Eintak - 03.02.1994, Page 14
Það er aftur farið að bjóða LSD eða sýru á götunum. Þetta hættulega efni er í tísku hjá
ákveðnum hóp ungra krakka. Útideild félagsmálastofnunar verður sífellt meira vör við sýru og sá hópur
krakka sem hefur komist í kynni við hana fer ört vaxandi. Einar Örn Benediktsson ræddi við mann sem
margoft droppaði sýru á áttunda áratugnum og bað hann að lýsa reynslu sinni af þessu efni.
dag myndi ég ekki
hætfta geðinu með því
ápBimn® tf 1 BHBHp||rHhHf Seg/r Siggi P. sem tók margoft inn LSD þegar
það var í tísku á áttunda áratugnum.
„Ég byrjaði sautján ára í lýðhá-
skóla í Danmörku. Þar var ákveðin
klíka sem reykti hass. Þá var sæka-
delían í tísku, mjög svipað og er í
dag, og þetta efni var í tísku líka.
Sækadelían er sprottin frá LSD.
Leifar hippamenningarinnar. Klík-
an sem ég var í var reykingarklíkan,
en til að tolla í tískunni byrjuðum
við að droppa sýru. Fyrst droppaði
ég á mánaðarfresti en síðan settum
við bara inn á stundartöfluna
hvenær við droppuðum og það var
síðan alltaf á sunnudögum. Það var
svo gott. í staðinn fyrir að liggja í
þynnku droppaði ég sýru. Fékk mér
gönguferð út í skóg,“ lýsir Siggi P.
fyrstu kynnum sínum af LSD.
Hann er maður á miðjum aldri sem
neytti LSD á áttunda áratugnum
þegar sýran var í tísku eins og hún
er í dag. Björn Ragnarsson,
starfsmaður hjá Útideild, sagði í
samtali við ElNTAK að LSD væri
aftur komið á götuna.
„Sá hópur fer ört
vaxandi sem við
höfum afskipti af sem
hafa droppað sýru
eða vita af notkun
hennar. Aldurinn fer
líka lækkandi hjá
þeim sem hefur verið
boðin sýra til kaups.“
Þeir viðmælendur EINTAKS sem
droppuðu sýru á áttunda áratugn-
um hafa allir sömu skilaboð að færa
þessum krökkum: Látið sýruna
vera! Siggi P. féOst á að rekja sögu
neyslu sinnar eftir hin tiltölulega
ljúfu kynni í lýðháskólanum.
Fékk vitlaust efni og
byrjaði aftur og aftur á
trippi
„Ég fékk síðan einhvern tímann
vitlaust efni í skólanum. Það átti að
vera LSD en var STP, það er svipað
en miklu sterkara. Þá ienti ég á
bömmer... Ég endurlifði líf mitt aft-
ur á bak, alveg aftur inn í móður-
kvið, ég fann naflastrenginn skor-
inn og síðan inn í pung á pabba
sem sæðisffuma. Síðan horfði ég á
mig yfirgefa líkamann. Mér fannst
ég vera að upplifa minn eigin
dauða. Ég endaði inn í mínum eig-
in maga og eina leiðin var að æla
mér sjálfum út.
Ég komst til baka vegna þess að
það var einhver úr klíkunni sem
kom og barði á hurðina. Þeir höfðu
áhyggjur af mér. Ef ég hefði ekki
verið truflaður finnst mér líklegt að
ég hefði ekki komið til baka.
Á STP fer maður upp í tíu til tólf
tíma, fær nokkurra tíma pásu og
síðan upp aftur. Ég hélt að trippið
væri búið og fékk mér í pípu. En þá
byrjaði nýtt tripp sem var 6 til 8
tímar. Síðan fjaraði þetta út á
tveimur til þremur dögum. En
annað og þríðja
trippið var verst
vegna þess hve
hræddur ég varð.
Þetta ætlaði aldrei að
enda. í skólanum vorum við í
klíkunni að vernda hvorn annan
svo ekki kæmist upp hvað væri í
gangi með því að melda hvorn
annan veikan.“
Stjómaði rigningunni
þegar hann pakkaði í
ferðatösku
„Ég droppaði ekki lengi eftir
þetta því mér brá, ég varð hræddur.
Ég hafði heyrt talað um þennan
möguleika á bömmer, þegar aU-
skyns sálarflækjur koma upp. Og
þarna var ég ekki tvítugur og búinn
að fara í gegnum þennan bömmer
sem svo margir hafa flippað á.
Eftir skólann flutti ég til annarrar
borgar í Danmörku, og lifði þar
sem hippi, oftast á götunni með
hinum og ég hélt áfram að droppa
til 1976.
Ég flutti til íslands og kláraði
gagnfræðapróf en droppaði ekkert
hér heima og fluttí síðan út til
Kristjaníu. Ég flæktist samt á miUi
landanna og hélt áfram að droppa
og notaði líka hass og meskalín.
Þetta voru tískuefnin.
Ég hélt áfram með líf mitt og sýr-
an var partur af því í fjögur ár.
Síðan kom seinni bömmerinn.
Ég var orðinn handviss um að ég
væri hinn nýi ffelsari í hinu nýja
samfélagi. Og ég ætlaði til Islands.
Um leið og ég byrjaði að pakka fór
að rigna. Þá vissi ég að ég stjómaði
rigningunni og ef ég héldi áfram að
pakka þá myndi Syndaflóð númer
tvö byrja. Og það brást ekki. I hvert
sinn sem ég kastaði einhverju í
töskuna rigndi á eldhúsgluggann.
Ég reyndi meira að segja að laumast
að töskunni, en í ljvert sinn sem ég
nálgaðist, rigndi. Eg V3T
sannfærour um að
ég væri kominn í
beint samþand við
almættið. Eg var hinn
útvaldi og gæti því
allt. Nema að ég varð hrædd-
ur, því ég hélt aUtaf einhverri raun-
veruleikatilfinningu.
Það tók meira en þrjá mánuði að
ná áttum eftir þennan síðasta
bömmer. Raunveruleikaskyn mitt
var brenglað. Ég vissi ekki hvort ég
var að koma eða fara. Á þessum
þremur mánuðum var það eina
sem ég gat gert, að ganga. Ég gekk
heU ósköp, eins og ég væri að leita.
Ég flutti annað í nokkrar vikur en
þuríti að hringja oft á lækninn til að
fá eitthvað róandi, því ég fór bara
að trippa óumbeðið. Það tók mig
þrjá mánuði að ná því sem kallast
mætti normal stillingu, tU þess að
geta gert venjulega hluti eins og að
vinna.“
Ég var hinn tilvonandi
Jesús
legur í umgengni. Ég var eins og
„Palli var einn í heiminum“, en ég
hafði ekki sagt nema tveimur til
þremur manneskjum frá því hvað
ég var að gera við mig. Ég vissi hver
raunveruleikinn var. En siðan var
hinn raunveruleikinn sem var jafn
raunverulegur, þar sem ég var hinn
tUvonandi Jesús.
Það komu margir saklausir
Islendingar út á þessum árum og
vildu strax kynnast hippamenning-
unni og tíðarandanum. Og.
þurftu þvi að
kynnast pessum efn-
um strax. Þeir fóru
yfiríeitt mjög snöggt
yfir um. Síðan vorum við,
gömlu jálkarnir, að reyna að koma
þeim heim þegar þeir breyttust.
Einn varð að stjórnmálamanni
og ég minnist þess að eina leiðin til
að koma honum heim var að segja
honum að forsætisráðherra þyrfti
hann á fúnd heima á íslandi. Þann-
ig komum við honum út á flugvöll.
Þetta var allsherjarleikrit sem var
sett upp tU að koma þessu fólki
heim.
Og oftast var heimkoman með
stoppi á Kleppi. Þarna voru líka
margir menn sem voru klepptækir
fyrir, sýran hjálpaði ekki.“
Fékk djöfulinn í kjálk-
annásér
Árið I975 hætti Siggi P að droppa.
Hann telur að hann hafi droppað
vel yfir 200 sinnum. Var hann aldr-
ei hræddur?
„Jú stundum, en ég gerði það
samt. Það gengu aUskyns goðsagnir
um þessar og hinar sýrutegundir og
það var kannski ekki pappinn sem
ég óttaðist mest. Það var helst þess-
ar í pilluformi eins og Orange
Sunshine. Hrein sýra á að vera af-
slappandi en síðan var aukaefhum
bætt út í tU að koma keyrslunni í
gang. Til að finna sýru sem hentaði
mér, þá þurfti ég að prófa hana, það
gaf bara augaleið.
Fyrst var ég alveg óhræddur við
að prófa allt en undir það síðasta
var það ekki alveg eins. ýitandi ekld
hvaða áhrif það hefði. Eg
myndi aldrei gera
þetta aftur þvi ég
yrði svo hræddur. I dag
myndi ég elcki þora að hætta geðinu
eða heUsunni með því að droppa.
Ef krakkar í dag eru byrjaðir að
droppa mUdu fyrr en ég, þá er það
stórmál, þú droppar ekki bara si-
svona og allt í lagi daginn eftir. Það
tekur tíma að jafna sig. Þú ert ekki
öruggur fyrr en eftir þrjá til fjóra
daga.
Ungir kralckar eru einfaldlega
ekki tUbúnir að lenda í svona
bömmerum einsog ég hef farið í
gegnum. Einn sem ég þekkti gekk í
sjóinn, enginn veit hvað hann var
að hugsa, sennilega í einhverju
draumflippi. Annar félck djöfulinn í
kjálkann á sér eins og eitthvað kýli,
það óx og óx þannig að á endanum
framdi hann sjálfsmorð.
Það eru margir aðrir, flestir hafa
einhverja sögu. En allir eru sam-
mála: EKKl DROPPA. ÞÚ
veist ekki hvert þú
ferð eða hvernig þú
endar. Spurðu hvaða
sýruhaus sem er!
Eftir að ég kom heim og stóð aft-
ur á eigin fótum var eitt af mínum
fýrstu verkum að ræsta á Kleppi. Ég
hitti þar fýrir einn félaga oldcar í
klíkunni sem við héldum að væri
dauður. Þarna sat hann í mestu
makindum og var að bródera.
Sagði bara „sæll Siggi“ eins og ekk-
ert hefði gerst.“
Myndir af Bart Simpson
eru ekki ábyrgðarskír-
teini
„Þegar þú ruglar með sýru er
ekki víst að þú eigir bjarta framtíð.
Það tekur langan tíma að ná áttum
aftur. Ef maður gengur út með það
hugarfar að djamma til 22 ára ald-
urs eða jafnvel fram undir þrítugt,
þá er ekíd svo létt að hætta því þeg-
ar að því kemur, því þegar þú rugl-
ar með sýru ertu líka að rugla með
heilann á þér og þú getur aldrei
verið viss um hvernig þú kemur
út.“
En hvað með ungmenni sem
halda að þetta sé leiðin til að ná
sambandi við alla hina?
„Sýran er ekki samkvæmislyf. Ef
það er sýrubylgja í gangi í dag þá er
vonandi að hún fjari út. 1 mínu til-
felli var eina leiðin út að hætta allri
neyslu 1980.“
Sýruhausar í dag segja að sýran
nú sé miklu veikari og þess vegna sé
þetta allt í lagi, reynslan í dag geti
aldrei orðið eins svakaleg og þú
fórst í gegnum. Er munur?
„Nei, því þegar þú kynnist henni
þá viltu meira og sýra er sýra. Þegar
þú droppar pappanum er ekki víst
hversu sterk hún er. Þeir sem fram-
leiða hana hafa lxka gaman af því að
gera ýmsar tilraunir með hana.
Gera hana mjúka eða spíttaðri.
Þú ert að leika þér með sjálfan
þig og líka tímann. Ert í raun að
kaupa aðeins lengri eða styttri tíma
með því að prófa þig áfram.-
Mesta hættan er þegar þú verður
hræddur. Þegar þú heldur að þú
sért Guð almáttugur og getir hvað
sem er. Flestir sem ég þekld hafa
líka talað um þá tilfinningu. Það er
enginn sem segir stoltur eða
ósmeykur frá sinni sýrureynslu.
I dag er ekkert sem segir þér hvað
þú ert að gleypa í pappanum. Það á
að vera styrkJeiki sem þú getur elcki
í raun vitað hver er. Þessar merk-
ingar eins og með Bart Simpson
eða einhverju öðru saldausu, eru
ekki ábyrgðarvottorð sem segja að
þú verðir í lagi eftir að þú hefur
droppað." ©
,Ég hlýt að hafa verið skemmti-
14
FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 1994