunum á listanum eins og illa gerður hlutur.
©Ritstjórn og skrifstofur eru að Vatnsstíg 4, 101 Reykjavík
sími 1 68 88 og fax 1 68 83.
LETTVIQT
cn
o
z
0
<
2
HUN SEQIR
HANN SEQIR
Eflum íslenskar
skipasmíðar
Skipasmíðaiðnaðurinn er rjúk-
andi rúst og ekkert nema krafta-
verk fær bjargað honum úr þessu.
Þar sem ólíklegt er að almættið
rétti fram hjálparhönd, setja menn
allt sitt traust á ríkisstjórnina. Og
nú bíða menn milli vonar og ótta;
mun hún rétta fram lófa fullan af
peningum (því reynslan hefur
sýnt að loforð hennar duga
skammt) eða veita rothöggið?
Sumir vilja blóðgjöf, aðrir líknar-
morð.
í ár eru liðin 40 ár síðan fýrsta
íslenska stálskipinu var hleypt af
stokkunum. Þetta er ekki langur
tími í sögu þjóðar, en þó nokkur
ef litið er á hina stuttu íslensku
iðnsögu. Stálskipasmíði átti erfitt
uppdráttar því það var takmörkuð
trú á að hægt væri að smíða stál-
skip hér, en þau eru þó orðin
tæplega 200, smíðuð víða um
land.
En íslenskur skipaiðnaður er
ekki samkeppnisfær við niður-
greiddan, erlendan og nú á tímum
hagræðingar þykir sjálfsagt að
kaupa ódýrari vöru. Það er athygl-
isvert að meðan land eins og Pól-
land, sem er í óheppilegri göngu-
fjarlægð frá stórveldum, kýs að
styrkja skipasmíðastöðvar sínar,
gerum við það ekki, þó svo að við
eigum allt okkar undir fiskveiðum
og siglingum. Ég er ef til vill farin
að ryðga í fslandssögunni, en var
ekki ein ástæða þess að við misst-
um sjálfstæði okkar til Noregs sú
að við áttum engin skip og vorum
því öðrum háð um alla flutninga?
Það var ekki að ástæðulausu að
Eimskipafélagið var síðar nefnt
óskabarn þjóðarinnar.
Reiði skipaiðnaðarmanna er
skilianleg því þeim er ætlað að
keppa við þjóðir sem njóta niður-
greiðslna. Þeir hafa fjárfest í grein-,
inni, ekki aðeins í vélum og
tækjum heldur einnig í gífurlegri
starfsreynslu og þekkingu sem
mun hverfa með þeim sem nú
vinna við iðnina. Það verður að
hlúa að iðnaðinum, því atvinnu-
leysi þar hefur keðjuverkandi á-
hrif. Það má færa fyrir því rök að
peningar sem lagðir eru í greinina
skili sér beint í þjóðarbúið. Og
hafa það hugfast að ástandið er
víðar bágt en á Akureyri og ekki
sjálfgefið að Slippstöðin ein þurfi
Engar niður-
greiðslur. Punktur.
aðstoð, en hún
virðist mest
vera í umræð-
unni — að
minnsta kosti á
Alþingi.
Reynslan
hefúr sýnt, að
skipasmíða-
stöðvar sem
hafa haft að-
stöðu til að
annast sam-
tímis viðgerðir
og nýsmíði
hafa frekar
lifað af mögru
árin, en þær
sem sérhæfðu sig í nýsmíði. Því er
til dæmis skammgóður vermir að
smíða hér eitt nýtt varðskip (sbr.
nýlegt viðtal við forstjóra Land-
helgisgæslunnar í Mbl.), og hætta
á að það skapi fleiri vandamál en
það leysir. Nær væri að stefna að
því að jafna samkeppnisstöðu
þeirra, þannig að þær fái eðlilegan
rekstrargrundvöll og geti gert
raunhæfar áætlanir, en lendi ekki í
hefðbundnum skammsýnum að-
gerðum stjórnvalda.
Fyrsta stálskipið, dráttarbátur-
inn Magni, liggur við festar í
Reykjavíkurhöfn þar sem hann
mun verða varðveittur. Hvort
hann verður jafnframt minnis-
varði um íslenskan skipaiðnað
kemur brátt í Ijós.
A að niðurgreiða
skipasmíðar?
Kreppan geys-
ar og atvinnu-
leysið eykst.
Hver er vand-
inn og hvað er
til ráða? Því
miður er það
staðreynd að
þessi kreppa er
af mannavöld-
um.
Því er rétt að
minnast á
þann hugsun-
argang, sem nú
veldur okkur
þyngstum bú-
sifjum. Hann
felst í því að ætla ríkinu að vera
upphaf og endi alls starfs í land-
inu. En ef svo væri, mætti vita-
skuld spyrja hvers vegna í ósköp-
unum sé ekki fyrir löngu búið að
lögbinda hamingju þegnanna eða
efnalega velsæld þeirra. Allir gera
sér grein fyrir því að slík lagasetn-
ing væri hrein firra, en á sama
tíma suða menn um sérstakar
aðgerðir hins opinbera, hvenær
sem eitthvað bjátar á. Það gleymist
hins vegar að oftar en ekki eru það
einmitt afskipti ríkisins sem vand-
anum valda.
Vandi skipasmíðaiðnaðarins er
gott dæmi um þetta. Sem kunnugt
er stendur hann afar höllum fæti
þessa dagana og vandi hans er
reyndar mun eldri þeirri kreppu
sem þjóðin öll glímir við. Ekki síst
stafa erfiðleikar hans af niður-
greiddri samkeppni erlendis, en
eins má nefna að nýsmíði inn-
lendra útgerða er ekki svipur hjá
sjón, og þeirri staðreynd að núver-
andi ríkisstjórn hefur tekið fyrir
björgunaraðgerðir einstakra fyr-
irtækja í nafni byggðasjónarmiða,
eða jafnvel enn annarlegri
ástæðna, eins og tíðkaðist á árum
áður.
Og til hvaða bragða vilja menn
taka? Eina hugmyndin sem heyrst
hefúr, er að ríkið eigi að niður-
greiða iðnaðinn svo hann geti
keppt við erlenda skipasmíði, sem
njóta slíkra styrkja. Afleiðingin
yrði sú að um alla álfuna yrðu
skattborgarar að styrkja óarðbær-
ar iðngreinar. Svona líkt eins og
gerist með íslenskan landbúnað.
Prívat og persónulega treysti ég
mér betur til þess að ráðstafa aur-
unum mínum en Alþingi og ég
held að þetta eigi við um alla.
Sjálfur er ég í óniðurgreiddri
vinnu, það er að segja, ég fæ ekki
meiri peninga en aðrir eru tilbúnir
til þess að reiða af hendi fyrir
þjónustu mína af fúsum og frjál-
sum vilja. Og þannig á það að
vera. Niðurgreiðslur eru nefnilega
ekkert annað en fals og svindl, þar
sem peningar eru teknir úr grein-
um, sem bera sig og látnir í grein-
ar, sem það gera ekki. Fyrir vikið
veit enginn hvers virði vinna hans
er í raun og veru, efnalegur grund-
völlur hvers og eins verður bara
skáldskapur.
Ef erlendar þjóðir vilja standa í
svikamyllu niðurgreiðslna er það
þeirra vandi og í takt við markaðs-
lögmálin ættum við að notfæra
okkur ástandið. Ef við fáum ódýr-
ari skip eða nautakjöt utan frá eig-
um við vitaskuld að kaupa þaðan
og nota sparnaðinn í uppbyggingu
þeirra greina, sem einhverju skila
og við erum samkeppnisfær í.
Ég hef ekkert horn í síðu skip-
asmiða, ekki frekar en bænda. Líkt
og svo margir aðrir standa þeir
frammi fyrir erfiðum kostum og
grípa hvert það hálmstrá sem þeir
eygja. Að láta ríkið seilast í vasa
náungans, bara af því að skatt-
borgarar í útlöndum eru svo vit-
lausir að láta það viðgangast, er
hins vegar verri lausn en engin.©
10
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994